Húnavaka - 01.05.2012, Page 43
H Ú N A V A K A 41
Eins og flestir opinberir gestir og ferðamenn, sem koma til Beijing,
skoðuðum við Borgina forboðnu. Keisarar Mingættarinnar létu reisa borgina
sem er safn glæsilegra bygginga og höfðu þar aðsetur ásamt hirð sinni og
helstu valdamönnum allt frá árinu 1421. Nafn sitt hlaut borgin af því að
þangað var útlendingum bannað að stíga fæti. Svo var einnig um Kínverja,
sem ekki voru í nánum tengslum við keisarana eða störfuðu á þeirra vegum.
Á sautjándu öld náðu Mansjúmenn völdum í norðurhluta landsins og munu
hafa setið borgina fram undir lok 19. aldar. Borgin hefur gríðarlega mikið
sögulegt gildi varðandi menningu og byggingarlist fyrri alda. Því miður skorti
nokkuð á fullnægjandi viðhald þessara verðmæta, þegar ég var þar á ferð.
Upplýsingar um Kínamúrinn eru fjarri því að vera allar á einn veg. Í
fræðiritinu, Saga veraldar, sem kom út á íslensku árið 1999, segir að
Kínamúrinn hafi verið reistur á 10 árum, 214-204 f. Kr. Undir verkstjórn
hermanna hafi þúsundir þræla, bænda og sakamanna unnið að þessu verki og
ef þeir skiluðu ekki þeim afköstum sem til var ætlast voru þeir umsvifalaust
teknir af lífi. Múrinn er þar sagður 2.450 km langur, 9 m á hæð og svo breiður
að aka mátti eftir honum á vögnum.
Þessi frásögn gæti átt við fyrsta hlutann af þessu verki en í ýmsum öðrum
fræðigögnum kemur fram, að múrinn hafi verið byggður í áföngum á ýmsum
tímum og mikill hluti hans á 15. öld.
Múrinn hefur ekki allstaðar staðist tímans tönn og í aldanna rás hefur oft
verið unnið að viðhaldi og hann endurbyggður á löngum köflum. Þó munu
allvíða finnast skörð. Talið er að múrinn sé 7.300 km langur, ef tekið er tillit
til þess að hann er á kafla tvöfaldur. Víst er að Kínamúrinn er eitt mesta, ef
ekki mesta mannvirki á jörðu og sagt er að hann sjáist hvað greinilegast allra
mannvirkja utan úr geimnum.
Að sjálfsögðu fórum við að múrnum, sáum að gerð hans var í aðalatriðum
eins og lýst hefur verið og varðturnar með nokkuð jöfnu millibili. Sem varnar-
Kínamúrinn er eitt mesta mannvirki á jörðinni.