Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Blaðsíða 28
Evrópusöngvakeppnin hefur í gegnum tíðina verið töluð niður, gjarnan af snobbuðu fólki sem telur fyrirbærið vera lág- menningu. Úr þeim hópi þykjast fæstir horfa og lýsa frati á tónlist- ina og glyskennda umgjörðina. En orð og efndir fara sjaldnast sam- an. Metáhorf á keppnina ár eftir ár bendir til þess að margur njóti þess í laumi að horfa. Það góða við þátttöku Íslands í keppninni er að hún samein- ar þjóðina. Á meðan hún stendur yfir hverfur umferðin af götunum og langflestir sameinast framan við sjónvarpsskjáina. Fyrir hrjáða þjóð hrunsins er mikilvægt að hafa svona punkta í tilverunni sem ekki breytast þótt flest annað sé í græn- um sjó. Þótt bankar og fyrirtæki hafi hrunið til grunna og kjör almenn- ings snarversnað er Euro vison á sínum stað. Um svipað leyti og vor- ið læðist yfir landið brestur keppnin á með látum. Og þjóðin gleymir sút og sorg í æsingnum yfir því hvort Ísland komist áfram eða hvar ís- lensku keppendurnir lendi á stiga- töflunni. Við elskum og virðum þær þjóðir sem gefa okkur stig en skömmumst út í þær sem vita ekki að íslenska lagið er best; alltaf. Í kringum keppnina myndast jákvæður þjóðernisrembingur. Of- urspenna hefur verið um það hvort við næðum upp úr undankeppn- inni. Og það hefur verið nánast óbærilegt undanfarin ár að Ísland hefur verið síðasta landið sem kemur upp úr umslögum hinna heppnu. Fyrir eftirhrunskynslóð- ina er keppnin líkn frá þrautum kreppunnar. Hún hefur staðist hrunið og er eitt af því sem tengir nýja og gamla Ísland. Ekkert hefur breyst þar. Aðdáendur keppninnar þurfa síður en svo að skammast sín fyr- ir að falla í stafi af gleði yfir Vinum Sjonna eða öðrum þeim tónlistar- mönnum sem halda merki Íslands hátt á lofti. Ísland er best í heimi en það eru sumir sem hafa ekki vit á að staðfesta það. Keppnin er vor- boði, eins og lóan. Þegar upp er staðið skiptir engu í hvaða sæti Ís- land lendir. Skemmtunin liggur í aðdragandanum og umræðunum í kringum atburðinn. Seinna mun renna upp sá dagur að Evrópa áttar sig á því að Íslendingar eiga bestu tónlistarmennina og við munum vinna keppnina. Í gær ræddi ég við ágætan vin minn um kvótafrumvarpið sem ríkis-stjórn Jóhönnu og Steingríms er að sjóða saman. Og það sem uppúr stóð í þeirri umræðu var spurning um merkingu þess sem menn setja stafi sína við þegar þeir rita undir stjórnarsáttmála. Ef við minnumst á þann sáttmála sem í dag er tveggja ára og var samþykktur af þingflokk- um beggja stjórnarflokka, verður spurningin ósjálfrátt: –Til hvers vor- um við eiginlega að kjósa þetta pakk? Ef við lítum svo á þá hrákasmíð og þann undirlægjuhátt sem birtist í því kvótafrumvarpi sem formenn ríkis- stjórnarflokkanna eru núna að kjöl- draga uppúr pípuhatti kvótagreifa, má spyrja: –Var því ekki lofað að færa allan kvótann til þjóðarinnar, lofaði þetta lið ekki að fara fyrningarleið og taka gjafakvótann af útgerðinni? Er það að koma í ljós, sem við hræddumst öll; eru allir þingmenn sekari er sjálfur aðalsakborningur- inn, Geir Haarde? Er þetta lið allt á mála hjá LÍÚ-mafíunni? Ekki vantar loforðin og mann- gæskuna þegar þetta lið er að biðja okkur um atkvæði. Þetta fólk er að springa af þjónustulund og mann- gæsku og fer fjálglega með loforðin nokkrum dögum fyrir kosningar. Ég hef áður sagt það og endurtek svo oft sem nauðsyn krefur (jafnvel oftar), að