Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Blaðsíða 46
Guðmundur fæddist á Akranesi en ólst upp í Búðardal. Hann var í Grunnskóla Búðardals og lauk þaðan samræmdu prófunum. Guðmundur starfaði við Slátur- húsið í Búðardal og afgreiddi á Essó- stöðinni þar um skeið auk þess sem hann starfaði hjá Mjólkursamsölunni í Búðardal. Guðmundur hóf að starfa við pípulagnir haustið 1998 og hefur starfað við það síðan. Hann starfaði fyrst hjá Ragnari Daníelssyni til 2003, síðan hjá Gísla Gunnlaugssyni hjá GG Lögnum til 2004 en hefur síðan starfað við pípulagnir hjá Sigurði H. Leifssyni og Garðari Halldórssyni hjá Kraftlögnum. Guðmundur æfði og keppti í knatt- spyrnu og frjálsum íþróttum á ung- lingsárunum á vegum ungmenna- félagsins Ólafs Pá. Hann er mikill áhugamaður um hestamennsku, stundar hana af kappi og er nú með sjö hross ásamt unnustu sinni. Fjölskylda Unnusta Guðmundar er Svan- hildur Ævarr Valgarðsdóttir, f. 3.8. 1986, hárgreiðslukona. Alsystkini Guðmundar eru Birgir Már Bjarkason, f. 11.9. 1978, múrari, búsettur í Mosfellsbæ; Jónas Rafn Bjarkason, f. 28.4. 1980, verslunarmaður, búsettur í Garða- bæ; Guðveig Lilja Bjarkadóttir, f. 20.5. 1982, húsmóðir, búsett í Reykjavík. Hálfsystir Guðmundar, sam- mæðra, er Bergrós Ýr Ólafsdóttir, f. 31.5. 1995, grunnskólanemi. Hálfbróðir Guðmundar, sam- feðra, er Bjarki Freyr Ásdísarson, f. 15.7. 1998, grunnskólanemi. Foreldrar Guðmundar eru Bjarki Jónasson, f. 30.4. 1957, bif- vélavirki í Noregi, og Kristjana Eygló Guðmundsdóttir, f. 29.4. 1958, matráðskona, búsett í Kópa- vogi. Sambýliskona Bjarka er Ásdís Sigurðardóttir, f. 21.2. 1961, ræsti- tæknir í Noregi. Sambýlis- maður Krist- jönu Eyglóar er Ólafur Jónsson, f. 9.1. 1953, vél- stjóri í Kópa- vogi. Ætt Bjarki er son- ur Jónasar, verkamanns og b. á Grenjum á Mýrum í Borgarfirði, sonar Odds, b. í Hrísdal Ásmunds- sonar, og Jónínu Jóhannsdóttur. Móðir Bjarka var Guðveig Guð- mundsdóttir, b. í Hjörsey Eyjólfs- sonar, og Ágústu Ólafsdóttur. Kristjana Eygló er dóttir Guð- mundar, b. á Emmubergi á Skóg- arströnd Jónssonar sem er látinn, og Guðríðar Friðlaugar, sem nú er búsett í Reykjavík Guðjónsdóttur, b. á Harastöðum á Fellsströnd Sig- urðssonar, b. á Harastöðum Gísla- sonar. Móðir Guðríðar Friðlaugar var Sigríður Sigurðardóttir. Gunnar Jósef fæddist í Reykja-vík. Hann var við nám í heima-vistarskóla í Hollandi 1933–34, brautskráðist frá Verslunarskóla Ís- lands 1939, lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1939 og stundaði nám við stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík 1939–40. Gunnar var starfsmaður hjá Smjörlíkisgerðinni Ásgarði hf. í Reykjavík 1943–46. Hann var forstjóri Sápugerðarinnar Frigg frá 1946 og jafnframt framkvæmdastjóri Ásgarðs hf. frá 1959. Gunnar var formaður bankaráðs Iðnaðarbanka Íslands hf, formaður stjórnar Fjárfestingafélags Íslands frá stofnun 1971, sat í stjórn Félags íslenskra iðnrekanda 