Húnavaka - 01.05.2012, Page 25
H Ú N A V A K A 23
Það voru nokkrar kjarnorkukonur á Blönduósi sem leituðu til mín og báðu mig
að gefa kost á mér til formennsku í félaginu. Ég féllst á að gera þetta, það er
ekki auðvelt að neita þegar kvennaher hefur umkringt mann.
Á þessum tíma hafði félagið enga aðstöðu né húsnæði. Í fyrstu var tekið á
leigu eitt herbergi á Hótel Blönduósi. Þar unnum við fyrstu mánuðina við að
reikna út atvinnuleysisbætur og borga út, sem var þá verkefni verkalýðsfélaganna.
Síðar kaupum við eina íbúð á Þverbraut 1 í samvinnu við Iðnsveinafélagið og
Verslunarmannafélag A-Hún. og þar var útbúin skrifstofa fyrir félögin.
Uppbyggingin hjá félögunum var mikil á þessum árum og hagur þeirra
vænkaðist. Í framhaldi af því var keypt önnur íbúð á Þverbrautinni og útbúin
skrifstofuherbergi og fundarsalur.
Eftir því sem fjárhagur verkalýðsfélagsins varð sterkari lét það atvinnumálin
meira til sín taka. Það var að frumkvæði verklýðsfélagsins sem hlutafélagið
Skúlahorn ehf var stofnað, sem stóð fyrir byggingu atvinnuhúsnæðis á
Blönduósi (nú Sæmár) en sveitarfélögin komu þar með og myndaðist góð sam-
staða um það verkefni. Í framhaldi af gerð Blönduvirkjunar var sett á fót, í
samvinnu við sveitarfélög í Skagafirði í Seylu- og Lýtingsstaðahreppum, „Átak
í atvinnumálum“. Ég var formaður í þeirri vinnu. Við auglýstum eftir starfs-
manni og réðum Baldur Valgeirsson til starfsins. Verkalýðsfélagið útvegaði
húsnæði og bíl fyrir starfsem ina.
Það var auðvelt að fá sveit arfélögin í samstarfið. Þetta var viss frumkvöðla-
starf semi, gaman að taka þátt í þess ari vinnu og samstarfið gott milli allra
aðila. Sérstak lega var gaman að hafa Skag firðingana með. Þaðan komu miklar
kjarnorkukonur. Það er aldrei vel sýnilegt hvað kemur út úr svona vinnu en
hún hrind ir ýmsu af stað. Þetta var eins og ég sagði gert í beinu fram haldi af
Blönduvirkjun og átti að leiða til atvinnu uppbyggingar í kjölfar hennar.
Stjórn VAH lengst af formannstíð Valla: Ólafur Guðmannsson, Hrönn Hallsdóttir,
Laufey Marteinsdóttir, Herdís Einarsdóttir, Halla Bernódusdóttir, Guðbjörg Þorleifsdóttir,
Bryndís Júlíusdóttir, Stefanía Garðarsdóttir, Anna Kristín Davíðsdóttir og Valli.