Húnavaka - 01.05.2012, Page 47
H Ú N A V A K A 45
Góður kunningi minn, Páll Ólafsson verkfræðingur, sem lengi stjórnaði
virkjunarframkvæmdum hjá Landsvirkjun, kom mörg hundruð km leið til
Shanghai og borðaði með okkur kvöldverð. Hann kvaðst vera að stjórna
virkjunarframkvæmdum fyrir bandarískt fyrirtæki og væri virkjunin tólf
sinnum stærri en Blanda. Þar væri 4-6°C frost og væru verkamennirnir, sem
allir voru Kínverjar, látnir búa í óupphituðum skúrum, sem væru litlu skárri en
tjöld. Þeir hefðu ekkert heitt vatn en mættu samt alltaf á morgnana
tandurhreinir og í tárhreinum fötum. Páll sagðist ekki skilja hvernig þeir færu
að þessu, sjálfur hafði hann upphitaðan skúr og heitt vatn.
Páll vissi að við værum á leið til Suður-Kína og sagði þrjá rétti vera þar
mestan herramannsmat. Það væri hundur, snákur og apaheili. Snákar voru
geymdir lifandi í búrum á veitingastöðum og ef gesti fannst einn þeirra sætari
á svipinn en aðrir, tók kokkurinn um hausinn á honum með töng í vinstri
hendi og dró hann út úr kösinni, skar gegnum roðið í hring aftan við hausinn,
tók svo aðra töng og svipti roðinu af í einum rykk og lét síðan snákinn beint
ofan í sjóðandi feiti.
Ég hef oft séð svipaðar aðfarir á veitingastöðum, einkum í sunnanverðri
Evrópu með krabba, sem eru teknir lifandi upp úr kerjum og settir beint ofan
í sjóðandi feiti. Þá hef ég stundum heyrt skerandi ískurhljóð, sem þessi dýr gefa
frá sér. Ég sleppi því að endursegja frásögn Páls af því hvernig apaheilar eru
bornir á borð gesta en þeir eru mjög ferskir.
Kínverskur matur er fjölbreyttur og yfirleitt góður. Kínverjar tala ekki með
mikilli virðingu um matargerðarlist Vesturlandabúa og finnst lítið til koma að
bjóða upp á 2-4 rétti. Ég kom aldrei að morgunverðarborði í Kína með færri
en 14 réttum og aldrei að kvöldverðarborði með færri en 16 réttum og var
alltaf einn þeirra eða fleiri úr rækjum. Það var ekki alltaf auðvelt að greina
hvaða hráefni voru í öllum þessum réttum og ég hef frekar trú á því að ég hafi
í eitthvert skiptið smakkað hund.
Guangzhou
Við flugum frá Shanghai til Guangzhou, sem áður hét Kanton og er um 200
km norður af Hong Kong. Þaðan var ekið með okkur um nálæg héruð. M.a.
sáum við hundabúgarða, þar sem hundar voru aldir til kjötframleiðslu og biðu
þess í iðandi kös innan girðingar að
vera bornir á borð matgæðinga.
Einnig komum við í stóran þjóðgarð
en í honum var fallegt vatn og miklir
bambusskógar. Hvergi sáust fuglar
eða dýr í garðinum og ég spurði
hvort þar væri ekkert lifandi dýr að
finna og fékk það svar að svo væri
ekki.
Í allri ferðinni sá ég hvergi á ferli Guangzhou sem áður hét Kanton.