Fréttablaðið - 26.01.2016, Blaðsíða 4
Heilbrigðismál Fyrir tíu árum stofn-
aði Joan Freeman samtökin Pieta
House á Írlandi. Það gerði hún eftir
að systir hennar féll fyrir eigin hendi.
Freeman sá að engin úrræði voru fyrir
fólk í sjálfsvígshugleiðingum á Írlandi
og að vandinn væri tabú í samfélaginu.
Í Pieta House starfa sálfræðingar
sem bjóða þeim, sem hafa reynt sjálfs-
víg eða hugleiða það, meðferð. Einn-
ig stendur stofnunin fyrir vitundar-
vakningu, kennslu og rannsóknum
um sjálfsvíg. Stofnunin er rekin með
frjálsum fjárframlögum og söfnunum.
Freeman hélt erindi um stofnun og
markmið samtakanna á Íslandi í gær.
Ástæðan er sú að Hugarafl og Lifa, sam-
tök aðstandenda eftir sjálfsvíg, hafa
stofnað samtökin Pieta Ísland. Mark-
miðið er að setja á stofn sambærilega
stofnun og á Írlandi.
„Næsta skref er að fara í fjáröflun.
Við viljum helst opna í dag en fyrst
þarf að fá fjármagn,“ segir Auður
Axelsdóttir, forstöðumaður Hugarafls.
„Við viljum taka upp aðferðir og hug-
myndafræði Pieta á Írlandi enda hefur
árangurinn verið mjög góður.“
Auður segir mikla þörf fyrir bætt
úrræði vegna sjálfsvíga á Íslandi. Pieta
muni bjóða meðferð í heimilislegu
umhverfi án þess að vandinn sé sjúk-
lingavæddur. „Ég hef unnið í geðgeir-
anum í rúm tuttugu ár og við erum
ekki að gera nógu vel í þessum mála-
flokki. Það er bara staðreynd.“
Með Pieta verður tekið betur utan
um málaflokkinn í heild. Fyrir utan sál-
fræðimeðferðir standa samtökin fyrir
herferðum og halda utan um rann-
sóknir. Áhersla er á að ekki sé hægt að
búast við að manneskja í mikilli neyð
leiti sér sjálf hjálpar. Virkja þurfi sam-
félagið; vinnufélaga, vini, skólafólk og
aðila innan íþróttahreyfinga til að læra
að þekkja einkennin.
„Þá er hægt að bregðast við fljótt,
til dæmis með því að panta tíma hjá
okkur. Fjölskyldan ber þetta oft ein en
fjölskyldan verður líka oft samdauna
vandanum og gerir sér ekki grein fyrir
hættumerkjunum,“ segir Auður.
erlabjorg@frettabladid.is
NÁNAR Á UU.IS
MADONNA ÍTALÍU
Næstu brottfarir 13., 20. & 27. feb.
ÖR
FÁ
SÆ
TI
LA
US
Dómsmál Íslenskur karlmaður játaði
í gær að hafa orðið manni á sextugs-
aldri að bana í október síðastliðnum.
Játningin kom fram við þingfestingu
málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Atvikið átti sér stað á búsetukjarna
fyrir geðfatlaða við Miklubraut í
Reykjavík. Manninum er gert að
sök að hafa veist að hinum látna og
stungið hann 47 sinnum vítt og breitt
um líkamann. Hnífurinn fór meðal
annars í gegnum hjarta og lifur.
Maðurinn hefur verið metinn
ósakhæfur. Ríkissaksóknari hefur
farið fram á annað mat á sakhæfi
mannsins. – snæ
Játaði morð á
Miklubraut
Betri loðnuvertíð skýrir aukninguna að
mestu. Mynd/ksh
sjávarútvegur Fiskimjölsverk-
smiðjurnar þrjár sem Síldarvinnslan
á og rekur í Neskaupstað, á Seyðis-
firði og í Helguvík tóku á síðasta ári
á móti rúmlega 263 þúsund tonnum
af hráefni. Í sömu röð unnu verk-
smiðjurnar úr 145.911 tonnum;
73.928 tonnum og 43.656 tonnum.