1950– 63 og var formaður félagsins 1963– 74, sat í stjórn Iðnlánasjóðs 1967–78, í Iðnþróunarráði meðan það starf- aði og í framkvæmdastjórn Iðnþró- unarstofnunar Íslands meðan hún starfaði, í stjórn SAL, Sambands al- mennu lífeyrissjóðanna, var formað- ur Lífeyrissjóðs verksmiðjufólks frá stofnun og sat í endurskoðunarnefnd lífeyriskerfisins. Hann í stjórn Versl- unarráðs um árabil, sat í stjórn og framkvæmdastjórn Vinnuveitenda- sambands Íslands frá 1971, var for- maður þess í tvígang og sat á Alþingi sem varaþingmaður Reykvíkinga fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn 1975. Gunnar var fulltrúi Íslands í nor- rænni nefnd sem sá um sameigin- lega þátttöku Norðurlandanna í heimssýningunni í Montreal 1967 og í Osaka 1970 og var forstöðumað- ur sýningarskála Norðurlandanna í Montreal um skeið. Þá sat hann í ráð- gjafanefnd EFTA á árunum 1970–76, sat í stjórnum ýmissa fyrirtækja og m.a. í stjórn ÍSAL í tuttugu og fimm ár. Gunnar hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um náttúruvernd og út- vist og hefur stundað laxveiði og skóg- rækt um árabil. Fjölskylda Eiginkona Gunnars er Elin Margrethe Kaaber, f. 21.1. 1922, húsmóður. Hún er dóttir Ludvigs Kaabers, banka- stjóra í Reykjavík, og f.k.h., Astridar, f. Thomsen húsmóður. Börn Gunnars og Elinar eru Frið- rik Gunnar Gunnarsson, f. 11.9. 1944, fyrrv. yfirlögreglumaður, búsettur í Kópavogi en kona hans er María Helgadóttir; Einar Lúðvík Gunnars- son, f. 5.6. 1946, flugrekstrarfræðing- ur og forstjóri hjá Cargolux, búsettur í Lúxemborg en eiginkona hans er Kristín Sigurðsson; Ragnar Jóhannes Gunnarsson, f. 29.7. 1947, sérfræðing- ur í spilliefnum, búsettur í Reykjavík en eiginkona hans er María Ingibergs- dóttir; Haukur Jón Gunnarsson, f. 5.7. 1949, leikhúsfræðingur og leikhús- stjóri í Tromsö í Noregi; Oddný María Gunnarsdóttir, f. 15.4. 1955, pípu- lagningarmeistari, tæknifræðing- ur og bæjarfulltrúi, búsett á Blöndu- ósi; Gunnar Pétur Gunnarsson, f. 1.2. 1959, tæknifræðingur hjá Elco á Reyð- arfirði en eiginkona hans er Ísabella Frank; Eiríkur Knútur Gunnarsson, f. 15.11. 1961, kennari við Valdorfsskóla á Lækjarbotnum, búsettur í Kópavogi en eiginkona hans er Inger Steinson. Systkini Gunnars eru Jóhanna Friðriksdóttir, f. 2.4. 1923, d. 27.7. 1992, húsmóðir og safnvörður Lista- safns Einars Jónssonar, gift Halldóri Bjarnasyni útgerðarmanni og eru börn þeirra átta talsins; Jón Agnar Friðriksson, f. 22.11. 1924, d. 15.11. 2005, rannskóknarmaður hjá Haf- rannsóknarstofnun Íslands. Foreldrar Gunnars voru Friðrik Gunnarsson, f. 29.6. 1889, d. 17.10. 1959, forstjóri smjörlíkisgerðarinnar Ásgarðs, og k.h., Oddný Jósefsdóttir, f. 18.8. 1900, d. 1.11. 