Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Blaðsíða 44
44 | Viðtal 13.–15. maí 2011 Helgarblað É g er náttúrulega úr Hafnarfirði,“ segir Jóhanna Guðrún Jóns­ dóttir söngkona afsakandi þeg­ ar blaðamaður reynir að vísa henni veginn á kaffihús í Borgartúninu í gegnum síma. Hún er örlítið áttavillt í fyrstu en fljótlega áttar hún sig á því hvert hún eigi að fara. Skömmu síðar kemur hún brosandi inn á kaffhúsið og kastar ljósu síðu hárinu til um leið og hún fær sér sæti. Það er nóg að gera hjá Jóhönnu þessa dagana en hún gaf sér þó smá tíma til að setjast niður með blaðamanni. Ætlaðist ekki til að vinna Mjög neikvæð umræða fór af stað um Jóhönnu eftir forkeppni Eurovision á Íslandi sem fór fram í febrúar síðastlið­ inum, en hún tók þátt í keppninni með laginu Nótt. Umræðan var sérstak­ lega hörð á spjallsíðunni Barnalandi og vildu margir þar meina að Jóhanna hefði tekið því illa að hafa ekki unnið. „Það sem mér fannst leiðinlegast við þetta var hvað fólk mistúlkaði við­ brögð mín og í rauninni var margt af þessu barnalega hugsað hjá fólki því ég horfði á þetta brot aftur og aftur til að sjá hvað málið væri eiginlega og mitt borð var það eina sem var í mynd,“ segir Jóhanna Guðrún. Hún gerir stutt hlé á máli sínu til að panta sér grænt te hjá þjónustustúlkunni sem kemur að­ vífandi. „Fólk var að tala um að ég gæti ekk­ ert ætlast til að vinna og ég gerði það aldrei. Ég sagði allan tímann að þetta yrði mjög erfið og hörð keppni. Það eru náttúrulega allir leiðir yfir því að vinna ekki. Maður fer með því hugar­ fari að vinna og ef maður gerir það ekki þá á maður ekkert að vera að taka þátt því þá er enginn metnaður í atriðinu.“ Kærastanum blöskraði umræðan Jóhanna segir þetta neikvæða umtal hafa fengið töluvert á sig. „Það komu alveg tár og allt, því þetta er ekki ég, ég er ekki þessi týpa. Ég er ekki mann­ eskja sem læt svona. Mér fannst leiðin­ legt að fólk túlkaði mig sem einhvern fýlupúka sem er tap sár.“ Hún bendir þó á að þegar fólk sé í þessum bransa þá megi það gera ráð fyrir svona umtali. Það sé hluti af því að vera þekkt andlit. „En þetta var mjög erfitt fyrir mig, ég var alveg í einhverjar vikur að ná mér upp eftir þetta.“ Kærasta Jóhönnu, Davíð Sigur­ geirssyni, blöskraði umræðan á Barnalandi svo mikið að hann ákvað að svara henni með bréfi sem hann birti á vefnum. „Það var mjög umdeilt hvort hann hefði átt að gera það yfir höfuð því það eru margir á móti því að vera að svara svona og segja að maður eigi frek­ ar að halda bara sínu striki. En mér þótti vænt um að hann skyldi taka upp hanskann fyrir mig og útskýra hvernig þetta var,“ segir Jóhanna og það skín í gegn hve ástfangin hún er af kærasta sínum og þakklát fyrir að eiga hann að. Erfitt að segja til um gengi laga Blaðamanni finnst ekki úr vegi að spyrja hvernig hún telji að laginu Nótt hefði gengið ef hún hefði unnið keppnina heima og fengið að fara með það út. „Það er voðalega erfitt að segja til um það. Það er eitt af því sem ég lærði þegar ég fór út til Rússlands, það er bara ekkert að marka fyrr en lagið er flutt á sviðinu. Það var líka það sem var svo flott með strákana, þetta virk­ aði svo æðislega vel,“ segir Jóhanna og vísar til Vina Sjonna sem taka nú þátt fyrir Íslands hönd. „Ég held að við höfum aldrei sent atriði þar sem söngvarinn er eitthvað að að klikka, hvernig sem atriðinu gengur þá er flytjandinn góður,“ bætir hún við og sýpur á græna teinu. Átti töframóment Jóhanna tók þátt í keppninni árið 2009, sem var þá haldin í Moskvu í Rúss­ landi, með lagið Is it true? Blaðamað­ ur, sem viðurkennir að vera smá Euro­ vison­nörd, rifjar upp með Jóhönnu hvernig Eurovison­veðbankar töldu að laginu myndi ganga. „Það var bara rosalega mismun­ andi, sumum leist vel á það en það var aldrei talið sigurefni. Stundum á líka eitthvað eitt lag svona töframóment sem bara virkar það kvöld og vinnur,“ segir Jóhanna sem átti svo sannarlega sitt töframóment á sviðinu í Moskvu fyrir tveimur árum síðan. Hún heillaði Evrópu upp úr skónum með frammi­ stöðu sinni og náði, eins og frægt er, öðru sæti í keppninni. Ímyndaði sér atriðið áður en hún fór að sofa Það er Jóhönnu í fersku minni þegar hún stóð á sviðinu í Moskvu og flutti lag sitt nánast óaðfinnanlega af mikilli innlifun fyrir framan 75 þúsund áhorf­ endur í salnum og milljónir á bak við sjónvarpsskjáinn. En hvernig undirbýr maður sig fyrir svona flutning? „Við vorum búin að æfa atriðið á hverjum einasta degi í einhverja mán­ uði og ég undirbjó mig andlega líka. Ég var alltaf með svona rútínu áður en ég fór að sofa. Þá ímyndaði ég mér þetta, alveg frá því að ég fór í skóna og svo labbaði ég upp á svið og hugs­ aði: „Ókei, þetta verður svona.“ Þann­ ig þetta var allt bara mjög eðlilegt fyr­ ir mér.“ Jóhanna er með áberandi löng og falleg augnhár sem blaka eins og blævængir þegar hún rifjar dreymin á svip upp keppnina í Moskvu. Hún segist ekki hafa verið vitund stressuð, frekar óeðlilega róleg. „Ég hef aldrei fundið svona áður. Allt í einu fór ég bara að hugsa um fjöl­ skylduna mína að horfa á mig heima og þá kom brosið alveg í gegn,“ segir hún. „Æ, þetta var bara alveg yndislegt og svo kom svo mikil jákvæð orka úr salnum og það voru margir sem voru farnir að fíla Ísland í aðalkeppninni þannig að það voru margir fremst í höllinni sem kölluðu áfram Ísland,“ segir hún. „Mér leið bara ofsalega eins og ég væri velkomin á sviðinu,“ bætir hún við. Ellefu ára á samning í Bandaríkjunum Jóhanna var aðeins átta ára gömul þegar hún var uppgötvuð, ef svo má að orði komast. Þá tók hún þátt í söngva­ keppni vegna barnaplötu sem María Björk Sverrisdóttir var að vinna að. Jó­ hanna varð í sjötta sæti í keppninni af hundrað keppendum. Hún vakti þó athygli Maríu sem vildi fá hana í söng­ skólann hjá sér og þá var ekki aftur snúið „Mamma var að sjálfsögðu til í að leyfa mér það af því að ég elskaði að syngja og enginn fékk frið fyrir mér. Út frá því byrjaði samstarfið.“ Það var strax ljóst að Jóhanna var miklum sönghæfileikum gædd og hún var að­ eins ellefu ára gömul þegar hún var komin á samning hjá Tommy Mott­ ola, sem er mjög þekktur í tónlistar­ bransanum. Henni var á tímabili spáð heimsfrægð og dvaldi mikið í Banda­ ríkjunum þar sem hún var að vinna að tónlist. En samstarfið við Mottola gekk því miður ekki upp. „Hann sagði alltaf: „Hún þarf að vera þannig að strákar vilji vera kær­ astarnir hennar og stelpur líta upp til hennar og hún er það ekki þegar hún er tólf ára eða þrettán, fjórtán. Við þurfum að bíða þangað til hún verður átján ára.“ En við vorum ekki alveg inni á þeirri línu. Hann sagði: „Ég er með þig á samn­ ingi og við þróum þig. Þú verður að gera plötur á Íslandi og þú verður að syngja úti um allt, en við gerum þig ekki að svakastjörnu strax því þú ert ekki orðin nógu gömul. Þú höndlar það ekki andlega og líkamlega ertu ekki tilbúin.“ Hann vildi hafa mig í söng­ og danstímum og láta mig semja, en þetta var bara svo ólíkt okkar hugmyndum og þess vegna gekk þetta ekki alveg upp með hann. Þá vorum við samt búnar að vera í samstarfi með honum heillengi.