Fréttablaðið - 26.01.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.01.2016, Blaðsíða 12
SWANSEA CITY LIVERPOOL EVERTON MANCHESTER UNITED WIGAN LONDON NEWCASTLE UNITED ASTON VILLA WEST BROMWICH ALBION SOUTHAMPTON 5 1 1 1 1 1 4 2 2 1 Í dag 19.40 Liverpool - Stoke Sport & 2 Nýjast Umfangsmikil söfnun og skráning persónuupplýsinga fer fram hjá stofnunum hins opinbera, fyrir- tækjum á almennum markaði, verslunum, þjónustuaðilum og fleirum. Slík skráning getur verið nauðsynleg fyrir einstaklinga, en hún getur einnig farið fram án vitundar þeirra og vilja. Með aukinni skráningu persónuupplýsinga eykst hættan á því að misfarið sé með þessar upplýsingar – eru lög og reglur hér nægilega skýrar? Hvað má og hvað ber að varast? Hvaða þýðingu hafa nýlegar dómsúrlausnir Mannréttindadómstóls Evrópu og dómstóls ESB á sviði persónuverndar? Dagskrá: Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins opnar málþingið. Alma Tryggvadóttir, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd: Grundvallarreglur um meðferð persónuupplýsinga hjá fyrirtækjum og stofnunum. Einnig verður kynnt ný Evrópulöggjöf um Persónuvernd. Aukin vernd einstaklingsins og réttur til að ráðstafa eigin persónuupplýsingum. Í pallborði sitja: Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, Björg Thorarensen, stjórnarformaður Persónuverndar, Helgi Hrafn Gunnarsson, alþingismaður, Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis. Málstofustjóri: Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuvendar. Málþingið er opið öllum og aðgangur ókeypis. Evrópski persónuverndardagurinn 2016: Persónuupplýsingar hjá fyrirtækjum og stjórnsýslu Málþing Persónuverndar í samvinnu við Mannréttindastofnun Háskóla Íslands Fimmtudaginn 28. janúar 2016 kl. 12-13 í Hátíðarsal Háskóla Íslands Gylfi á útivelli með Swansea 14 mörk í 34 leikjum Mark á 202 mínútna fresti Gylfi á heimavelli með Swansea 5 mörk í 39 leikjum Mark á 634 mínútna fresti Fótbolti Old Trafford, Anfield, White Hart Lane, Villa Park og Goodison Park eru allt heimsfrægir leikvangar í Englandi og allt vellir þar sem íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðs- son hefur fundið netmöskvana sem leikmaður Swansea City. Gylfi skoraði fyrra mark Swansea í 2-1 sigri á Everton á sunnudaginn og er þar með búinn að skorað 19 mörk fyrir Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Það sem vekur hins vegar athygli er að 14 af þessum 19 mörkum, 74 prósent markanna, hafa komið á útivöllum. Eina mark Gylfa á heimavelli á þessu tímabili kom úr vítaspyrnu á móti Sund erland í fyrsta heimaleik nýs árs. Þá var Gylfi búinn að spila tíu deildar- leiki í röð á Liberty-leikvanginum. Gylfi hefur skorað næstum því þre- falt fleiri mörk í útileikjum sínum fyrir Swansea og það er ekki hægt að hengja það á spilatíma því hann hefur bæði spilað fimm fleiri leiki á Liberty-leikvanginum og í 342 fleiri mínútur. Það þarf því ekki að eyða löngum tíma í að átta sig á að það líða tals- vert fleiri mínútur á milli marka hjá Gylfa á ensku völlunum en á heima- velli hans. Það líða 202 mínútur á milli marka hans í útileikjum en 634 mínútur á milli marka hans á Liberty-leikvanginum. Gylfi er þó ekki alveg aðgerðalaus á Liberty því 13 af 16 stoðsendingum hans í búningi Swansea hafa komið á vellinum. Íslenskir knattspyrnuáhugamenn geta glaðst yfir því að Gylfi hefur byrjað árið 2016 með því að skora þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjunum. Swan- sea hefur líka unnið tvo þessara leikja og útilitið er ekki alveg eins svart að þegar liðið var komið niður í fallsæti. Það eru líka líkur á marki í næsta leik Swansea sem er einn- ig á útivelli en liðið heimsækir þá West Bromwich Albion á The Hawthorns. ooj@frettabladid.is Gylfi skorar þrefalt meira á útivelli Gylfi Þór Sigurðsson og lið Swansea hefur verið að spila betur síðustu vikurnar. Gylfi skoraði í 2-1 sigri þess á Everton á Goodison Park um helgina og hefur byrjað nýtt ár vel. 74 prósent marka hans hafa komið yfir utan Wales. Powerade-bikar karla Þór Þorl. - Keflavík 100-79 Stig: Vance Hall 40/8 frák./6 stoðs., Ragnar Örn Bragason 18 – Magnús Már Traustason 22/8 frák., Valur Orri Valsson 18/9 frák. Frábær fjórði leikhluti og mögnuð frammistaða Vance Hall skilaði Þór í bikarúrslitin í fyrsta sinn í sögu félagsins. Grindavík - KR 70-81 Stig: Jón Axel Guðmundsson 25/12 frák., Þorleifur Ólafsson 17 – Ægir Þór Steinars- son 20/8 frák., Michael Craion 18/11 frák. KR er komið í úrslitaleik bikarsins annað árið í röð. KR byrjaði rólega en kláraði leikinn í fjórða leikhluta. Diego kominn í blátt Diego Jóhannesson var í gær valinn í íslenska landsliðið sem mætir Bandaríkjunum í æfingaleik á sunnudag. Þetta er í fyrsta sinn sem Diego, sem leikur með Real Oviedo í spænsku B-deildinni, er valinn í landsliðið. Diego á íslenskan föður en hefur búið á Spáni alla sína tíð og er nýkominn með íslenskt vega- bréf. Diego fékk leyfi frá félagi sínu til að fara í verkefnið þrátt fyrir að liðið eigi leik gegn toppliði Alaves á laugardaginn. Aron Sigurðarson, Fjölni, og Ævar Ingi Jóhannesson, Stjörnunni, koma einnig inn landsliðs- hópinn nú. EM 2016 í handbolta Makedónía - Noregur 31-31 Mörk: Kiril Lazarov 11 – Kristian Björnsen 6. Pólland - Hv. Rússland 32-27 Mörk: Michal Jurecki 9 – Siarhei Shylovich 6. Stigin: Noregur 7, Pólland 6, Frakkland 6, Króatía 4, Makedónía 1, Hvíta-Rússland 0. Pólland getur tryggt sér sæti í undanúrslitum mótsins með því að vinna Króatíu á morgun. Noregur og Frakkland mætast og sigurvegari leiksins fer áfram í undanúrslit en Norðmönnum dugir þó jafntefli. 2 6 . j a n ú a r 2 0 1 6 Þ r i Ð j U D a G U r12 s P o r t ∙ F r É t t a b l a Ð i Ð sport 2 5 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 4 3 -F 1 A 8 1 8 4 3 -F 0 6 C 1 8 4 3 -E F 3 0 1 8 4 3 -E D F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.