Fréttablaðið - 26.01.2016, Blaðsíða 14
Þegar ég fór að
skoða þessa hluti
ofan í kjölinn stóð mér
hreint ekki á sama og því
má kalla þetta forvarnar-
fyrirlestrur.
Una Emilsdóttir
Fólk er kynningarblað sem
býður auglýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í
blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Umsjónarmenn
efnis: Sólveig gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351, Vera einarsdóttir,
vera@365.is, s. 512 5357 | Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447,
Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage,
johannwaage@365.is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
NÝ
TEGUND
NÝJAR
UMBÚÐIR
TILBOÐ
HIÐ SÍVINSÆLA BÚRFELLS BEIKON ER
KOMIÐ Í NÝJAR BRAKANDI FERSKAR UMBÚÐIR
SEM BERA KEIM AF VILLTA VESTRINU.
ÞEIR HUGUÐU GETA NÚ PRÓFAÐ NÝJA
BÚRFELLS BBQ CHILI BEIKONIÐ.
2x15
365.is Sími 1817
Hæfileikafólk stígur á sviðið þegar einn stærsti sjónvarpsviðburður
ársins fer í loftið í janúar. Fylgstu með Ísland Got Talent frá byrjun.
FYLGSTU MEÐ FRÁ BYRJUN
ÍSLAND GOT TALENT
HEFST AFTUR
HEFST 31. JANÚAR
„Í einfaldaðri mynd ætti að borða það sem kemur upp úr sjónum, upp úr jörðinni og
vex niður af trjánum,“ segir Una MYND/VILHELM
Una varð fyrir ákveðinni hugljóm
un fyrir ári þegar hún hlýddi á
fyrir lesarann Marcus Frauderman
sem hefur ferðast um allan heim
og safnað upplýsingum um tengsl
mataræðis og umhverfis við krón
íska sjúkdóma.
„Ég lærði mikið af honum og
langaði að koma upplýsingunum
áfram. Ég stóð mig að því að taka
ættingja og vini afsíðis og segja
þeim allt af létta en fékk svo tæki
færi til að halda fyrirlestur í Lif
andi markaði í júní í fyrra. Áhug
inn lét ekki á sér standa og síðan
hef ég fengið fjölda fyrirspurna.
Fyrir skömmu var svo haft sam
band við mig frá Gló og ég beðin
um að endurtaka leikinn. Ég sló til
og á hálfum degi höfðu 200 manns
boðað komu sína,“ upplýsir Una og
segir fólk greinilega þyrsta í upp
lýsingar um hvað það er sem herj
ar á ónæmiskerfið og veldur veik
indum og hvað er hægt að gera til
að fyrirbyggja þau.
En af hverju veikjumst við?
„Fyrir því eru fjölþættar ástæð
ur. Það er herjað á okkur úr öllum
áttum. Mengun í lofti, óhollt matar
æði og eiturefni í matvælum ásamt
efnum sem komast inn í gegnum
húðina hafa öll sitt að segja,“ segir
Una.
Mikil umræða hefur til dæmis
verið um óæskileg áhrif sykurs
en vitað er að krabbameinsfrum
ur þrífast á sykri og kolvetnum.
„Sykur var munaðarvara á árum
áður og hans neytt í mjög litlu
magni. Í dag vitum við að hann er
í raun eitur sem ætti eftir fremsta
megni að forðast. Þá er það því
miður svo að mikið af því græn
meti og ávöxtum sem við borðum
er sprautað með eitri. Eins hafa
plastílát sem við geymum matinn
okkar í mörg hver að geyma hættu
leg efni. Þá verður uppgufun frá
húsgögnum og málningu auk þess
sem hinar ýmsu snyrtivörur inni
halda óæskileg efni svo dæmi séu
nefnd. Þegar ég fór að skoða þessa
hluti ofan í kjölinn stóð mér hreint
ekki á sama og því má kalla þetta
forvarnarfyrirlestur,“ segir Una.
Hún segir fólk þurfa að gæta að
því sem það setur ofan í sig. „Það
er ekki hægt að svindla á líkam
anum. Við erum stöðugt að mynda
nýjar frumur og það sem við setj
um ofan í okkur og tökum inn er
það sem líkaminn hefur að vinna
úr. Óæskileg efni setjast fyrir í lík
amanum og í kjölfarið geta sjúk
dómar myndast.“
Una hefur hlýtt á fjölda krabba
meinslækna víðs vegar um heim
og allir eru þeir sammála um að
ekki dugi að dæla einungis lyfjum
í þá sem veikjast. „Við þurfum að
fara til baka og fá fólk til að skilja
samhengið.“ Una segir því miður
allt of mikið um að fólk hugsi ekki
út í tengsl mataræðis, umhverfis
þátta og myndunar sjúkdóma.
„Það er mikil áhersla á að vera í
góðu formi og líta vel út en minna
hugsað um raunverulegt heil
brigði. Fólk setur samasemmerki
á milli þess að vera grannur og
heilbrigður en það er ekki endi
lega raunin og margir eru á villi
götum og telja sig kannski vera
að gera sér gott með því að fá sér
orkustykki með kókos í stað súkk
ulaðis svo dæmi sé nefnt.“
En hvað á til bragðs að taka?
„Í einfaldaðri mynd ætti að borða
það sem kemur upp úr sjónum, upp
úr jörðinni og vex niður af trján
um. Því miður eru þessar afurð
ir þó oft mengaðar af eiturefnum
en sem betur fer hefur orðið mikil
vakning í lífrænni ræktun.
Þá ætti fólk að hugsa út í
vinnslu og geymsluaðferðir og
vera gagnrýnið á það sem verið
er að reyna að selja því. Gott er
að reyna að gera sér í hugarlund
hversu mikið er búið að vinna við
komandi vöru og hvað hún hefur
farið í gegnum margar hendur.
Viðmiðið ætti að vera að byggja
sig upp með eins hreinum afurð
um og mögulegt er.“
Una er að hefja síðasta árið í
læknisfræðinni í vor. „Ég er ekki
búin að taka endanlega ákvörðun
um hvaða sérhæfingu ég ætla að
velja. Ég veit þó að ég vil hjálpa
fólki að fyrirbyggja sjúkdóma með
heilbrigðu daglegu lífi.“
Fyrirlesturinn, sem ber yfir
skriftina Ábyrgjumst eigin heilsu,
verður haldinn á Gló í Fákafeni.
Hann hefst klukkan 17.30 og stend
ur til 19. vera@365.is
að taka ábyrgð á
eigin heilSu
Una Emilsdóttir, læknanemi við Kaupmannahafnarháskóla, heldur
fyrirlestur á Gló á fimmtudag um hvernig taka megi ábyrgð á eigin
heilsu og fyrirbyggja króníska sjúkdóma. Hún mun meðal annars fjalla
um þarmaflóruna og ónæmiskerfið og tenginguna við krabbamein.
2 FÓLK Heilsa 26. janúar 2016
2
5
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:3
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
4
3
-D
D
E
8
1
8
4
3
-D
C
A
C
1
8
4
3
-D
B
7
0
1
8
4
3
-D
A
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
6
4
s
_
2
5
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K