Fréttablaðið - 26.01.2016, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 1 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 2 6 . J a n ú a r 2 0 1 6
Fréttablaðið í dag
fréttir Stefnt er að stofnun
meðferðarúrræðis á Íslandi fyrir
fólk í sjálfsvígshugleiðingum að
fyrirmynd samtaka á Írlandi. 4
skoðun Hilmar J. Malmquist
skrifar um fiska og vatnsafls-
virkjanir. 10-11
sport Gylfi
skorar mun
meira fyrir
Swansea utan
Wales. 12
plús 2 sérblöð
l fólk
l VörubÍlar og
VinnuVélar
*Samkvæmt prent-
miðlakönnun Gallup
apríl-júní 2015
stJórnsýsla Kólumbísk yfirvöld
hafa sent innanríkisráðuneytinu
bréf þar sem falast er eftir svörum um
það hvernig ættleiðingar til samkyn-
hneigðra fari fram hér á landi.
Engin lönd bjóða upp á ættleiðing-
ar barna, út úr fæðingarlandi þeirra,
til samkynhneigðra para. Ættleið-
ingar til samkynhneigðra eru leyfðar
hér á landi en hingað til hefur aðeins
tekist að ættleiða börn innanlands.
Kólumbíumenn spyrja meðal
annars hvort börn séu undirbúin sér-
staklega fyrir það að vera ættleidd til
samkynhneigðs pars.
Stjórnarskrárdómstóll í Kólumb-
íu úrskurðaði í nóvember að ætt-
leiðingarskrifstofur mættu ekki mis-
muna fólki á grundvelli kynhneigðar
eða kynvitundar. Kaþólska kirkjan í
Kólumbíu segir að með dóminum sé
brotið á réttindum barna.
„Eins og við lesum í þetta þá er
verið að taka einhver skref. Það
að þeir séu að spyrja er jákvætt en
það segir svo sem ekkert um fram-
haldið,“ segir Kristinn Ingvarsson,
framkvæmdastjóri Íslenskrar ætt-
leiðingar. Yfirvöld í Kólumbíu sendu
fyrirtækinu 450 blaðsíðna drög að
nýjum ættleiðingarreglum. Reglurnar
eru á spænsku og þýðingu ólokið.
Kristinn segir að í samtali við ráðu-
neytið hafi verið rætt að senda ítar-
legt svar um undirbúning ættleiðinga
og fræðslu hér á landi. „Það er alveg
skýrt að við komum ekki öðruvísi
fram við samkynhneigða en gagn-
kynhneigða.“
Kristinn segist hóflega bjartsýnn
á að þetta þýði að samkynhneigðir
hér á landi geti ættleitt börn á næst-
unni. „Það er einhver hreyfing í
heiminum og ég er bjartsýnn á að
innan tíu ára verið það í boði,“ segir
hann.
Að sögn Jóhannesar Tómassonar,
upplýsingafulltrúa innanríkisráðu-
neytisins, er ekkert sem bendir
til þess í bréfinu frá miðstjórnar-
valdi Kólumbíu að breytingar séu í
burðar liðnum. – snæ
Samkynhneigð pör líta
nú til barna í Kólumbíu
Kólumbísk yfirvöld vilja svör um hvernig ættleiðingar til samkynhneigðra fari
fram hérlendis. Dómstóll þar segir að ekki megi mismuna á grundvelli kyn-
hneigðar. Gæti orðið fyrsta landið sem býður upp á slíkar ættleiðingar hingað.
Það er alveg skýrt
að við komum ekki
öðruvísi fram við samkyn-
hneigða en gagn-
kynhneigða.
Kristinn Ingvarsson,
framkvæmdastjóri
Íslenskrar ætt-
leiðingar
14
börn hafa verið ættleidd til
Íslands frá Kólumbíu frá
2003.
kVikMyndagerð Jóhannes Haukur
Jóhannesson hefur klófest hlutverk
í nýjustu kvikmynd Hollywood-
leikstjórans Alberts Hughes, The
Solutrean.
Tökur hefjast fljótlega í Kanada.
Landslagsefni verður tekið upp á
Íslandi.
Leikaralistinn í heild hefur ekki
verið birtur en staðfest er að Kodi
Smit-McPhee, sem getið hefur sér
gott orð fyrir leik í myndum eins
og Rise of the Planet of the Apes og
The Road, sé í hópnum. Auk þess fer
hann með eitt af aðalhlutverkum í
nýjustu X-Men myndinni.
Jóhannes kveðst alsæll. „Það er
frábært að geta ferðast um heiminn
og unnið með nýju og ólíku fólki.
Fólki sem maður myndi annars
aldrei hitta á lífsleiðinni.“
– gjs / sjá síðu 22
Jóhannes verður
í nýrri stórmynd
Alberts Hughes
Jóhannes Haukur Jóhannesson
Það er
frábært
að geta ferðast
um heiminn og
unnið með nýju
og ólíku fólki.
Jóhannes Haukur
Jóhannesson,
leikari
Daginn eftir bylinn Borgarbúi í New York fetaði í gær snjóinn sem náði um hálfs metra dýpt eftir mikla ofankomu á sunnudag. Mikið snjóaði um alla
austurströnd Bandaríkjanna og lést 31, hið minnsta. Flestir skólar og opinberar skrifstofur í Washington-borg voru lokuð í gær. NordicpHotos/AFp
DJASS
Á SUNNUDÖGUM
YFIR BRÖNS OG KVÖLDVERÐ
9 RÉTTIR Á
3.690 KR.
HELGARBRUNCH
2
5
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:3
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
4
3
-C
A
2
8
1
8
4
3
-C
8
E
C
1
8
4
3
-C
7
B
0
1
8
4
3
-C
6
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
6
4
s
_
2
5
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K