Húnavaka - 01.05.2012, Page 52
H Ú N A V A K A 50
Landaflaska fram var dregin,
fjörs svo gæti vaxið megin,
hitað vatn og settur síðan
sykur í svo bættist líðan.
Ei þó væri útlit guggið
allvel hressti Tótabruggið.
Hann í koju svo var settur,
Siggi var þar Hæstiréttur !
Kynding gafst í kláru standi,
kabyssan var rauðglóandi.
Skjálfti úr limum allur eyddist,
ylurinn um kroppinn breiddist.
Hann því brátt með krafti og kjarna,
kunni ei við að liggja þarna,
seildist fljótt í sínar brækur,
sagðist þegar orðinn sprækur !
Var sem þurrkuð væri úr huga,
virðist suma ekkert buga,
öll hin mikla átaksglíma,
innan þriggja klukkutíma.
Hinir vildu hann lægi lengur,
lítt því sinnti vaskur drengur,
gaf sig hvergi – gild var þörfin,
gekk hann með þeim hress í störfin.
Svo að loknum sjómannsverkum,
sem menn leystu af vilja sterkum,
undir stjörnum himinhandar,
heim var siglt til Skagastrandar.
Þarna vannst á vegferð manna
valinn sigur bjargráðanna.
Og þar mátti afl til leggja
eldklár hugsun garpa tveggja.
Fögnuð ríkan fundu í hjörtum,
fasta sýn á gildum björtum,
lífs við gefna sigursálma,
Siggi Árna og Gunni Pálma.
Eftir fylltan farinn róður,
fengurinn var meira en góður.
Leyst og unnið líf frá Ægi,
landi náð með stóru vægi.
Rúnar Kristjánsson. Fecit
Anno Domini 2011
INGIBJÖRG EYSTEINSDÓTTIR frá Beinakeldu:
Morgunandakt
Ég sit út við gluggann
og horfi á morguninn vakna.
Á austurhimni er roði
og blá heiðríkja við sjóndeildarbaug.
Það bjarmar af degi
og fuglarnir fjaðrirnar snyrta
eftir djúpan svefn
með höfuð undir væng.