1952, húsmóðir. Ætt Friðrik var sonur Gunnars, forstjóra í Reykjavík Einarssonar, b. og alþm. í Nesi í Höfðahverfi, bróður Halldóru, langömmu Halldóru, móður Kristín- ar Halldórsdóttur alþm., og hálfbróð- ur Gísla, afa Kristjáns G. Gíslasonar, stórkaupmanns og langafa Þórs Vil- hjálmssonar, fyrrv. dómara. Einar var sonur Ásmundar, b. í Nesi Gíslasonar, b. í Nesi Ásmundssonar, föðurbróður Þórðar Pálssonar, ættföður Kjarna- ættar, langafa Halldórs, föður Ragn- ars, fyrrv. forstjóra ÍSAL. Móðir Friðriks var Margrét, systir Vigfúsar, langafa Hjörleifs Guttorms- sonar, fyrrv. ráðherra. Margrét var dóttir Guttorms, prófasts í Vallanesi Pálssonar. Oddný var systir Þorgerðar, móð- ur Gunnars Eyjólfssonar leikara. Oddný var dóttir Jósefs, sjómanns í Keflavík Oddssonar, b. í Vatnagörð- um í Garði Oddssonar, b. í Vatna- görðum Oddssonar, b. á Eyri Guð- mundssonar, bróður Lofts, langafa Bjarna Jónssonar vígslubiskups. Móðir Jósefs var Margrét Ólafs- dóttir, b. í Gerðakoti í Gerðum Guð- mundssonar. Móðir Oddnýjar var Gróa sem er fyrirmynd Guðrúnar í sögunni af brauðinu dýra eftir Halldór Laxness. Gróa var dóttir Jóns, b. í Garðhúsi í Leiru Jónssonar. 46 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 13.–15. maí 2011 Helgarblað Kjartan fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hann var í Barnaskóla Keflavíkur, lauk grunnskólaprófi frá Holtaskóla í Keflavík, lauk stúd- entsprófi frá Fjölbrautaskóla Suður- nesja 1981, stundaði jafnframt nám við Tónlistarskólann í Keflavík frá sex ára aldri, stundaði nám í fiðluleik við fiðlukennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík að loknu stúdentsprófi, lauk þaðan kennaraprófi 1983 og lauk Suzuki-fiðlukennaraprófi 1992. Kjartan stundaði rekstrar- og við- skiptafræðinám við Endurmenntun- ardeild HÍ 1996–98 og lauk MBA-prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 2002. Kjartan stundaði ýmis almenn störf á unglingsárunum, s.s. við verk- fræðideild varnarliðsins , var í lögregl- unni á Keflavíkurflugvelli um skeið og var kennari við Tónlistarskólann í Keflavík 1980–98. Kjartan var fastur kennari við Tón- listarskólann í Keflavík og Garði frá 1983, var skólastjóri Tónlistarskólans í Keflavík 1985-98, var forstöðumað- ur Miðstöðvar símenntunar á Suður- nesjum 1998, var gæðastjóri hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn 1999-2000 og starfsmanna- og gæðastjóri IGS frá ársbyrjun 2000–2004. Þá var Kjartan fararstjóri fyrir Samvinnuferðir-Land- sýn víða erlendis á árunum 1986-98. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Securitas Reykjanesi frá 2008. Kjartan sat í stjórn Samtaka tón- listarskólastjóra 1986–94 og var for- maður samtakanna frá 1992–94, var fulltrúi Samtaka tónlistarskólastjóra í norrænum skólastjórasamtökum 1988-92, sat í stjórn Íslenska Suzuki- sambandsins í nokkur ár, sat í stjórn Tónlistarfélags Keflavíkur um ára- bil, var formaður Menningarnefndar Reykjanesbæjar 1994–98, var bæjar- fulltrúi í bæjarstjórn Reykjanesbæjar fyrir Framsóknarflokkinn 1998–2006, var formaður Markaðs- og atvinnu- ráðs Reykjanesbæjar 1998–2002, for- maður Stýrihóps staðardagskrár 21 frá 1998–2002, sat í bæjarráði Reykja- nesbæjar, sat í stjórn fulltrúaráðs Framsóknarflokksins 1994–98 og hef- ur gegnt ýmsum öðrum trúnaðar- störfum fyrir flokkinn. Fjölskylda Kjartan kvæntist 18.8. 