það var virðingarvert hug- rekki að taka að sér það þjóðþrifa- starf að moka flórinn og skafa úr skítabælum helmingaskiptaveldis íhaldsplebba og framagosa. Þótt það gangi kraftaverki næst sem hér hef- ur verið gert í nafni félagshyggju, þá reiknuðu fæstir með því (ekki einu sinni bjartsýnasta fólk) að Jóhönnu og Steingrími tækist að koma hér öllu í lag. Rjúkandi rústirnar buðu svo sem ekki uppá hátíð og himna- sælu í þrotabúi þjóðarinnar. En við gátum þó allavega gert þá kröfu að þessir þorskhausar reyndu að kom- ast framhjá gúanói LÍÚ-mafíunnar. Það er skelfilegt að sjá öll þessi fínu hnakkastykki verða bræðslunni að bráð. Við, sem í góðvild okkar vildum reyna að skapa hér betra þjóðfélag, sitjum uppi með þá tilfinningu að þingmenn okkar séu, allir sem einn, í hlutverki mútuþega. Við vildum fá í þinghúsið fólk sem ætl- aði að þjóna þjóðinni. En í staðinn höfum við froðufellandi frekjur og vesæla vælukjóa sem þykjast öll- um stundum vera að fara að eigin sannfæringu. Hjá Austurvelli þingmenn þjást með þrautir ógurlegar því einkum þar í salnum sjást sælir mútuþegar. 28 | Umræða 13.–15. maí 2011 Helgarblað „Ég er ekki alveg saklaus.“ n Tryggvi Guðmunds- son viðurkenndi að eiga hlut að máli þegar hann var rekinn af velli í leik ÍBV og Vals. – Stöð 2 Sport „Eyjan er ekki nægilega stór fyrir þetta mark.“ n Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, hefur áhyggjur af egói Þórarins Inga Valdimars- sonar eftir að hann tryggði ÍBV magn- aðan sigur á Val með glæsimarki. – fot- bolti.net „Það eru allir svo myndarlegir hérna.“ n Grínistinn Jon Lajoie er á Íslandi og er óöruggur með sig þar sem allir á Íslandi eru svo svakalega fallegir. – DV „Jáááá, ég trúi þessu ekki. Ég er að fara að gráta.“ n Nýi Eurovision-þulurinn, Hrafnhildur Halldórsdóttir, gersamlega trylltist eftir að tíunda umslagið var opnað á þriðjudaginn og þar var Ísland. – RÚV „Það á að vera hægt að stilla klukkuna sína eftir byrjun sjónvarpsfrétta.“ n Eiður Guðnason lætur Sjónvarpið ávallt vita hefjist fréttir ekki á réttum tíma. – Bloggsíða Eiðs á DV.is Vorboði frá Evrópu Leiðari Bókstaflega Reynir Traustason ritstjóri skrifar„Og þjóðin gleymir sút og sorg. Hin þarfa þjónustulund Skáldið skrifar Kristján Hreinsson „Var því ekki lofað að færa allan kvót- ann til þjóðarinnar, lofaði þetta lið ekki að fara fyrn- ingarleið og taka gjafa- kvótann af útgerðinni? Endurvinnsla Fréttablaðsins n Það gengur á ýmsu hjá Frétta- blaðinu, fríblaði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Vel gengur að hala inn auglýs- ingar og þurfa blaðamenn að hafa sig alla við til þess að fylla í glufurnar með áhugaverðu og spennandi efni. Eitthvað hefur þó ástandið verið erfitt á miðvikudaginn þegar Ólafur Stephensen ritstjóri og hans vaska sveit endurbirtu íþróttasíð- una frá deginum á undan. Ekki er vitað hvort fríblaðið tók meðvitaða ákvörðun um þetta vegna álags. Varaformaður á trillu n Magnús Þór Hafsteinsson, fyrr- verandi varaformaður Frjálslynda flokksins, hefur verið lítt áberandi síðan hann hvarf frá flokks- starfinu í kjölfar mikilla átaka. Magnús er mikill dugnaðarforkur og hefur eftir að stjórnmál- unum sleppti lagt gjörva hönd á margt. Hann hefur starfað við vinnslu á hval í Hvalfirði. Nú síðast dúkkaði hann upp sem háseti á bát sem stundar veiðar í strand- veiðikerfinu. Þar mun kappinn hafa aflað vel. Kúlulán og stórsigur