Fréttablaðið - 26.01.2016, Side 12
SWANSEA CITY
LIVERPOOL
EVERTON
MANCHESTER UNITED
WIGAN
LONDON
NEWCASTLE UNITED
ASTON VILLA
WEST BROMWICH ALBION
SOUTHAMPTON
5
1
1
1
1
1
4
2
2
1
Í dag
19.40 Liverpool - Stoke Sport & 2
Nýjast
Umfangsmikil söfnun og skráning persónuupplýsinga fer fram hjá stofnunum hins opinbera, fyrir-
tækjum á almennum markaði, verslunum, þjónustuaðilum og fleirum. Slík skráning getur verið
nauðsynleg fyrir einstaklinga, en hún getur einnig farið fram án vitundar þeirra og vilja. Með
aukinni skráningu persónuupplýsinga eykst hættan á því að misfarið sé með þessar upplýsingar
– eru lög og reglur hér nægilega skýrar? Hvað má og hvað ber að varast? Hvaða þýðingu hafa
nýlegar dómsúrlausnir Mannréttindadómstóls Evrópu og dómstóls ESB á sviði persónuverndar?
Dagskrá:
Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins opnar málþingið.
Alma Tryggvadóttir, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd:
Grundvallarreglur um meðferð persónuupplýsinga hjá fyrirtækjum og stofnunum. Einnig
verður kynnt ný Evrópulöggjöf um Persónuvernd. Aukin vernd einstaklingsins og réttur til að
ráðstafa eigin persónuupplýsingum.
Í pallborði sitja:
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu,
Björg Thorarensen, stjórnarformaður Persónuverndar,
Helgi Hrafn Gunnarsson, alþingismaður,
Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og
Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis.
Málstofustjóri:
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuvendar.
Málþingið er opið öllum og aðgangur ókeypis.
Evrópski persónuverndardagurinn 2016:
Persónuupplýsingar hjá
fyrirtækjum og stjórnsýslu
Málþing Persónuverndar í samvinnu við
Mannréttindastofnun Háskóla Íslands
Fimmtudaginn 28. janúar 2016 kl. 12-13 í Hátíðarsal Háskóla Íslands
Gylfi á útivelli
með Swansea
14 mörk í 34 leikjum
Mark á 202 mínútna fresti
Gylfi á heimavelli
með Swansea
5 mörk í 39 leikjum
Mark á 634 mínútna fresti
Fótbolti Old Trafford, Anfield, White
Hart Lane, Villa Park og Goodison
Park eru allt heimsfrægir leikvangar í
Englandi og allt vellir þar sem íslenski
landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðs-
son hefur fundið netmöskvana sem
leikmaður Swansea City.
Gylfi skoraði fyrra mark Swansea í
2-1 sigri á Everton á sunnudaginn og
er þar með búinn að skorað 19 mörk
fyrir Swansea í ensku úrvalsdeildinni.
Það sem vekur hins vegar athygli er að
14 af þessum 19 mörkum, 74 prósent
markanna, hafa komið á útivöllum.
Eina mark Gylfa á heimavelli á þessu
tímabili kom úr vítaspyrnu á móti
Sund erland í fyrsta heimaleik nýs árs.
Þá var Gylfi búinn að spila tíu deildar-
leiki í röð á Liberty-leikvanginum.
Gylfi hefur skorað næstum því þre-
falt fleiri mörk í útileikjum sínum
fyrir Swansea og það er ekki hægt
að hengja það á spilatíma því hann
hefur bæði spilað fimm fleiri leiki á
Liberty-leikvanginum og í 342 fleiri
mínútur.
Það þarf því ekki að eyða löngum
tíma í að átta sig á að það líða tals-
vert fleiri mínútur á milli marka hjá
Gylfa á ensku völlunum en á heima-
velli hans. Það líða 202 mínútur á
milli marka hans í útileikjum en
634 mínútur á milli marka hans á
Liberty-leikvanginum.
Gylfi er þó ekki alveg aðgerðalaus
á Liberty því 13 af 16 stoðsendingum
hans í búningi Swansea hafa komið á
vellinum.
Íslenskir knattspyrnuáhugamenn
geta glaðst yfir því að Gylfi hefur
byrjað árið 2016 með því að skora þrjú
mörk í fyrstu fjórum leikjunum. Swan-
sea hefur líka unnið tvo þessara leikja
og útilitið er ekki alveg eins svart að
þegar liðið var komið niður í fallsæti.
Það eru líka líkur á marki í
næsta leik Swansea sem er einn-
ig á útivelli en liðið heimsækir
þá West Bromwich Albion á
The Hawthorns.
ooj@frettabladid.is
Gylfi skorar þrefalt
meira á útivelli
Gylfi Þór Sigurðsson og lið Swansea hefur verið að spila betur síðustu vikurnar.
Gylfi skoraði í 2-1 sigri þess á Everton á Goodison Park um helgina og hefur
byrjað nýtt ár vel. 74 prósent marka hans hafa komið yfir utan Wales.
Powerade-bikar karla
Þór Þorl. - Keflavík 100-79
Stig: Vance Hall 40/8 frák./6 stoðs., Ragnar
Örn Bragason 18 – Magnús Már Traustason
22/8 frák., Valur Orri Valsson 18/9 frák.
Frábær fjórði leikhluti og mögnuð
frammistaða Vance Hall skilaði Þór
í bikarúrslitin í fyrsta sinn í sögu
félagsins.
Grindavík - KR 70-81
Stig: Jón Axel Guðmundsson 25/12 frák.,
Þorleifur Ólafsson 17 – Ægir Þór Steinars-
son 20/8 frák., Michael Craion 18/11 frák.
KR er komið í úrslitaleik bikarsins
annað árið í röð. KR byrjaði rólega
en kláraði leikinn í fjórða leikhluta.
Diego kominn í blátt
Diego Jóhannesson var í gær
valinn í íslenska landsliðið sem
mætir Bandaríkjunum í æfingaleik á
sunnudag. Þetta er í fyrsta sinn sem
Diego, sem leikur með Real Oviedo
í spænsku B-deildinni, er valinn í
landsliðið. Diego á íslenskan föður
en hefur búið á Spáni alla sína tíð og
er nýkominn með íslenskt vega-
bréf. Diego fékk leyfi frá félagi sínu
til að fara í verkefnið þrátt fyrir að
liðið eigi leik gegn
toppliði Alaves
á laugardaginn.
Aron Sigurðarson,
Fjölni, og Ævar Ingi
Jóhannesson,
Stjörnunni,
koma einnig
inn landsliðs-
hópinn nú.
EM 2016 í handbolta
Makedónía - Noregur 31-31
Mörk: Kiril Lazarov 11 – Kristian Björnsen 6.
Pólland - Hv. Rússland 32-27
Mörk: Michal Jurecki 9 – Siarhei Shylovich 6.
Stigin: Noregur 7, Pólland 6, Frakkland 6,
Króatía 4, Makedónía 1, Hvíta-Rússland 0.
Pólland getur tryggt sér sæti í
undanúrslitum mótsins með því að
vinna Króatíu á morgun. Noregur
og Frakkland mætast og sigurvegari
leiksins fer áfram í undanúrslit en
Norðmönnum dugir þó jafntefli.
2 6 . j a n ú a r 2 0 1 6 Þ r i Ð j U D a G U r12 s P o r t ∙ F r É t t a b l a Ð i Ð
sport
2
5
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:3
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
4
3
-F
1
A
8
1
8
4
3
-F
0
6
C
1
8
4
3
-E
F
3
0
1
8
4
3
-E
D
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
6
4
s
_
2
5
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K