Fréttablaðið - 26.01.2016, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.01.2016, Blaðsíða 30
Draumabíllinn er sennilegast bara nýja útgáf­ an af bílnum sem ég keyri í dag, Benz Actros. Litla kaffistofan er uppáhalds vegasjoppa Olla. „Þar er skyldustopp.“ „Í dag er ég bílstjóri og verkstjóri hjá Vaðvík ehf. Þar hef ég starfað síðustu sex ár og líkar afskaplega vel. Svo hef ég aðeins komið ná- lægt gröfu- og kranavinnu undan- farin ellefu ár en tengdaforeldr- ar mínir reka jarðverktakafyrir- tækið Ketilbjörn á Syðri-Reykjum í Biskupstungum. En það er meira svona bara þegar maður kemur í heimsókn í sveitina um helgar og í sumarfríinu. Þannig að það er óhætt að segja að vinnan og jafn- vel frístundirnar snúist mikið um tæki og tól.“ Hver er besti vörubíllinn sem þú hefur keyrt? „Sá besti sem ég hef unnið á er bíllinn sem ég er á núna, 2007 ár- gerð af Mercedes Benz Actros, 6 hjóla dráttarbíll. Ég hef unnið á þessum bíl í um fimm ár og hann er bara ákaflega góður enn þá, þrátt fyrir að vera ekinn um 660 þúsund kílómetra. Bíllinn er vel búinn og allt til alls fyrir ökumann. Hann er með stærsta ökumannshúsinu sem Benz framleiddi á þessum tíma og í honum eru meðal annars tvær kojur, ísskápur, Alpine-hljóðkerfi og þráðlaust internet svo fátt eitt sé nefnt. Við höfum ferðast vítt og breitt um landið saman þessi ár og hann hefur ekki enn brugðist mér.“ Hver er draumabíllinn? „Draumabíllinn er sennilegast bara nýja útgáfan af bílnum sem ég keyri í dag, Benz Actros, og ekki væri verra ef það væri 630 hestafla bíll með Gigaspace-húsi.“ Hvaða leið keyrirðu oftast? „Ég hef mikið keyrt á milli Selfoss og Reykjavíkur síðustu ár. Tvær til þrjár ferðir á dag og kann vel við það. Þetta er ekkert of langt, og vinnudagurinn langt frá því að vera einhæfur. Árið 2013 tók ég saman að gamni mínu hversu margar ferðir ég hafði farið yfir Hellisheiði það árið, og þær voru hvorki meira né minna en 858, ferðirnar yfir heiðina það árið, þannig að þetta eru sennilega eitthvað í kringum 4.000 ferðir þarna yfir þessi sex ár sem ég hef starfað hjá Vað- vík.“ Hvaða leið er síst að keyra? Það er klárlega akstur innanbæj- ar í Reykjavík, það er eitthvað sem maður er löngu kominn með leiða á. Enda eru þetta ekkert skemmti- legustu tækin til að vera sífellt að stoppa á og taka af stað á ljós- um í traffíkinni í bænum. En það getur nú stundum verið gaman þegar maður þarf að troðast ein- hvers staðar á ólíklegustu staði með vörur, þar sem er kannski ekkert endilega reiknað með að svona stór tæki geti athafnað sig. Þá fær maður tækifæri til að sanna sig pínulítið, og þá aðallega fyrir sjálfum sér. Hvað er best að hlusta á í bíln- um? „Ég er nú nánast alæta á tónlist, og hef lagt dálítið upp úr því í gegn- um árin að vera með góðar græjur í þeim bílum sem ég vinn á… En gott rokk, bæði gamalt og nýtt, verður nú sennilega oftast fyrir valinu. Og eitthvað hressilegt sem maður getur sungið hástöfum með.“ Hver er besta vegasjoppan? „Það er Litla kaffistofan í Svína- hrauni. Þar er skyldustopp til að taka olíu á bílinn og næra sig. Enda er hann Stefán sem rekur Kaffi- stofuna þvílíkur höfðingi heim að sækja, sem og allt hans fólk sem tekur alltaf brosandi á móti manni.“ Hvað er best að hafa í nesti á ferðinni? „Þeir sem þekkja mig, myndu sennilega segja kók og súkkulaði. Og ég væri nú sennilega að segja ósatt ef ég segðist ekki kannast við það.