Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Page 23
FIMMTUdagUr 11. dESEMBEr 2008 23Umræða
Hver er konan? „Hlín Helga
guðlaugsdóttir.“
Hvað drífur þig áfram? „Það eru
hugsjónir.“
Hvar ólstu upp? „Ég ólst upp í
Borgarfirði“
Hvað er uppáhaldsmaturinn
þinn? „Það er náttúrulega Fois gras
sem er gæsalifrarpaté.“
Ertu farin að undirbúa jólin? „Já,
ég er búin að gera laufabrauð og búa
til jólakort.“
Hvernig gékk hönnunin á V-
dagsbolunum í Nakta apanum?
Var afraksturinn góður? „Þetta fór
fram úr björtustu vonum og
krakkarnir voru með rosalega mikla
sköpunargleði en við völdum krakka
sem hafa áhuga á hönnun og slíku.“
Hafið þið fengið einhver
viðbrögð? „Við höfum fengið mjög
góð viðbrögð og fólk afar hrifið af því
að við skyldum ákveða að nota efnið
sem við áttum svona í ljósi erfiðra
tíma, Við ákváðum sem sagt að
endurhanna og nýta hugvitið. Það er
svo mikil orka sem býr í huga fólks
og að nota það í þágu þessa málefnis
er gott.“
Hvenær hefst sala á bolunum?
„Þeir eru komnir í Nakta apann og
verða þeir til sölu fram að jólum.
Stykkið kostar 4.500 krónur og er
enginn þeirra eins.“
Vekið þið athygli á átakinu með
einhverjum öðrum hætti? „Nei,
ekki við en þetta skiptist milli
samtaka.“
Hvað er fram undan?
„Við förum fljótlega upp úr jólum að
huga að V-deginum sem við höldum
yfirleitt snemma á árinu. Það er ekki
ólíklegt að það verði í tengslum við
Kongó en í ár erum við í samstarfi við
Unicef. Þetta er enn óákveðið en
undirbúningur fer bráðum af stað.“
Hver er draumurinn? „Ég á svo
marga drauma en einn þeirra er að
ofbeldi gegn konum linni.“
Hvað finnst þér um aðgerðirnar fyrir utan ráðHerrabústaðinn á þriðjudag?
„Eigum við ekki að segja bara að ég
myndi ekki mótmæla svona.“
HögNi JóNssoN
37 ára píparI
„Mér fannst þetta flott hjá þeim, ég
hefði gert það sama.“
ElVar örN EyþórssoN
18 ára STarFSMaðUr SHEll
„afskaplega heimskulegar, ég myndi
kjósa að kalla þetta fólk sem hefur
ekkert betra að gera í lífinu sem kemur
svona fram. Þetta er ekki leiðin til að
mótmæla.“
sVaNur sæVar lárussoN
36 ára HúSVörðUr
„Það er allt í lagi á meðan menn beita
ekki ofbeldi. Fara að mölva upp og
henda skyrdósum eða eggjum og
einhverju þá er það gengið of langt.
En friðsöm mótmæli eru bara af hinu
góða.“
FiNNur óskarssoN
64 ára STarFSMaðUr á plaNI
Dómstóll götunnar
HlíN HElga guðlaugsdóttir
vöruhönnuður er í stjórn V-
dagssamtakanna en um þessar
mundir standa samtökin fyrir átaki
gegn kynbundnu ofbeldi. í fyrradag
söfnuðust saman á þriðja tug
framhaldsskólanema til að endur-
hanna V-dagsboli sem seldir verða í
Nakta apanum fram að jólum en
ágóðinn rennur til neyðarmóttöku
vegna nauðgana á landspítalanum.
Búin að Búa til
laufaBrauð
„Ég styð þær. Það er full ástæða til að
sýna eitthvað annað heldur en bara
þessi mótmæli í orði. Og þetta mun
sennilega fara vaxandi.“
FriðJóN árNasoN
52 ára VErKEFNaSTJórI
HJá VINNUEFTIrlITI ríKISINS
Forysta Samfylkingarinnar virð-
ist hafa sagt fjölmiðlum, Alþingi
og jafnvel þorra almennings stríð á
hendur um túlkun á þeim veruleika
sem þjóðin stendur frammi fyrir eft-
ir bankahrunið.