“ Jóhanna segist þó enn vera í sam­ bandi við hann í dag og því sé ekkert útilokað hvað gerist í framtíðinni. „Ég er mjög heppin að hafa myndað þessi tengsl úti þrátt fyrir að hafa verið svona ung,“ bætir hún við. Er í fyrsta skipti í hljómsveit „Mér hefur boðist ýmislegt í gegnum tíðina. En eins og núna þá er ég að reyna að finna hvað mig langar til að gera í tónlistinni. Þar sem ég hef ver­ ið svo ung þá hefur svo mikið verið ákveðið fyrir mig varðandi það hvernig tónlist ég hef átt að syngja. Ég er að reyna að finna það út sjálf hver ég vil vera. Ég er samt í samstarfi við um­ boðsmenn í Noregi og það er ýmislegt í bígerð,“ segir Jóhanna. Hún vill þó ekki fara nánar út í það að svo stöddu. „Ég er líka að vinna að plötu fyrir íslenskan markað. Svo er ég komin af stað með nýja hljómsveit, sem er blús­ óríenteruð. Við erum reyndar ennþá að reyna að finna nafn á bandið, en við erum farin að spila.“ Jóhanna segir þau stefna á að spila á hátíðum erlendis og eru þau þegar komin með umboðs­ mann. Þá stefna þau jafnvel á plötu­ gerð síðar meir. „Ég hef aldrei verið í hljómsveit, eins lengi og ég er búin að vera að syngja, og ég er alveg að fíla það í tætl­ ur. Það er líka gaman að vera með kærastanum mínum í hljómsveit.“ Jó­ hanna er þó ekki eingöngu að syngja á fullu heldur kennir hún einnig einka­ tíma í söng. „Þannig ég er með fótinn báðum megin við línuna,“ segir hún hlæjandi. „Þetta er svona köllunin mín í lífinu, að vera tónlistarmaður og ég verð það alltaf.“ Hún segist þó reyna að passa sig á því að vera ekki að vinna í of mörgum verkefnum í einu. „Þá getur allt farið í köku!“ Slitu ekki samstarfinu í illu María Björk var umboðsmaður Jó­ hönnu í ellefu ár en nú er samstarfi þeirra lokið. En hvernig gekk sam­ starfið á meðan á því stóð? „Auðvitað var þetta eins og hjónaband, stundum gekk vel og stundum illa. Það er bara eins og gengur og gerist.“ Hún segir þær alls ekki hafa slitið samstarfinu í illu. „Þetta var bara komið gott, eins og fólk vex stundum í sundur. Við vorum með ólíkar hugmyndir um það sem ég vildi gera. Ég vildi fara að þróa mig meira. Fólk er alltaf að reyna að gera upp eitthvert skandal „break up“ en þetta var það bara ekki. Við unnum saman í langan tíma og svo bara hætt­ um við því. Þetta er ekkert þannig að ég segi ekki hæ við hana úti á götu, ég get alveg tekið upp símann og hringt í hana,“ segir Jóhanna, myndar símtól með hendinni og leggur hana upp að eyranu til að leggja áherslu á mál sitt. Var í stúdíóinu á daginn og lærði á kvöldin Jóhanna segist alveg frá því að hún man eftir sér hafa verið á einhverju flandri út af söngnum en hún kvartar að sjálfsögðu ekki yfir því. „Ég er náttúrulega bara rosalega heppin og þakklát fyrir að upplifa allt sem ég hef fengið að upplifa.“ Stöðug ferðalög höfðu þó töluverð áhrif á líf hennar sem barn. „Ég er ekki þessi týpa“ Jóhanna Guðrún Jónsdóttir lenti í öðru sæti í Euro vison árið 2009 með lagið Is it true? Hún tók aftur þátt í forkeppninni á Íslandi í ár en vann ekki. Neikvætt umtal sem skapaðist um hana eftir keppnina fékk mjög á hana. Hún er þó vön í bransanum en hún hefur sungið opinberlega síðan hún var átta ára. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður settist niður með henni og spjallaði um frægðina, svikin, gleðina og tárin.„Þetta var allt plat þessi ferð og það hefur örugglega verið búið að plana að ræna mér í mansal eða eitthvað. „Svo er ég reynd- ar snyrtivöru- og „make up“-fíkill, finnst geðveikt gaman að greiða hárið á mér fyrir gigg og mála mig. Er að finna sig Jóhanna Guðrún er þessi misserin að reyna að finna út hvað hún vill gera í tónlistinni en í gegnum tíðina hafa aðrir ákveðið það fyrir hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.