n Kristján Arason, fyrrverandi stjóri hjá Kaupþingi, hefur rétt nokkuð úr kútnum ímyndarlega eftir að hafa komið handboltaliði FH í Hafnarfirði á efsta stall sem Íslandsmeist- urum. Sjálfur á Kristján að baki goðsagna- kenndan feril sem leikmaður í handbolta. Kristján hefur fengið gríðarlega athygli vegna kúluláns upp á hartnær milljarð sem hann fékk frá banka sínum og er ekki borgunarmaður fyrir. Þetta hefur stórskaðað feril eiginkonu hans, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur þingmanns. Spurningin er hvort stórsigur FH dugi til að slökkva elda óánægju. Sakna þulsins n Nokkurt uppnám hefur orðið vegna brotthvarfs hins harðskeytta Sigmars Guðmundssonar úr sæti þular í Eurovision-keppninni. Sigmar þótt einkar hvass og kaldhæðinn og átti það til að ganga fram af fólki með lýsingum sínum. Nú hefur útvarpskonan Hrafnhildur Halldórsdóttir tekið við keflinu og lýsir því sem fyrir augu ber af mýkt og alúð. Stemning hefur myndast fyrir því að fá Sigmar aftur. Sjálfur mun hann hafa óskað eftir því að hætta og mun ekki ætla að snúa aftur. Sandkorn tryGGVaGötu 11, 101 rEykjaVÍk Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Aðstandendur fjölnota elítu-hússins við Reykjavíkurhöfn neituðu á fimmtudag að gefa upp hverjum væri boðið á opnun- artónleika sinfóníuhljómsveitar- innar í Hörpu. Við getum ekki gefið upp ein-staka nöfn eins og þú hlýtur að skilja,“ sagði Þórunn Sig- urðardóttir, hæstvirtur stjórnar- formaður rekstrarfélagsins Ago, við blaðamann hjá Pressunni, sem gerðist svo kjánalegur að spyrja. Þetta er mjög skynsamlegt viðhorf hjá Þórunni og jafn-framt óþarft hjá blaðamanni að spyrja. Elíta landsins nýtur að sjálfsögðu persónuverndar. Þessi persónuvernd er ekki aðeins til að veita Hörpuelítunni frið, heldur til að vernda pöpulinn frá sjálfum sér. Upplýsingar um elítuna æsa bara upp óeðli hjá almúganum, hnýsni og öfund. Sjáið bara hvernig fólk lætur þegar skattaupplýsingar eru birtar. Nei, venjulegu fólki líður bara verr ef það veit. Það er vont fyrir það að vita og því er rangt að láta það vita. Við getum þakkað fyrir það að í þetta sinn ætlar Ríkisút-varpið, sem við borgum fyrir, að gera okkur þann greiða að sjón- varpa tónleikum sinfóníuhljóm- sveitarinnar, sem við borgum fyrir, úr nýja tónlistarhúsinu Hörpu, sem við borgum fyrir. Auðvitað rúmar Harpa ekki alla. Hún rúmar rétt helstu mektarmenni landsins, besta eitt prósentið eða svo. „Þetta eru ákveðnir flokkar fólks í samfé- laginu sem eru boðnir,“ sagði Pétur J. Eiríksson, formaður nefndar um gestalista Hörpu, við DV.is. Svona er þetta. Íslendingar ætla aldrei að átta sig á því að sumir eru merki- legri en aðrir. Þeir sem eru síður merkilegir fá að borga fyrir þá sem eru meira merkilegir. Stjórnendum helstu fjölmiðla var auðvitað boðið. Annað væri heimskulegt. Annars færu þeir bara að fjalla um hverj- um væri boðið. Davíð Oddsson hlýtur til dæmis boð. Björgólfur Guðmundsson líka. Og svo merki- legustu þingmennirnir. Þeir sem kvarta verða eflaust sakaðir um neikvæðni. Þeim verður sagt að íslenska þjóðin eigi að standa saman og sýna jákvæðni, sérstaklega þar sem Harpa er svo glæsilegt hús. Í laus- legri þýðingu: Þið almúginn eigið að brosa á meðan mektarmenn- in standa á herðum ykkar. Aðeins þannig getið þið orðið hluti af sýn- ingunni. Brosið! Hörpuelítan Svarthöfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.