Tökum nokkur dæmi.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-
maður Samfylkingarinnar, sat und-
ir gagnrýni þess hluta þjóðarinn-
ar sem komst fyrir í Háskólabíói og
anddyri þess 24. nóvember síðast-
liðinn. Hún setti ofan í við fund-
argesti er þeir notuðu um sig orð-
ið „þjóð“. Enginn gæti talað í nafni
þjóðarinnar. Sérhver maður gæti
aðeins talað fyrir sjálfan sig.
Þessi ummæli hennar voru ef til
vill ekki röng en óheppileg og gáfu
tilefni til hártogana.
glæpur að vita ekki
Björgvin G. Sigurðsson bankamála-
ráðherra svarar spurningum stjórn-
arandstöðunnar á Alþingi, nú síðast
í gær, meðal annars um samskipti
sín við bresk stjórnvöld og Fjármála-
eftirlitið, viðvaranir þar til bærra
manna og stofnana við aðsteðjandi
vanda bankakerfisins.
Björgvin keppist við að segja
þingheimi, fjölmiðlum og kjósend-
um að allt sé í slétt og fellt. Eng-
inn misskilningur, allir vinni verk
sín vel, enginn hafi getað sér fyrir
ósköpin sem yfir dundu. Björgvin
vill rannsaka allt og velta við hverj-
um steini , en segir það eins og hann
sé ekki meðal grunaðra heldur í liði
hinna saklausu.
Nei, hann bankamálaráðherr-
ann hafi ekkert vitað og ekkert
fylgst með fyrstu þrjá daga banka-
hrunsins. En, jú, hann og Samfylk-
ingin beri ábyrgð á Davíð Oddssyni
í Seðlabankanum.
Björgvin vill ekkert af því vita, að
einmitt þetta, að bankamálaráð-
herra þjóðar veit ekkert og er ekki
hafður með í ráðum þegar banka-
kerfi hrynur, er í sjálfu sér rík ástæða
til þess að segja af sér embætti. Fara
út í fússi og sýna heilindi og gott for-
dæmi fyrir framtíðarstjórnmál hins
nýja Íslands.
Fóstran og óvitarnir
Ágúst Ólafur Ágústsson, varafor-
maður Samfylkingarinnar, sagði
á Alþingi í gær, að meginástæðan
fyrir því hvernig komið væri lægi
hjá bönkunum sjálfum. „Það voru
þeir sem keyrðu okkur út af vegin-
um,“ sagði Ágúst Ólafur og bætti
við, að þó svo að menn yrðu að lúta
reglum væri lögreglan ekki ábyrg á
hraðakstri.
Vera má að Ágúst Ólafur sé orðinn
þreyttur á stöðugri gagnrýni almenn-
ings á mótmælafundum, í fjölmiðlum
og á Alþingi. En hann
má ekki verða
afund- inn af
þeim
sökum og koma sök á aðra eins og
börn gera oft. Árni Þór Sigurðsson,
VG, benti Ágústi Ólafi á það á Alþingi
í gær að líta á lög um ráðherraábyrgð
sem hvíla á 14. grein stjórnarskrárinn-
ar. Í tíundu grein laga um ráðherra-
ábyrgð frá 1963 segir að ráðherra sé
sekur ef „hann framkvæmir nokkuð
eða veldur því að framkvæmt sé nokk-
uð, er stofnar heill ríkisins í fyrirsjáan-
lega hættu, þótt ekki sé framkvæmd
þessi sérstaklega bönnuð í lögum,
svo og ef hann lætur far-
ast fyrir að fram-
kvæma nokkuð
það, er afstýrt gat
slíkri hættu, eða
veldur því, að
slík framkvæmd
ferst fyrir“.