1984 Jónínu Guðjónsdóttur, f. 27.1. 1962, flug- freyju. Hún er dóttir Guðjóns Stef- ánssonar, fyrrv. framkvæmdastjóra Samkaupa, og k.h., Ástu Ragnheiðar Margeirsdóttur húsmóður. Börn Kjartans og Jónínu eru Guð- jón, f. 6.3. 1983, viðskiptafræðingur, búsettur í Reykjavík; Sonja, f. 28.10. 1985, starfsmaður Iceland Air og flug- kennari, búsett í Reykjanesbæ og son- ur hennar og sambýlismanns hennar Kristófer, f. 25.11. 2009; Lovísa, f. 7.8. 1992, nýstúdent. Systkini Kjartans eru Magnús Jón Kjartansson, f. 6.7. 1951, tónlistar- maður og fyrrv. formaður Stefs, búset- ur í Hafnarfirði; Finnbogi G. Kjartans- son, f. 19.9. 1952, grafískur hönnuður, búsettur í Reykjavík; Sigrún Kjartans- dóttir, f. 4.3. 1955, búsett á Akureyri; Ingvi Jón Kjartansson, f. 27.9. 1956, húsamálari, búsettur í Njarðvík; Vikt- or Borgar Kjartansson, f. 17.4. 1967, tölvunarfræðingur, búsettur í Noregi. Foreldar Kjartans eru Kjartan H. Finnbogason, f. 28.5. 1928, d. 25.2. 2005, lögregluvarðstjóri í Keflavík, og k.h., Gauja Guðrún Magnúsdóttir, f. 12.7. 1931, húsmóðir. Ætt Kjartan var sonur Finnboga, sjó- manns í Keflavík, bróður Aðalheiðar, móður Engilberts Jensens, trommu- leikara og söngvara. Finnbogi var sonur Friðriks, b. á Látrum í Aðalvík Finnbogasonar. Móðir Finnboga var Þórunn, hálfsystir Sigríðar, ömmu Árna R. Árnasonar alþm. og Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns á Selfossi og Rolling Stones aðdáanda. Þórunn var dóttir Þorbergs, b. í Mið- vík Jónssonar og Margrétar Þorsteins- dóttur. Móðir Kjartans var Guðrún Jóna Jónsdóttir. Gauja Guðrún er dóttir Magn- úsar, sjómanns í Keflavík Sigurðs- sonar, formanns í Keflavík Erlends- sonar, kennara og smiðs í Grindavík, bróður Hjörts, langafa Elvu Óskar Ólafsdóttur leikkonu. Annar bróðir Erlends var Jón, afi Þórunnar Gests- dóttur ritstjóra. Erlendur var sonur Odds, hreppstjóra á Þúfu á Landi Er- lendssonar og Elínar Hjörtsdóttur, járnsmiðs í Keflavík Jónssonar, ætt- föður Járngerðisstaðaættar Jónssonar. Móðir Magnúsar var Ágústa Guðjóns- dóttir, skipasmið í Framnesi í Keflavík Jónssonar. Móðir Gauju var Eyrún Eiríksdótt- ir, sjómanns í Reykjavík Ingvarssonar, b. í Björnskoti á Skeiðum Sigurðsson- ar. Móðir Eyrúnar var Guðrún Steins- dóttir, b. í Miklaholti í Biskupstung- um Jónssonar. Móðir Guðrúnar var Ingunn Þorkelsdóttir, b. á Stóru-Borg Guðmundssonar, og Guðrúnar Sig- urðardóttur, ættföður Galtaættar Ein- arssonar. Kjartan Már Kjartansson framkvæmdastjóri Securitas Reykjanesi Gunnar J. Friðriksson fyrrv. formaður Vinnuveitendasambands Íslands 50 ára á laugardag 90 ára á sl. fimmtudag Guðmundur Bergmann Bjarkason pípulagningarmaður í Reykjavík 30 ára á laugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.