Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Page 8
FIMMTUdagUr 11. dESEMBEr 20088 Fréttir
MótMæli sliga lögreglu
Undirmönnuð lögreglusveit höfuðborgarsvæðisins hefur verið undir miklu álagi undanfarið vegna tíðra mót-
mæla. Menn láta ekki hugfallast og vinna margir hverjir tvöfalt starf. Á sama tíma hrannast upp launakostn-
aður vegna útkalla hjá embættinu sem eins og svo mörg önnur á Íslandi líður fjársvelti. Ljóst er að lýðræðisleg-
ur réttur manna til mótmæla er lögreglunni dýru verði keyptur. Lýðræðið kostar segir Hörður Torfason.
Tíð mótmæli á höfuðborgarsvæð-
inu eru lögregluembættinu dýr. Í
fyrra var launakostnaður 81 prósent
af rekstrarkostnaði lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu og erfitt hef-
ur reynst að láta enda ná saman.
Víða um land hafa lögregluembætti
kvartað yfir fjársvelti og mikill nið-
urskurður átt sér stað.
Þegar fjöldamótmæli eiga sér
stað þarf lögreglan að kalla út fjöl-
marga lögreglumenn á yfirvinnu-
launum til að mæta ástandinu.
Mikið álag er á lögreglusveit höf-
uðborgarsvæðsins en þar veigra
menn sér ekki við að vinna tvöfalda
vinnu. Nú er svo búið að upp hafa
komið fjölmörg tilvik í kringum
mótmælin sem ekki hafði verið gert
ráð fyrir og kostnaðurinn sem af því
hlýst er talsverður.
Gríðarlegur kostnaður
Lögreglumaður í útkalli er með
þrjú þúsund krónur á klukkutím-
ann í yfirvinnu. Ákveðinn fjöldi
manna þarf að vera til staðar þeg-
ar tilefni er til eins og við mótmæl-
in undanfarið. Heimildarmaður
sem DV ræddi við og þekkir vel til
innan lögreglunnar sagði óhætt að
áætla að kostnaðurinn geti numið á
bilinu hálfri milljón og allt að einni
milljón á dag. Hann segir fjárþurfa
lögregluembætti muna um slíkan
aukakostnað.
Reksturinn kostar
„Allt sem lögreglan gerir kostar eins
og gefur að skilja,“ segir Stefán Ei-
ríksson, lögreglustjóri höfuðborg-
arsvæðisins, spurður um ástand-
ið. „Við erum bara að reka þetta
embætti. Viðbúnaður okkar er í
samræmi við tilefnið hverju sinni.
Stundum þarf hann að vera meiri,
stundum minni, eins og gengur og
gerist. Ég get því miður ekki gefið
skýrari svör,“ segir Stefán. Spurð-
ur um kostnað embættisins vegna
mótmælanna segist Stefán ekki
vera með neinar tölur tilbúnar í
þeim efnum.
Þreyttir en reiðubúnir
„Auðvitað er mannskapurinn
þreyttur. Við höfum líka verið sér-
lega fámenn núna þetta haustið,
það hafa verið mörg verkefni, og
mikið að gera.“ segir Geir Jón Þóris-
son yfirlögregluþjónn lögreglunn-
ar á höfuðborgarsvæðinu. Hann
segir mannskapinn hafa verið ein-
staklega jákvæðan á þessum erfiðu
tímum og hvergi kvartað. „Mann-
skapurinn kvartar ekki og það er ég
þakklátur fyrir. Menn eru alltaf
tilbúnir að koma á hvaða tíma
sem er og reiðubúnir að leggja
á sig tvöfalda vinnu. Það hefur
bjargað okkur algjörlega.“ segir
Geir Jón.
Mótmæli eiga rétt á sér
Eins og gefur að skilja þarf lög-
reglan að kalla marga lögreglu-
menn út til að sinna löggæslu við
mótmæli og þegar gamanið kárnar
og hiti hleypur í mótmælin þarf
lögreglan að geta mætt
því. Geir Jón segir
vel hafa geng-
ið að ræsa út
mannskap
en reynt
hafi verið
að halda
honum
í eins
miklu
lágmarki og mögulegt er. „Almennt
hafa mótmælin farið vel fram en
það koma upp eitt og eitt tilvik þar
sem stefnir kannski í óefni þar sem
þarf að grípa inn í,“ segir Geir Jón.
Hann bætir við að honum sýnist
lögreglan mæta skilningi á sínum
störfum, bæði hjá flestum mót-
mælendum, sem og almenningi.
„Mótmæli eiga fullan rétt á sér upp
að vissu marki.“
Lýðræðið kostar sitt
„Þetta fylgir lýðræðinu. Svona er
að vera til í því. Hvað heldur þú að
bankaútrásin hafi kostað okkur
og mistökin í pólitíkinni?“
spyr Hörður Torfason, sem farið
hefur fyrir mörgum mótmælum að
undanförnu. Hann segir lýðræðið
kosta sitt. „ Lögreglan hefur sinni
skyldu að gegna og það kostar sitt.
Þetta er réttur okkar til að mótmæla
í lýðræðisríki og ég held að þetta sé
lítill peningur fyrir þá framtíð sem
við erum að horfa fram á.“
Björn Bjarnason, dóms- og
kirkjumálaráðherra, svaraði ekki
ítrekuðum fyrirspurnum DV um
stöðu mála og hvort ríkisvaldið
hygðist á einhvern hátt aðstoða lög-
regluembættið í ljósi
þeirrar stöðu
sem upp
er kom-
in.
SiGuRðuR MikaeL jónSSon
blaðamaður skrifar: mikael@dv.is
Svara kallinu Lögreglumenn eru undir
miklu álagi þessa dagana. Fjölmörg útköll
vegna tíðra mótmæla taka á en menn
leggja á sig að vinna á við tvo. Á sama tíma
hrannast upp himinhár launakostnaður
vegna útkalla. Mynd RóbeRT ReyniSSon
NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ
DV Á DV.IS DV er
aðgengilegt
á dv.is og
kostar
netáskriftin
1.490 kr. á
mánuði
Álag Þeir tugir lögreglumanna sem annast löggæslu í kringum mótmælin hafa
lent í ýmsu undanfarna daga. Eggjum hefur verið grýtt í þá og fúkyrðum hreytt
í þá. Mynd kRiSTinn MaGnúSSon
Stoltur af sínum mönnum geir Jón
Þórisson yfirlögregluþjónn segir
mótmæli eiga rétt á sér og er
þakklátur fyrir ósérhlífni sinna manna.
Lýðræðið kostar Hörður Torfason tónlistarmaður
hefur farið fyrir mörgum mótmælum að undan-
förnu. Hann segir lögregluna hafa skyldu að gegna
en lýðræðislegur réttur manna sé að mótmæla.
„Allt sem lögreglan gerir
kostar eins og gefur að skilja.“