Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 11. desember 200816 Bækur Strandamaðurinn og Keflvíkingurinn Gunnar Þórð- arson er eitt afkastamesta tónskáld Íslands. Hann hef- ur verið lykilmaður í sumum bestu popphljómsveitum landsins svo sem Hljómum og Trúbrot. Þessi hægláti gítarleikari hefur fyrir löngu unnið hug og hjörtu þjóðar sinnar með sígildum lögum sínum og frábærum flutn- ingi. Það má því ljóst vera að ævisaga Gunnars ætti að vera mörgum fagnaðarefni. Gunnar Þórðarson hefur í gegnum tíðina verið með rólegt yfirbragð. Þessi snillingur íslenskrar popptón- listar virtist vera fjarri þeirri ímynd sem villtir poppar- ar hafa. Þannig hefði mátt ætla að hann hafi verið ró- legheitapiltur í uppvexti sínum, jafnvel nörd. En svo er ekki. Gunnar lýsir því af einlægni þegar hann og fé- lagar hans brutu rúður í skólanum sínum af einhverj- um óskiljanlegum ástæðum. Og hann segir frá því þeg- ar hann og nokkrir aðrir úr Bítlabænum Keflavík unnu í þvottahúsi herstöðvarinnar. Yfirmaður þeirra átti forláta kagga og þegar tækifæri gafst stálu starfsmennirnir, allir undir bílprófsaldri, bílnum og óku til Grindavíkur. Þegar þeir komu til baka ók Gunnar. Ekki vildi betur til en svo að lögreglan beið þeirra í Keflavík. Ævisögupersónan gaf bensínið í botn og lagði á flótta í loftköstum. Ævin- týraleg lýsing er á þeim akstri. En upp komst um kauða og þeir misstu vinnuna. Heima fyrir var þó fyrirgefning stutt undan, enda sjálfsagt að stela frá Kananum. Augljóst er að Gunnar segir sögu sína af einlægni. Hann fjallar um erfiða persónulega reynslu þegar hann eignaðist börn með tveimur stúlkum á nánast sama tíma. Spaugileg er lýsingin á því þegar foreldrar stúlku úr Búðardal komu til Keflavíkur til að ná í verðandi föð- ur í því skyni að hann gengi í hjónaband með dóttur þeirra. Þá segir frá sárri reynslu þegar í ljós kom að hann var ekki líffræðilegur faðir elsta barnsins sem hann hafði áratugum saman verið skráður fyrir. Og hann segir frá dópneyslunni í Hljómum og Trúbrot. Sem sagt virðist fátt vera dregið undan. Ítarlega er fjallað um tónlistarferilinn og ævilanga vináttu hans og Rúnars heitins Júlíussonar. Gunnar lýs- ir því þegar ágreiningur varð þeirra í milli og rof varð á vináttunni. Samam eiga þeir Rúnar mestan heiður af því að Keflavík var miðstöð íslenska poppsins og bær- inn réttnefndur Bítlabærinn. Þeir félagar eru fyrstu ís- lensku poppstjörnurnar og þær stærstu að öðrum ólöst- uðum. En þótt saga Gunnars sé í senn merkileg og góð heimild um liðna tíma er bókin ekki nógu góð. Stíllinn er á köflum stirður og það er sorglegt að ekki skyldi vera lögð vinna í að snurfusa hann. Kannski var bókin unn- in á of miklum hraða. Sláandi dæmi um slíka hnökra er að finna á blaðsíðu 134 þar sem efst á síðunni er sagt frá því að Gunnar varð gjaldþrota vegna þess að skatturinn gekk að honum. Í framhaldinu er lýst aðdraganda gjald- þrotsins. Í bókinni eru innskotsgreinar fjölda samferðamanna Gunnars sem í sumum tilvikum eru ágæt en bæta engu við í öðrum. Þá er aðeins endurtekning