Húnavaka - 01.05.2012, Síða 59
H Ú N A V A K A 57
Hugur Steinunnar stefndi til meira náms
þann ig að næst fór hún til Danmerkur og var
þar í lýðháskóla í tvo vetur. Þar lærði hún m.a.
dönsku, ensku og ýmsar hannyrðir. Þetta sýnir
hve námslöngunin var sterk og dugnaðurinn
að dáunarverður, því á þeim tíma var ekki
algengt að munaðarlausar ungar stúlkur færu til
náms erlendis.
Það er af Jósefínu, systur Steinunnar, að
segja að hún giftist Kristjáni Hall, bakara í
Reykjavík, og eignuðust þau sex börn. Eins og
hjá svo mörgum fjölskyldum í Reykjavik þá varð
þessi fjölskylda fyrir miklum áföllum. Í spönsku
veikinni 1918 dóu þau hjónin bæði ásamt
tveim ur yngstu börnum sínum. Einnig dó ein
vinnukona þeirra hjóna, auk aldraðar barn-
fóstru. Börnunum fjórum, sem eftir lifðu, kom
Steinunn fyrir á góðum heimilum og þar ólust
þau upp.
Eftir tveggja vetra nám í Danmörku kemur
Steinunn heim. Sumarið eftir, þ.e. 1915, fer hún
að Hnjúki í Vatnsdal. Þá voru þau byrjuð að
draga sig saman, bóndasonurinn á Hnjúki, Jón
Hallgrímsson, 1891-1967 og Steinunn. Ekki
ílentist hún þar að sinni því um haustið fer hún
til Hólmavíkur og gerist ráðskona hjá Magnúsi
Péturssyni lækni, sem síðar varð héraðslæknir í
Reykjavík. Þá gekk Steinunn með barn Jóns á
Hnjúki en Guðrún dóttir þeirra fæddist á
Hólmavík 17. janúar 1916. Guðrún var einka-
barn þeirra hjóna. Hún er enn á lífi, mjög ern
og nýorðin 96 ára.
Ekki er að fullu vitað hvers vegna varð ekki
af ráðahag þeirra Steinunnar og Jóns á Hnjúki
sumarið eða haustið 1915. Guðrún dóttir þeirra
telur að móður sinni hafi þótt nokkuð þröngt
fyrir dyrum á Hnjúki. Foreldrar Jóns stóðu þar
fyrir búi og ekkert vitað hvort eða hvenær Jón
tæki við. Auk þessa var fleira fólk á Hnjúki, t.d.
var þar Engilráð, systir Jóns og hennar maður.
Þau fluttu síðar í Leysingjastaði í sömu sveit.
Líkur eru á að Steinunn hafi ekki viljað koma
þangað fyrr en það lægi fyrir hvenær Jón tæki við jörðinni.
Steinunn var fimm ár á Hólmavík með Guðrúnu dóttur sína. Eftir þann
tíma fluttu þær mæðgur til Ísafjarðar þar sem Steinunn kenndi ensku, dönsku
Steinunn á Hnjúki á báðum
myndum. Til vinstri er hún í
grænum kyrtilbúningi úr silki sem
hún saumaði fyrir konungs-
komuna 1907. Kyrtillinn er nú í
eigu Heimilisiðnaðarsafnsins á
Blönduósi.
Stafaklútur Steinunnar er hún
saumaði í bernsku.
Kragi sem borinn var við kjóla,
saumaður út af Steinunni með
hedebosaum. Vel notaður og
viðgerður. Frábær vinna.