Á árinu 2014 tók verksmiðjan í Nes-
kaupstað á móti 110.215 tonnum af
hráefni, verksmiðjan á Seyðisfirði
24.283 tonnum og verksmiðjan í
Helguvík 27.273 tonnum.
Á árinu 2014 var móttekið hrá-
efni þeirra því tæplega 162 þúsund
tonn. Helsta ástæða aukningarinnar
er sú að loðnuveiðin var mun meiri
árið 2015 en 2014. Framleiðsla
verksmiðjanna þriggja á mjöli og
lýsi nam 52.294 tonnum af mjöli og
14.619 tonnum af lýsi. – shá
Unnu úr 263.000
tonnum af fiski
Safna fyrir sjálfsvígsmiðstöð
Stefnt er að stofnun meðferðarúrræðis fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum að fyrirmynd samtaka á Írlandi.
Kona sem hefur reynt sjálfsvíg segir spítalavist og lyf ekki leysa vandann. Bjóða þurfi upp á meira samtal.
sjálfsvígstíðni á Íslandi er með þeirri hærri í heiminum. Árið 2014 frömdu 49 manns sjálfsvíg. nordicPhotos/Getty
Næsta skref er að
fara í fjáröflun. Við
viljum helst opna í dag en
fyrst þarf að fá
fjármagn.
Auður Axelsdóttir,
forstöðumaður
Hugarafls
Sigrún Halla Tryggvadóttir var lögð
fyrst inn eftir sjálfsvígstilraun þegar
hún var 22 ára gömul. Hún fagnar
stofnun Pieta á Íslandi enda hafi hún
fundið á eigin skinni að úrræðaleysi í
íslensku heilbrigðiskerfi sé algjört. Alls
fór hún fjórum sinnum inn á geðdeild
og var aldrei lengur en fjóra daga inni.
„Af því að ég leit út fyrir að hafa allt
á hreinu á yfirborðinu þá var sagt að
ég gæti alveg farið heim, því ég væri
svo skynsöm. Þá var ég send heim
með lyf. Svo sat ég heima og beið
þess að lyfin létu mér batna. Auðvitað
batnaði mér ekki þannig,“ segir Sigrún.
Vandi Sigrúnar var ekki tekinn nægi-
lega alvarlega og í raun gerði hún sér
ekki sjálf grein fyrir alvarleikanum.
„Ég var fullviss um að ég væri bara
aumingi. En í raun er fólk sem reynir
sjálfsvíg bara venjulegt fólk að ganga í
gegnum tilfinningalega krísu. Spítalar
eru fyrir sjúklinga – þar eru læknar í
hvítum sloppum á kontórnum og svo
við sjúklingarnir. Það sem Pieta mun
bjóða upp á er mun aðgengilegra,
fólk er ekki
gert að
sjúklingum
og fær
meðferð
við vand-
anum.“
Send heim með lyf
200-300
reyna sjálfsvíg eða að skaða
sjálfa sig í hverjum mánuði
á Íslandi.
Heilbrigðismál Meðalaldur sér-
greinalækna sem starfa samkvæmt
rammasamningi við Sjúkratrygg-
ingar Íslands er 57,5 ár. Elsti sér-
greinalæknirinn er 78 ára gamall
en sá yngsti er 36 ára. Fimmtungur
allra lækna með rammasamning við
Sjúkratryggingar hefur náð 67 ára
aldri.
Fram kemur hjá Sjúkratryggingum
að 347 læknar séu með ramma-
samning við stofnunina um ýmsa
heilbrigðistengda þjónustu. Af þeim
eru 70 yfir 67 ára aldri. Dæmi eru um
að læknar hefji störf í einkageiranum
eftir að þeir hafa náð ellilífeyrisaldri
hjá hinu opinbera. 38 barnalæknar
eru með rammasamning við ríkið
og eru þeir fjölmennasta stétt lækna
með sérsamning.
Arna Guðmundsdóttir, formaður
Læknafélags Reykjavíkur, segir þenn-
an háa aldur umhugsunarverðan.
