Fréttablaðið - 26.01.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.01.2016, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Sú ákvörðun að styðja áframhaldandi viðskipta­þvinganir vestrænna ríkja gagnvart Rússlandi er afar þýðingarmikil. Ísland grípur til aðgerða, eins og viðskiptaþvingana, með öðrum ríkjum þegar framin eru svo alvarleg brot á alþjóðalögum og sátt­ málum, sem innlimun Krímskaga og hernaðurinn í Úkraínu eru. Ríki hafa yfir fáum öðrum úrræðum að ráða gagnvart hinum brotlega en viðskiptaþving­ unum ef ekki á að beita vopnavaldi. Við getum að sjálfsögðu ekki talað tveimur tungum hvað varðar virðingu okkar fyrir alþjóða­ lögum. Sem smáríki byggjum við afkomu okkar að miklum hluta á fiskveiðum og eigum því allt undir því að alþjóðalög og sáttmálar séu virtir. Það er alveg ljóst að Rússar fylgjast vel með fram­ gangi þessara mála og umræðunni hér á landi um þessi mál. Þeir vilja að sjálfsögðu mikið til vinna svo reka megi fleyg í samstöðu vesturveldanna í þessu máli og það má ekki með nokkru móti gerast. Það hefur verið kjarni utanríkisstefnu Íslands í áratugi að eiga samvinnu og samleið með vest­ rænum lýðræðisríkjum, enda hefur það margoft sýnt sig að þar er hagsmunum okkar best borgið og þar erum við í hópi þjóða sem við getum borið okkur saman við þegar kemur að mikilvægum lýð­ ræðislegum gildum. Hvernig getum við ætlast til þess, ef við segðum nú skilið við bandamenn okkar í aðgerðum þeirra gegn einhverjum alvarlegustu atburðum í utanríkismálum Evrópu um áraraðir, að þeir komi okkur til aðstoðar ef á okkur er ráðist? Hvað er rétt að gera og hvar liggja mikilvægustu hagsmunir okkar? Svarið er augljóst í mínum huga. Við verðum að sjálfsögðu að taka hagsmuni, svo sem öryggi lands og þjóðar, fram yfir viðskiptahagsmuni, þrátt fyrir að það sé auðvitað bölvað að missa tekjur á Rússlandsmarkaði. En það ber að hrósa íslenskum sjávarútvegsfyrir­ tækjum fyrir dugnað við að finna nýja markaði fyrir þær vörur sem sem áður voru seldar til Rússlands, og laga sig þannig að breyttum aðstæðum. Um utanríkismál Við verðum að sjálfsögðu að taka hagsmuni, svo sem öryggi lands og þjóðar, fram yfir viðskipta- hagsmuni. Elín Hirst alþingismaður Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Finndu okkur á facebook Gæði og g læsileiki e ndalaust ú rval af há gæða flísu m Forsætisráðherra vill taka yfir lóð Land­stólpa á Hafnartorgi fyrir Stjórnarráðið. Lóðin hefur verið töluvert til umræðu eftir að hafnargarður fannst við Austurbakkann sem síðar var friðlýstur eftirminnilega. Á endanum var samið við byggingaraðilann um að hafnargarðurinn yrði geymdur í bílakjallara. Fyrirhugað var að byggja þar sjö hús sem fengist hafði grænt ljós fyrir hjá skipulagsyfirvöldum Reykja­ víkurborgar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for­ sætisráðherra kom fram í fjölmiðlum og sagði að ef byggt yrði með þeim hætti sem dregið hefði verið upp, „yrði það líklega seinna álitið mesta skipulagsslys í miðbæ Reykjavíkur í seinni tíð og jafnvel alla tíð“. Í síðustu viku upplýsti ráðherra um vilja til að taka lóðina yfir með makaskiptum, þannig að Landstólpi fengi í staðinn lóð á Skúlagötu þar sem staðið hefur til að byggja fyrir Stjórnarráðið. Hönnun á Hafnartorgi verður endurskoðuð í samráði við ráðuneytið. Forsætisráðherra vill minnka byggingamagnið á lóðinni, finnst það allt of mikið. Um verði að ræða „arkitektúr sem gæti átt heima á póstkorti frá Reykja­ vík“. Til stendur að koma með drög að nýju húsnæði á næstu tólf vikum, eins raunhæft og það nú er. Skipulagsmál og arkitektúr eru svolítið eins og val á maka, sitt sýnist hverjum – óútskýranlegur smekkur ræður. Það sem einum finnst frábært finnst öðrum ömurlegt. En einhvern veginn passar sumt bara – annað ekki. Þar að baki liggja fræðilegar skýringar sem ólærðir eiga bágt með að átta sig á. Það sem liggur fyrir er staðfest skipulag þar til bærra yfirvalda Reykjavíkur á svæðinu. Hönnun húsanna sem þarna eiga að rísa er lokið og framkvæmdir að hefjast. Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar verður ekki breytt svo glatt, og samningar um kaup á lóðum breyta því ekki. Og skipulagið segir til um nákvæm­ lega hvaða starfsemi á að vera í húsunum. Þriðjungur húsnæðisins á að innihalda íbúðir, þriðjungur skrif­ stofur og þriðjungur verslanir. Ólíklegt verður að telja að ráðherra sjái fyrir sér að vera með Stjórnarráðið á skrifstofum milli hæða hjá 10­11 verslunum og heim­ ilum, þó ekki sé hægt að slá það út af borðinu. Auk þess má spyrja sig hversu mikil miðbæjarprýði það er að vera með skrifstofuhúsnæði þar sem ljósin slokkna upp úr fjögur á degi hverjum og skellt er í lás í miðjum miðbænum. Sigmundur sagði á þingi í gær að málið væri aðeins til umræðu milli ráðuneytisins og Landstólpa. Menn væru opnir fyrir því að skoða ólíkar leiðir, hvort sem hann var þá að vísa til uppbyggingarinnar eða annars. Afskipti forsætisráðherra af skipulagsmálum í Reykjavík eru umhugsunarverð. Í stjórnarskránni er mælt fyrir um að sveitarfélög skuli ráða málefnum sínum sjálf. Forsætisráðherra, eins valdamikill og hann er, á og má ekki hafa nein völd yfir skipulags­ málum Reykjavíkur. Sama hversu mikinn áhuga hann hefur á þeim. Vilji hann hafa eitthvað um þau mál að segja væri réttast fyrir hann að bjóða sig fram til borgarstjórnar. Eða þá allavega flytja suður og hafa áhrif með atkvæði sínu. Miðbæjarprýði Ólíklegt verður að telja að forsætisráð- herra sjái fyrir sér að vera með Stjórnarráðið á skrifstofum milli hæða hjá 10-11 verslunum og heimilum, þó ekki sé hægt að slá það út af borðinu. Áróður eða upplýsingar? Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir skriflegu svari frá Sig- mundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um útlagðan kostnað vegna auglýsinga ríkis- stjórnarinnar sem birst hafa í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Ríkisstjórnin hefur verið ansi iðin við það að koma upplýsingum á framfæri með íburðarmiklum hætti, til að mynda með blaða- mannafundum í Hörpu. Mikil- vægt er að ríkisstjórnir hvers tíma komi upplýsingum skilmerkilega til almennings en vanda verður til verka svo að almenningur fari ekki að greiða undir kosninga- áróður valdhafa. Hin raunverulegu fórnarlömb Þorsteinn Sæmundsson, þing- maður Framsóknarflokks- ins, hefur réttmætar áhyggjur af starfsemi kampavínsklúbba á Íslandi. „Ég hef haft spurnir af því að menn hafi verið féflettir á slíkum stöðum,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Ótækt er að hér á landi sé starfrækt starfsemi sem féfletti fólk en Þorsteinn hefði eflaust betur gert hinum raun- verulegu fórnarlömbum hærra undir höfði. Greiningardeild ríkis- lögreglustjóra gaf út í fyrra skýrslu þar sem segir: „Oft er þar um erlendar stúlkur að ræða en ekki liggja nægar upplýsingar fyrir um hvort þær séu fluttar inn nauð- ugar eða hindraðar í að ferðast um frjálsar.“ stefanrafn@frettabladid.is 2 6 . j a n ú a r 2 0 1 6 Þ r I Ð j U D a G U r10 s k o Ð U n ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð SKOÐUN 2 5 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 4 4 -0 5 6 8 1 8 4 4 -0 4 2 C 1 8 4 4 -0 2 F 0 1 8 4 4 -0 1 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.