Fréttablaðið - 26.01.2016, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.01.2016, Blaðsíða 24
Við bjóðum upp á allar hleðslu- lausnir fyrir Trojan rafgeymana. Kjartan S. Guðjónsson Mikill fjöldi starfsmanna kom að verkefninu, bæði innlendra og erlendra. Jörgen Hrafnkelsson Jörgen Hrafnkelsson starfaði við Kára- hnjúkavirkjun. Flest tækin sem nýtt voru við framkvæmdina fóru úr landi eftir að henni lauk. Mikill fjöldi stórvirkra vinnuvéla var á staðnum. Framkvæmdirnar við Kárahnjúka- virkjun eru iðulega nefndar stærsta framkvæmd Íslandssögunnar. Þær hófust árið 2002 en virkjunin var formlega gangsett í nóvember árið 2007. Mikill fjöldi starfsmanna kom að verkefninu, bæði innlendra og erlendra, og mikill fjöldi vinnu- véla og vörubíla var nýttur í verk- ið meðan á því stóð. Jörgen Hrafnkelsson var einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem komu að verkinu en þá starfaði hann sem byggingatæknifræðingur hjá Arnarfelli. Fyrirtækið var eitt af þeim fyrstu sem komu að eigin- legri framkvæmd virkjunarinnar en Jörgen sá þar um alla tæknilega framkvæmd, svo sem mælingar, tilboðsgerð og uppgjör á verkum. „Ég starfaði hjá Arnarfelli 1998 til 2006 og þetta var eftirminni- legur tími. Ef þannig stóð á leysti ég af á hinum ýmsu vinnuvélum enda með ólæknandi trukka- og tækjadellu á þessum tíma. Í upp- hafi þegar Kárahnjúkavirkjun var í undirbúningi og heildarmyndin kom smátt og smátt í ljós stuðuðu hinar tröllauknu magntölur mann í fyrstu; yfir 70 km af göngum, yfir 14 milljón rúmmetrar af efni í stífl- ur, ótrúlegt magn af steypu o.s.frv.“ Spennandi tæki Mikill fjöldi stórvirkra vinnuvéla var á staðnum á þessu tímabili. Jörgen segir að það sem helst hafi verið nýtt varðandi gerð virkjunar- innar var að vinna við jarðganga- gerð, fyrst við hjáveitugöngin í Jökulsá með ítalska fyrirtækinu Impregilo, og seinna verksamn- ingarnir í Ufsarveitu, en þar grófu þeir nokkra kílómetra á eigin for- sendum. „Á þeim tímapunkti komu inn framandi tæki á borð við Tam- rock T9 og T11 jarðgangaborana, loftræsiblásara, að sumu leyti ný sprengitækni og margt fleira. Auð- vitað var töluverður spenningur að sjá og upplifa TBM jarðgangabor- ana, hvernig þeir unnu og hvern- ig þeim gekk að vinna á hinu ís- lenska bergi. Eins var upplifun að sjá alla þessa gríðar legu efnis- flutninga með færiböndum sem ég held að hafi ekki átt sér fordæmi hérlendis.“ Eðlilega höfðu Jörgen og fé- lagar hans aldrei tekið þátt í við- líka framkvæmd áður. „Þetta var náttúrlega gríðarlega stórt og krefjandi verkefni, unnið í um 600 metrum yfir sjávarmáli, langt inni í landi alla mánuði ársins. Slíkar aðstæður krefjast mikillar skipu- lagningar, það þarf að setja upp lager með öllu sem þarf að nota, varahlutum, byggingarefni, vist- um o.fl. Menn gátu búist við a.m.k. viku sambandsleysi við byggð, með mörg hundruð manns í vinnubúð- um. Það krefst virkilegrar skipu- Sannarlega eftirminnilegur tími Starfsmenn sem komu að gerð Kárahnjúkavirkjunar á sínum tíma gleyma þeirri framkvæmd seint. Verkefnið var risastórt og fjarri mannabyggðum. Stórtækar vinnuvélar voru notaðar þar í bland við smærri og vöktu sumar þeirra mikla eftirtekt starfsmanna. lagningar.