Húnavaka - 01.05.2012, Page 60
H Ú N A V A K A 58
og sögu í tvo vetur við unglingaskólann. Einnig
tók hún stúlkur heim til sín í nám um helgar til
að kenna þeim. Sumarið á milli voru þær á
Holtastöðum í Langadal. Þar var Steinunn
ráðskona meðan húsfreyjan sinnti söng og
hljóðfæraleik, sem voru hennar hugðarefni.
Haustið 1922 deyr Hallgrímur á Hnjúki og
Jón sonur hans tekur við jörðinni. Vorið 1923 er
Steinunn komin að Hnjúki og 4. ágúst um
sumarið ganga þau Jón og Steinunn í hjónaband.
Þá var Steinunn tæpra 37 ára. Þau bjuggu síðan
á Hnjúki í 24 ár en flytja þá suður til Reykjavíkur.
Við brottflutninginn seldu þau jörðina en
höfðu þann varnagla á að ef kaupandinn seldi
jörðina aftur, hefðu Guðrún dóttir þeirra og
hennar maður, Sigurður Magnússon, 1915-
2000, frá Brekku, forkaupsrétt. Eftir tvö ár
keyptu þau jörðina aftur og leigðu hana í 5 ár.
Veturinn 1948 brann íbúðarhúsið á Hnjúki og
eftir kaupin hófu þau Sigurður og Guðrún
byggingu nýs húss og fluttu norður 1955. Ári
síðar fluttu eldri hjónin aftur heim. Á Hnjúki
býr nú sonarsonur Guðrúnar, Sigurður, ásamt
fjölskyldu sinni og er hann sjöundi ættliðurinn
sem býr á jörðinni.
Á árum sínum sem húsfreyja á Hnjúki og
einnig þegar hún var í Reykjavík og á Ísafirði,
hafði Steinunn alltaf stúlkur hjá sér í námi og
voru ófáar stúlkurnar sem luku námi hjá henni.
Þegar Guðrún var kominn á skólaaldur eða 10
ára eins og skólaskyldan var þá, kenndi móðirin
henni heima ásamt öðrum stúlkum. Einnig fékk
hún kennslu í hannyrðum og liggja eftir hana
mjög fallegir hlutir.
Þegar Guðrún var að komast á fermingaraldur
byrjaði hún að sauma í höndunum nærföt eftir
fyrirsögn móður sinnar, undirkjól, kot og
nærbuxur. Allir kantar voru útsaumaðir með
tungusaum og svo fallega gert að undrun sætir,
sérstaklega þegar hugsað er til þess að svona
ungt barn átti í hlut. Einnig voru saumuð út lítil
og stór fiðrildi til punts.
Guðrún notaði kotið og undirkjólinn en aldrei buxurnar sem nú eru
varðveittar í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Eitt sinn spurði ég hana
hvort ekki hefði verið erfitt að sauma svona fallega út og var svarið þá: Ég var
„Umslag“ til að geyma
náttkjólinn í og leggja ofan á
uppábúið rúmið.
Saumað af Steinunni með
venizienskum saum.
Nærbuxur Guðrúnar sem hún
saumaði fyrir fermingu sína.
Frábærlega fallega unnin
handavinna af ungu barni.
Ljósadúkur, saumaður af
Steinunni með hedebosaum og
enskum og frönskum saum.
Afar vandaður og fallegur dúkur.