Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Blaðsíða 72
Tryggvi er
alltaf að
leita að
gulli!
Flottheit
í Hörpunni
n Á miðvikudagskvöldið var efnt
til stærðarinnar opnunarveislu í
veitingahúsinu Kolabrautinni í tón-
listarhúsinu Hörpu. Það eru tveir af
þekktari vertum landsins, þeir Leifur
Kolbeinsson sem kenndur er við La
Primavera og Jóhannes Stefánsson
kenndur við Múlakaffi sem eiga og
reka staðinn. Það er alveg ljóst að
ekkert var til sparað við opnun veit-
ingastaðarins sem mun bjóða upp
á íslenskt hráefni eldað samkvæmt
matarvenjum frá Miðjarðarhafinu.
Fjöldi góðra gesta var í opnunarveisl-
unni. Má þar nefna Simma
og Jóa, Steinunni Valdísi
Óskarsdóttur og Vil-
hjálm H. Vilhjálms-
son lögmann, svo
aðeins örfáir séu
nefndir.
Halldór J. og ríkið
í eina sæng
n Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi
bankastjóri Landsbankans, hefur
verið í fréttum í vikunni í ljósi þess
að riftunarmáli slitastjórnar Lands-
bankans vegna 100 milljóna króna
greiðslu á séreignarlífeyrissparnaði til
hans rétt fyrir hrunið 2008 var vísað
frá dómi. Bankastjórinn fyrrverandi
býr í Kanada um þessar mundir þar
sem hann starfar hjá þarlendu fjár-
málafyrirtæki, Cash Store Financial.
Athygli vekur að á heimasíðu
fyrirtækisins er Halldór kynntur sem
„fyrrverandi forstjóri í evrópskum
banka“. Enn frekar vekur athygli að
fyrirtæki Halldórs er einn aðal-
styrktaraðili íslensks menningarátaks
sem fram fer í Manitoba í Kanada um
þessar mundir. Á heimasíðu átaksins
er merki Cash Store Financial við
hliðina á skjaldar-
merki Íslands en ís-
lenska ríkið styrkir
verkefnið sömu-
leiðis. Segja má að
eina merkið sem
vanti á síðuna til að
fullkomna myndina
sé merki Icesave-
reikninga Lands-
bankans.
Ævintýralegur
Tryggvi
n Fréttir þess efnis að Jón Gunn-
arsson og Tryggvi Þór Herbertsson,
þingmenn Sjálfstæðisflokksins,
hafi gengið á milli auðmanna hér
á landi til að reyna að fá þá til að
fjárfesta í gullleit í Kólumbíu eftir
hrunið 2008 hefur vakið talsverða
athygli. Tvímenningarnir munu hafa
unnið að málinu fyrir hönd erlends
kaupsýslumanns. Fréttin er enn
ein rósin í hnappagat Tryggva Þórs
Herbertssonar sem á síðustu árum
hefur ekki talið neitt mannlegt vera
sér óviðkomandi. Hann hefur kennt
í Háskóla Íslands, biðlað til Björgólfs
Guðmundssonar eftir kostaðri prófess-
orsstöðu, fengið kúlulán og tekið lán
hjá eigin einkahlutafélagi,
stýrt ævintýralegum
fjárfestingarbanka,
verið efnahagsráð-
gjafi Geirs H. Haarde
í efnahagshruninu
á meðan hann var
á launum og á bíl
frá Askar Capital og
að lokum setið
á Alþingi Ís-
lendinga.
„Þetta var líka svona þegar ég tók við
af Gísla, þá var fólk sem vildi bara
fá Gíslann sinn aftur og allt þetta,“
segir sjónvarpsmaðurinn Sigmar
Guðmundsson sem síðustu fimm
ár hefur verið Eurovision-rödd ís-
lensku þjóðarinnar og þótt ómiss-
andi við það tilefni á ári hverju. Í ár
er hann fjarri góðu gamni og við kefl-
inu er tekin Hrafnhildur Halldórs-
dóttir, samstarfskona Sigmars hjá
RÚV. Hún hefur ekki farið varhluta
af gagnrýni eftir undanúrslitin, sem
Sigmar segir ómaklega, og augljóst
að margir sakna Sigmars og kald-
hæðinna brandaramola hans í kynn-
ingum og eftir flutning laganna.
„Jú, auðvitað þykir manni vænt
um það, en mér finnst hins veg-
ar Hrafnhildur standa sig feykilega
vel,“ segir Sigmar og ver arftaka sinn í
hlutverkinu. Hann bendir á að þetta
sé hennar fyrsta keppni sem sé ein-
hver sú erfiðasta sem hægt sé að
lýsa þar sem á fyrra undanúrslita-
kvöldinu hafi hljóðtruflanir og ann-
að vesen sett strik í reikninginn. „En
fólk verður að fá tækifæri til að venj-
ast hlutverkinu. Þetta er smá kúnst
að komast inn í þetta og mér fannst
hún gera þetta vel í fyrstu keppninni
og er að gera þetta enn betur núna
[á seinna undanúrslitakvöldinu á
fimmtudagskvöld].“
Sigmar hafði sinnt Eurovision-
starfinu í fimm ár í röð en þar á und-
an var Gísli Marteinn Baldursson
í búrinu. „Á nokkurra ára fresti er
skipt um þuli, það er gangur lífsins,
það á enginn að vera eilífur í þessu,“
segir Sigmar og bendir á að sama
hafi verið upp á teningnum þegar
hann tók við af Gísla og einnig þeg-
ar Gísli tók við af forvera sínum. „Svo
eftir nokkur ár vill fólk pottþétt halda
Hrafnhildi áfram.“
Almennt séð er Sigmar, sem er
mikill áhugamaður um Eurovision,
bjartsýnn á gengi Íslands á laug-
ardagskvöld og spáir því að Vinir
Sjonna endi í kringum tíunda sæti.
„Það væri mjög góður árangur.“
mikael@dv.is
Sigmar ver arftaka sinn í Eurovision-búrinu:
„Líka svona þegar ég tók við“
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HelgarblaÐ 13.–15. maí 2011 55. tbl. 101. árg. leiðb. verð 595 kr.
Stendur sig vel Sigmar segir Hrafnhildi
standa sig vel. Honum hafi nú ekki heldur
verið tekið opnum örmum á sínum tíma.
mynd RÓBeRT ReyniSSon