Húnavaka - 01.05.2012, Page 38
H Ú N A V A K A 36
PÁLMI JÓNSSON, Akri:
Ferðalag til Kína
Í fyrstu viku janúar árið 1995 fór ég í hópi nokkurra þingmanna til Kína í boði
Þjóðþingsins í Beijing, „Þings alþýðunnar“. Fyrir hópnum fór Salóme
Þorkelsdóttir, forseti sameinaðs Alþingis og síðan einn þingmaður frá hverjum
þingflokki, sem voru auk mín Guðrún Halldórsdóttir, Jón Helgason, Kristinn
H. Gunnarsson og Sigbjörn Gunnarsson. Með í för voru einnig Friðrik
Ólafsson, skrifstofustjóri, sem var með hópnum fyrstu dagana og Belinda
Theriault, starfsmaður, sem sinnti erlendum samskiptum Alþingis. Ferðin var
skipulögð með samstarfi Alþingis og sendiráðs Kína í Reykjavík. Lagt var upp
í ferðina þann 4. janúar og flogið til Kaupmannahafnar. Þaðan var farið um
borð í breiðþotu SAS sem flutti okkur á fyrsta áfangastaðinn, Beijing.
Kína er þriðja stærsta land jarðar, ámóta að stærð og Evrópa en nokkru
minna en Rússland og Kanada. Kínverska þjóðin er á hinn bóginn sú
langfjölmennasta í heimi og var á þessum tíma talin vera um 1350 milljónir.
Kínverjar finnast einnig víðast hvar um heimsbyggðina og eru sums staðar
fjölmennir, t.d. í Bandaríkjunum. Þangað voru fluttir á 19. öld tugir þúsunda
kínverskra verkamanna til þess að vinna við
lagningu járnbrauta, m.a. þvert yfir Banda-
ríkin. Þeir fóru vegna loforða um laun og
vinnu og um frelsi að verki loknu. Þeir voru
eftirsóttir til verka, þóttu duga betur en
verkamenn af öðrum þjóðernum og þoldu
betur en aðrir það ótrúlega harðræði sem sagt
er að verkstjórnarmenn hafi beitt við þessar
framkvæmdir. Þeir urðu þó fáir langlífir.
Eitthvað mun hafa slæðst með af konum í
þessum þjóðflutningum og að verki loknu
munu Kínverjarnir yfirleitt hafa sest að í
borgum í stærri eða minni hópum. Þeir hafa
haldið við máli sínu, siðum og menningu og
hafa í ýmsum stórborgum, bæði vestan hafs
og austan, myndað sérstök Kínahverfi -
Chinatown´s. Svo er t.d. í London og New
York þar sem ég hef gengið um garða og kom
mér nokkuð á óvart er ég gekk inn á veitingastað í Kínahverfinu í New York
að starfsfólkið skildi ekki stakt orð í ensku. Fátt hefur heyrst um þjóðernisátök,
Pálmi Jónsson.