Fréttablaðið - 26.01.2016, Blaðsíða 22
Knattspyrnumaðurinn og þjálfar-
inn litríki, Ólafur Þórðarson frá
Akranesi, hefur nánast allan starfs-
feril sinn unnið hjá fjölskyldufyrir-
tækinu Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórð-
arsonar sem er með höfuðstöðvar í
heimabæ hans, Akranesi.
Fyrirtækið, sem yfirleitt geng-
ur undir nafninu ÞÞÞ, sinnir fjöl-
breyttum verkefnum á sviði flutn-
inga og uppskipunar auk fjölda
annarra verkefna og segist Ólafur
hafa nánast byrjað að starfa þar frá
því hann hóf að labba. „Ég spilaði
í Noregi sem atvinnumaður í fót-
bolta árin 1989-1992 en hafði starf-
að við fjölskyldufyrirtækið
áður en ég fór út og svo eftir
að ég kom heim nokkrum
árum síðar. Og hér er ég
enn. Það lá nú alltaf bein-
ast við að ég hæfi störf
hér enda nánast neyddur
til þess að vinna hér
sem krakki!“
Starfið er
ansi fjölbreytt
að sögn Ólafs.
„Hér ræðst
maður bara í
öll þau verk-
efni sem
falla til.
Við flytj-
um allt
milli
him-
ins og
jarð-
ar um
land
allt. Ég vinn mikið á stórum krana-
bíl, við flytjum töluvert mikið af
bátum norður í land og á Vestfirð-
ina. Einnig keyrum við flutninga-
bíla milli Akraness og Reykjavík-
ur, vinnum við losun með lyfturum
og fleira. Verkefnin er mörg og fjöl-
breytt hér.“
Starfið hefur breyst
Starf hans hefur breyst frá því
hann var ungur maður og spil-
aði fótbolta. Hann segir ekki allt-
af hafa verið auðvelt að sameina
þetta tvennt. „Þetta var nú kannski
ekki draumastarfið á meðan ég
spilaði fótbolta á þessum árum
en hafðist svo sem. Starfið
var öðruvísi á þessum árum
og miklu erfiðari vinna lík-
amlega. Í dag er þetta að
mestu breytt og nú eru
flestir bílar losaðir og lest-
aðir með lyfturum og öðrum
hjálpartækjum.“
En starfið hafði líka sína
kosti fyrir fótboltamanninn og
seinna þjálfarann. „Þar sem
maður er oft einn á ferðinni
gafst mikill tími til að hugsa um
fótboltann og það gerði maður
raunar allan daginn. Hugur-
inn var miklu meira við fótbolt-
ann en nokkru sinni starfið sem
vöruflutningabílstjóri. Seinna
meir þegar ég hóf að þjálfa gafst
góður tími til að fara í gegnum
hlutina, til að hugsa um hvað
maður ætlaði sér að gera og
hvernig útfærslan yrði.“
Dæmigerður vinnudagur er
langur hjá Ólafi. „Ég er mættur á
stöðina kl. 7 á morgnana en reyni
að klára öll verk fyrir kl. 16.30. Þá
tóku við æfingar og seinna meir
þjálfun. Dagarnir geta því orðið
nokkuð langir hjá mér.“
Ágætis þjálfun
Þrátt fyrir langa daga er oft gaman
í vinnunni að sögn Ólafs. „Verkefn-
in eru fjölbreytt og maður hittir
margt fólk út um allt land. Ég er
þó búinn að vera svo lengi í þessum
bransa að ég gæti alveg hugsað mér
að skipta um starfsvettvang. Enn
hef ég þó ekki látið verða af því en
maður er þó alltaf að spá og spek-
úlera í hinum og þessum hlutum.“
Það eru ekki margir íþróttamenn
sem vinna slík störf í dag þótt vafa-
laust finnist þeir einhverjir. „Svona
líkamleg vinna er ágætis þjálfun
fyrir íþróttafólk. Mér finnst raun-
ar synd hvað margir ungir íþrótta-
menn í dag eru líkamlega slappir á
sínum yngri árum.“
Sem fyrrverandi knattspyrnu-
maður og núverandi þjálfari er
Ólafur eðlilega spenntur fyrir EM
í fótbolta næsta sumar og spáir ís-
lenska liðinu ágætu gengi. „Ég
kemst því miður ekki á mótið sjálft
en fylgist vel með því hér heima. Ég
hef fulla trú á að liðið komist upp
úr riðlinum enda hafa strákarnir
sýnt frábæra frammistöðu í und-
ankeppninni. Lokaleikurinn gegn
Austurríki gæti jafnvel orðið úr-
slitaleikur fyrir okkar menn og þá
væri nú ekki leiðinlegt að sjá hann
í Frakklandi.“ starri@365.is
„Svona líkamleg vinna er ágætis þjálfun fyrir íþróttafólk. Mér finnst raunar synd
hvað margir ungir íþróttamenn í dag eru líkamlega slappir á sínum yngri árum,“
segir Ólafur Þórðarson. MYND/ÞÞÞ
Gafst oft tími til að hugsa um fótbolta
Ólafur Þórðarson, fyrrverandi knattspyrnumaður, hefur unnið nær alla ævi sína hjá fjölskyldufyrirtækinu ÞÞÞ á Akranesi. Verkefnin eru
fjölbreytt og ráðist er í öll þau verkefni sem til falla. Starf hans hefur breyst frá því hann var ungur maður og spilaði fótbolta.
Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is
Það er stór stund þegar þú tekur við nýju atvinnutæki sem styttir vinnudaginn
og eykur afköstin. Og okkur finnst að ánægjan eigi að endast í mörg ár. Þess
vegna er það aðalatriðið hjá Ergo að mæta þínum þörfum með faglegri ráðgjöf
og framúrskarandi þjónustu þegar kemur að fjármögnun atvinnutækja.
Við fjármögnum flest
milli himins og jarðar
Vörubílar oG ViNNuVélar Kynningarblað
26. janúar 20166
2
5
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:3
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
4
4
-0
0
7
8
1
8
4
3
-F
F
3
C
1
8
4
3
-F
E
0
0
1
8
4
3
-F
C
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
2
5
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K