„Um áramótin var lokað fyrir
nýliðun í stétt sérgreinalækna með
rammasamningi við Sjúkratrygg-
ingar. Þessar tölur staðfesta að sú
ákvörðun er ekki til hagsbóta fyrir
heilbrigðiskerfið,“ segir Arna. „Við
þurfum að fá inn nýja þekkingu með
yngri læknum sem koma til starfa
eftir sérnám erlendis.“
Af 347 sérgreinalæknum sem eru
með rammasamning við ríkið eru
um 140 þeirra eingöngu starfandi
sem sjálfstæðir sérgreinalæknar en
um 200 þeirra eru einnig í vinnu
annars staðar, langflestir þeirra við
Landspítalann eða aðrar heilbrigðis-
stofnanir á vegum hins opinbera.
Fréttablaðið greindi frá því í síð-
ustu viku að útgjöld Sjúkratrygginga
til sérgreinalækna í einkaþjónustu
hefðu þrefaldast síðan 1997. – sa
Fimmtungur starfandi sérgreinalækna orðinn 67 ára eða eldri
Pieta House var stofnað fyrir tíu árum
70 komu í meðferð til Pieta House fyrsta starfsárið.
6.000
komu í meðferð í fyrra.
430.000
mættu í gönguna í fyrra.
400 mættu í fyrstu vitundar-vakningar-
göngu Pieta
House.
Ég var
fullviss
um að ég væri bara
aumingi.
Sigrún Halla
Tryggvadóttir
lanDbúnaður Nýr plöntusjúk-
dómur hefur greinst á Íslandi.
Skaðvaldurinn er baktería sem
barst til landsins með innflutningi
á rósagræðlingum. Bakterían herjar
á ýmsar plöntutegundir og getur
valdið miklum afföllum í m.a. kart-
öflu- og tómatarækt.
Í kjölfar greiningarinnar greip
Matvælastofnun til varúðarráðstaf-
ana, í samráði við ræktanda og Ráð-
gjafarmiðstöð landbúnaðarins, til
að hefta útbreiðslu smits og standa
vonir til þess að tekist hafi að upp-
ræta sjúkdóminn.
Í frétt Matvælastofnunar segir að
undir lok síðasta árs hafi komið upp
sjúkdómur í rósaplöntum í gróður-
húsi á Suðurlandi. Við nánari rann-
sókn greindist bakteríutegundin
Ralstonia í rósunum og er það í
fyrsta sinn sem bakterían greinist á
Íslandi. Hún barst til landsins með
innflutningi á rósagræðlingum frá
Hollandi síðasta sumar. Í Hollandi
varð fyrst vart við sjúkdóminn í
september – þegar voru gerðar ráð-
stafanir þar og eru ekki taldar líkur á
að sjúkdómurinn hafi borist hingað
með fleiri sendingum.
Þessi bakteríutegund er skil-
greind sem skaðvaldur hér á landi.
Kartafla er helsti hýsill bakteríunn-
ar en hún getur einnig sýkt aðrar
plöntur. Sýkingin lýsir sér þannig
að leiðslukerfi plöntunnar stíflast
af bakteríunum og laufblöð byrja
að visna neðst á sýktum plöntum og
færist sýkingin svo ofar með þeim
afleiðingum að plantan veslast upp.
Matvælastofnun greip til varúðar-
ráðstafana og lagði fram áætlun, í
samráði við ræktanda og Ráðgjafar-
miðstöð landbúnaðarins, til að
uppræta sjúkar plöntur og hindra
frekari dreifingu. – shá
Áður óþekktur skaðvaldur í rósum
helsti hýsillinn er kartöflur en tómataplöntur eru einnig viðkvæmar. fréttaBlaðið/rósa
Við þurfum að fá
inn nýja þekkingu
með yngri
læknum.
Arna Guðmunds-
dóttir, formaður
Læknafélags
Reykjavíkur
2 6 . j a n ú a r 2 0 1 6 Þ r i ð j u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
2
5
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:3
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
4
3
-E
2
D
8
1
8
4
3
-E
1
9
C
1
8
4
3
-E
0
6
0
1
8
4
3
-D
F
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
2
5
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K