“ Tæki úr landi Eftirminnilegasta nýjungin sem sem Jörgen og félagar tóku í notk- un var ekki vinnuvél en þó ná- tengt, nefnilega þrívíddarskanni. „Með þessu tæki var hægt að yfir- borðsmæla fleti með mun meiri ná- kvæmni en áður hafði verið gert hérlendis. Skannann notuðum við m.a. til að mæla inn yfirborð jarð- ganga en með þessari tækni var hægt að bera saman mun betur raungröft á móts við hönnunar- snið.“ Flest tækin sem nýtt voru við framkvæmdina fóru úr landi eftir að henni lauk. „Það er helst að þessi hefðbundnu jarðvinnutæki eins og gröfur, ýtur og námu trukkar sem nýtast við alla almenna jarð- vinnu hafi orðið eftir. Síðan má ekki gleyma því að vinnuvél er eitt, því afburða stjórnandi er ekki síður mikilvægur. Vinnuvélin gerir ekkert ein og sér. Í kjölfar fram- kvæmdanna fóru mjög margir tækjamenn í önnur störf eða utan og má því segja að í kjölfar hruns- ins og lægðar í jarðvinnuverk- töku vanti nú að hluta nýja kynslóð góðra tækjastjórnenda.“ Trojan rafgeymarnir hafa verið seldir hér á landi um rúmlega tíu ára skeið við afar góðar undir- tektir fyrirtækja í ólíkum at- vinnugreinum. Um er að ræða bandaríska gæðaframleiðslu og eru rafgeymarnir þekktir fyrir að vera traustir, öruggir og afar end- ingargóðir. Ekki skemmir heldur gott verð fyrir að sögn Kjartans S. Guðjónssonar, sölu- og þjón- usturáðgjafa hjá Olís, en fyrir- tækið hóf að flytja rafgeymana sjálft inn árið 2013. „Framleið- endur Trojan rafgeymanna hafa frá árinu 1928 verið í fararbroddi á heimsvísu í framleiðslu á djúp afhleðslu sýrugeymum (e. deep cycle flooded) og bestu tækni í framleiðslu AGM og Gel raf- geyma. Þetta er því heimsþekkt vörumerki og afar traust enda er fyrirtækið búið að vera ansi lengi í þessari framleiðslu.“ Betri kjör Eftir að Olís varð form- legur dreifingarað- ili fyrir rafgeym- ana árið 2013 hefur fyrirtækið getað boðið viðskiptavin- um sínum upp á enn betri kjör en áður að sögn Kjartans. „Síð- ustu þrjú árin höfum við flutt sjálf inn þessa vönduðu geyma og í mun meira magni en áður. Fyrir vikið njóta viðskiptavinir okkar þess svo sannarlega þegar kemur að bæði verði og þjónustu.“ Afkastagetan aukin Að sögn Kjartans stóla stór og smá fyrirtæki um allan heim á Trojan rafgeyma til að skila framúrskarandi afli fyrir golf- bíla, gólfþvottavélar, vinnulyft- ur, skipa-, báta- og hús- bí la eða annars konar notk- un. „Þar má m.a. þakka áratuga reynslu, þrotlausum rannsóknum þar sem tæknimenn fyrirtækis- ins vinna stöðugt að því að full- komna framleiðsluna enda hefur afkastageta Trojan rafgeymanna verið aukin enn frekar með nýj- ustu tækni.“ Úrvals starfsmenn Í dag hefur Olís 24 útibú um allt land. „Við bjóðum upp á allar hleðslulausnir fyrir Trojan raf- geymana auk þess að sjá um allt viðhald og þjónustu í sam- bandi við þá. Fyrirtækið hefur á að skipa úrvals starfsmönnum í útibúum sínum sem þekkja vel til Trojan rafgeyma.“ Allar nánari upplýsingar má finna á www.olis.is, í sölu- og þjónustuveri í síma 515-1100, í næsta útibúi eða hjá kjartans@ olis.is. Hrein orka í allra þágu Um tíu ára skeið hefur Olís boðið íslenskum fyrirtækjum upp á rafgeyma frá Trojan með góðum árangri og sem skilað hefur sér í betra verði og þjónustu. Að sögn Kjartans stóla stór og smá fyrirtæki um allan heim á Trojan rafgeyma. VörubílAr og VinnuVélAr Kynningarblað 26. janúar 20168 2 5 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 4 4 -1 4 3 8 1 8 4 4 -1 2 F C 1 8 4 4 -1 1 C 0 1 8 4 4 -1 0 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.