“ Hvað er best við að vera vörubíl- stjóri? Það er útsýnið út um skrifstofu- gluggann minn sem er aldrei eins, jafnvel þótt maður keyri sömu leiðina dag eftir dag, þá eru engir dagar eins. Það eru nýjar áskoranir á hverjum degi og ég hitti og kynn- ist fullt af fólki víða um land. Og svo er ég á launum við að ferðast um þetta fallega land sem við búum á, allt árið um kring.“ starri@365.is Útsýnið út um gluggann er aldrei eins Ólafur Þór Þórðarson, eða Olli Dodda eins og hann er kallaður, hefur verið í vörubílabransanum í fjórtán ár. Hann situr fyrir svörum. Nýjar mini/midi gröfur koma endurhannaðar frá grunni, eru til dæmis með vökva­ skekkjanlegum tönnum, mun rýmra húsi, nýjum dísilvélum úr samstarfi JCB og Khöler í Austurríki. Hjólaskóflur frá JCB sem eru 10 tonn eða stærri koma nú gjörbreyttar með stórglæsilegu húsi og frábæru vinnuumhverfi fyrir stjórnandann. Vélfang kynnir nýjan skotbómulyftara til leiks á þessu ári. Hér er um að ræða smáan en knáan lyftara sem er bara rúmlega 1,8 metrar á hæð og breidd og fer auðveldlega inn í gáma og getur lyft 2,5 tonnum í 6 metra hæð. Hann nær 40 kílómetra öku­ hraða og er með fjaðrandi lyftigálga. „Það sem eigendur og rekstrar- aðilar munu verða mest varir við í ár er að nú verða allir véla- framleiðendur að uppfylla kröf- ur um Euro Tier lV Final meng- unarstaðla,“ segir Sigurjón P. Stefánsson, sölustjóri JCB. Hann segir útfærslur framleiðenda vera mismunandi til að ná þessu mark- miði. „Til dæmis verður AdBlue ekki í JCB vélum sem eru undir 55 kW að afli en verður að vera í vélum fyrir ofan 56 kW. JCB fer þá leið að vera laus við DPF útblásturskúta eða svokallaða brunakúta, sem hafa mjög tak- markaðan líftíma og eru dýrir í endurnýjun. Þá er af þeim óhag- ræði vegna aukinnar eldsneytis- eyðslu og óþægindi af brunaferli þeirra,“ segir Sigurjón en þess í stað notar JCB í sínar vélar SCR hvarfakúta. „Þannig hafa þeir náð að gera vélar sínar enn sparneytn- ari en var í fyrri kynslóð sem var þó sparneytin.“ Öflug þjónusta „Vélfang hefur jafnt og þétt byggt upp tengslanet við eigend- ur og rekstraraðila JCB véla um allt land og átt góðu samstarfi að fagna við nýja og eldri eigendur þessara véla,“ segir Sigurjón og bendir á að Vélfang reki öfluga varahluta-, viðgerðar- og söluþjón- ustu í Reykjavík og á Akureyri. Fjölbreyttur búnaður Vinnuvéladeild Vélfangs selur fjöl- breyttan búnað og tæki fyrir vinnu- vélar til ýmissa nota. Til dæmis brotfleyga frá MSB, tilt og tilt- rotora frá Engcon, HKS og Steelwr- ist. „Einnig eru við með allt sem þarf til að hreinsa snjó og hálku- verja eins og snjóplóga, snjóskóflur með hliðar vængjum, saltdreifara og fleira frá Trejon Optimal í Svíþjóð,“ segir Sigurjón. Hann tekur einnig fram að Vélfang hafi flutt inn tölu- vert af nýlegum og vel með förnum JCB vinnuvélum á hagstæðu verði.“ Ýmsar nýjungar hjá Vélfangi Vélfang er umboðsaðili fyrir JCB á Íslandi en merkið er rótgróið hér á landi og hefur þjónað mörgum verktökum vel í gegnum tíðina. Góð sala var í JCB vinnuvélum á síðasta ári og nú í upphafi árs eru fjölmargar seldar vélar væntanlegar til landsins, af öllum gerðum og stærðum. Ýmsar nýjungar og nýjar útfærslur á vélum munu birtast á þessu ári. Þær eru enn sparneytnari en fyrri kynslóð sem var þó sparneytin. Vélfang hefur jafnt og þétt byggt upp tengsla net við eigendur og rekstraraðila JCB véla um allt land og átt góðu samstarfi að fagna við nýja og eldri eigendur þessara véla. VöruBÍLAr Og ViNNuVéLAr Kynningarblað 26. janúar 201614 2 5 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 4 3 -E 7 C 8 1 8 4 3 -E 6 8 C 1 8 4 3 -E 5 5 0 1 8 4 3 -E 4 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.