á því sem fram hefur komið í megintexta. Með dálítilli yfirlegu hefði mátt gera þessa bók verulega góða. Persónan stendur svo sannarlega undir því. Alvarlegt lýti á bókinni er kápan og titillinn. Hljóma- gangur, með áberandi mynd af persónunni og gítarn- um varð til þess að í fyrstu hefði mátt ætla að bókin væri nótnahefti með lögum og textum. Grafíkin er af- leit og víst að fagmennskan var ekki til staðar. Fram- an á kápunni stendur klossuðum stöfum ,,Diskur fylg- ir”. En myndin af Gunnari er góð. Auðveld lausn til að koma diskinum að var að hafa límmiða á plastinu utan um bókina. Þetta er dapurlegt vegna þess að sjálfur er Gunnar fagmaður fram í fingurgóma og einn allra besti dægurlagahöfundur Íslands. Það hefði svo sannarlega mátt gera betur við hann. Þrátt fyrir áðurnefnda ókosti við bókina er ljóst að Gunnar Þórðarson hefur lagt líf sitt á borðið. Og það er ekki svo að neinum leiðist við lesturinn. Vandinn er sá að það hefði þurft að vinna betur með efnið. Bókin var ekki tilbúin til prentunar. Hljómagangur fær tvær stjörn- ur.  reynirtraustason Hálfunnin ævisaga Hljómagangur: gunnarÞórðarson Jón HjartarsonHefði þurft að vinna bet- ur með efnið. Þrátt fyrir það leggur Gunnar líf sitt á borðið. Hljómagangur: Gunnar Þórðarson Útgefandi: Bókaútgáfan Æskan / Almenna útgáfan Fyrri dómar myrká Eftir Arnald Indriðason ódáðaHraun Eftir Stefán Mána skaparinn Eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur Vonarstræti Eftir Ármann Jakobsson skuggamyndir úrferðalagi Eftir Óskar Árna Óskarsson láruspálssonleikari Eftir Þorvald Kristinsson leitinaðbarninuígjánni Eftir Guðberg Bergsson alkasamfélagið Eftir Orra Harðarson 10ráðtilað... Eftir Hallgrím Helgason ég–efmigskyldikalla Eftir Þráin Bertelsson erla,góðaerla Eftir Erlu Bolladóttur amtmaðurinnáeinbúa- setrinu Eftir Kristmund Bjarnason dóttirmyndasmiðsins Eftir Kim Edwards fundiðfé Eftir Jens Lapidus stebbirun-annasamir dagarogögurstundir Eftir Óskar Þór Karlsson göngin Eftir Roderick Gordon og Brian Williams auðnin Eftir Yrsu Sigurðardóttur HVernigégHertókHöll saddams Eftir Börk Gunnarsson sæmirokk Eftir Ingólf Margeirsson HVertorðeratVik Eftir Þorstein frá Hamri sagamannsins blekHjarta Eftir Corneliu Funke alltfyrirandann Eftir Bjarna Guðmarsson sagaafforseta Eftir Guðjón Friðriksson æVisagaönnuáHesteyri Eftir Rannveigu Þórhallsdótt- ur maríamagdalena Eftir Þórhall Heimisson algleymi Eftir Hermann Stefánsson fíasólerflottust Eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur VatnHandafílum Eftir Söru Gruen íHúsiafamíns Eftir Finnboga Hermannsson artemisfowl tímaÞVersögnin Eftir Eoin Colfer eyjasólfuglsins Eftir Sigrúnu Eldjárn Verkalýðsfrömuðurinn, stjórnmálamaðurinn, fræðimaðurinn; maðurinn sem iðulega fór ótroðnar slóðir og lét samvisku sína ætíð ráða för. Bókin um Hrafnkel A. Jónsson er komin út holar@simnet.is Ævisaga Hljómar Gunnar ásamt félögum sínum í þessari vinsælu hljómsveit. Í bókinni segir hann meðal annars frá fíkniefnaneyslunni í bandinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.