Össur
Skarphéðinsson iðnaðarráðherra
hélt um Samfylkingarstjórnvölinn
innan ríkisstjórnarinnar þegar lögð
voru drög að þjóðnýtingu Glitnis án
vitundar Björgvins í lok septemb-
er. Ingibjörg Sólrún var fjarverandi
á erlendri grundu vegna veikinda.
Fengu ráðherrar Samfylkingarinnar
ekkert að vita dagana fyrir 29. sept-
ember? Ekki heldur Össur?
Nú hefur Össur upplýst að hann
hafi leynilega fært til bókar innan
ríkisstjórnarinnar að Davíð Odds-
son starfaði ekki á hans ábyrgð í
Seðlabanka Íslands. Björgvin segir
opinberlega að Samfylkingin beri
ábyrgð á veru Davíðs í bankanum.
Væri ekki ágætt að þeir vopna-
bræður Össur og Björgvin kæmu
sér saman um hvað rétt er og satt í
þessu efni?
kemur bráðum betri tíð?
Loks er það þáttur Lúðvíks Berg-
vinssonar, þingflokksformanns
Samfylkingarinnar. Efnislega notaði
hann tíma sinn gegn Atla Gíslasyni,
VG, í Kastljósi í fyrrakvöld til þess að
réttlæta verklag ríkisstjórnarinnar.
Þótt kannski væri einhver vanhæf-
ur, KPMG kannski að rannsaka sjálft
sig, ynnu samt allir dag og nótt við
að koma íslenska hagkerfinu á rétt-
an kjöl.
Eitthvað er gamalkunnugt við
alla þessa nálgun Samfylkingarinn-
ar. Eins og draugagangur úr fortíð-
inni.
Hvenær ætlar Samfylkingin að
kasta fyrir björg því seigfljótandi
valdakerfi sem hún gagnrýndi svo
ákaft í stjórnarandstöðu?
Tvö andlit Samfylkingarinnar
kjallari
svona er íslanD
1 Jessica Biel strippar-myndir
Ein kynþokkafyllsta leikkona heims leikur
fatafellu í nýjustu kvikmyndinni sem hún
leikur í og fækkar þar fötum í meiri mæli
en hún hefur áður gert.
2 oprah er 100 kíló
Sjónvarpsþáttastjarnan er búin að tapa
stríðinu við aukakílóin – allavega í bili.
3 Flóðgáttir spillingar
lögfrótt fólk sem dV ræddi við óttast að
flóðgáttir spillingar opnist ef það fær
staðist að skilanefndir geti staðið í vegi
fyrir því að skattrannsóknastjóri fái gögn
um starfsemi íslenskra félaga í
lúxemborg.
4 ríkisforstjórar á ofurlaunum
Friðrik Sophusson, forstjóri landsvirkjun-
ar, er á nær tvöfalt hærri launum en
forsætisráðherra.
5 Handtekinn fyrir að
stela eigin bíl
lögreglumenn í detroit í Bandaríkjunum
stöðvuðu mann á sjötugsaldri fyrir að
keyra um á stolnum bíl. Hann kannaðist
ekkert við glæpinn enda á eigin bíl.
6 sérstaklega hættuleg árás
piltarnir þrír sem réðust á jafnaldra sinn í
Njarðvík verða líklega ákærðir fyrir
sérstaklega hættulega árás. Þyngsta
mögulega refsing er sextán ár.
7 lárus svarar ekki
Ekki hefur náðst í lárus Finnbogason,
formann skilanefndar landsbankans.
leitað hefur verið til skilanefndar um að
bæta Styrktarsjóði hjartveikra barna 28
milljóna króna tap vegna bankahruns.
mest lesið á dV.is
JóHaNN
HaukssoN
útvarpsmaður skrifar
Nei, hann banka-
málaráðherrann hafi
ekkert vitað og ekk-
ert fylgst með fyrstu
þrjá daga banka-
hrunsins.
maður Dagsins