Húnavaka - 01.05.2012, Page 63
H Ú N A V A K A 61
HARALDUR ÞÓRÐARSON, Reykjavík:
Saga úr sveitinni
Það er áreiðanlega búið að skrifa margt gott um hunda í sveit og þegar ég
hugsaði mig nánar um minn hund lá mér það í augum uppi að ekki yrði það
nein lofgjörð sem ég mundi skrifa. Sviksemi og undanbrögð verða aðalþættirnir
í frásögninni og eins konar sálgreining verður að koma til skjalanna.
Sögumaður hefir verið 9-11 ára gamall snúningadrengur, ættaður úr
Reykjavík og var alls 7 ár á bænum hjá miklu ágætisfólki.
Föst verkefni mín, um þær mundir sem þessir atburðir urðu, voru þessi:
Fjósið með fjórum kúm. Reka þurfti kýrnar í haga eftir morgunmjaltir, moka
hellulagðan flórinn og bera upp hauginn. Sækja síðan kýrnar þegar kvöldaði.
Hjálpa gamla manninum að mala kaffið. Sjá um að eldiviðartrogið væri aldrei
tómt við eldavélina. Brennt var sauðataði eða mó.
Móinn þurfti að sækja niður á áreyrar, stinga hann niður og kljúfa. Þetta var
Saga úr sveitinni er skráð árið 2008 og hefur að geyma minningar
föður míns, Haraldar Þórðarsonar, frá árabilinu 1936-1940 þegar
hann var í sveit að Saurbæ í Vatnsdal hjá Grími Gíslasyni. Ekki
leikur nokkur vafi á því að þessi sveitadvöl átti drjúgan þátt í að móta
föður minn og kveikja hjá honum óþrjótandi virðingu fyrir og áhuga
á náttúrufari og mannlífi sem fylgdi honum alla tíð.
Stefán Haraldsson.
Haraldur Þórðarson fæddist í Reykjavík 5. janúar 1927 og
lést þann 11. febrúar 2010. Foreldrar hans voru Þórður
Þórðarson, trésmíðameistari frá Haga í Holtum og
Ingibjörg Guðmundsdóttir, húsfreyja frá Rútsstaða-
norðurkoti í Flóa. Haraldur var einn fimm systkina.
Haraldur ólst upp í Reykjavík, gekk í Austurbæjarskólann, síðan í Iðnskólann og lauk
þaðan námi í bifreiðasmíði árið 1945. Hann hóf störf á bifreiðaverkstæði Egils
Vilhjálmssonar og réðist síðan til Strætisvagna Reykjavíkur árið 1952 og gegndi þar
stjórnunar- og ábyrgðarstöðum í meira en 40 ár. Starfsferli sínum lauk hann sem
deildarstjóri tæknideildar SVR árið 1993.
Haraldur gekk ungur í Farfuglahreyfinguna og sat í stjórn Farfugladeildar Reykjavíkur
1947-1954. Hann var jafnframt í stjórn Bandalags íslenskra farfugla 1971-1977. Hann
naut þess alla ævina að ferðast og stunda útivist með fjölskyldu og vinum, ásamt
sjálfboðastarfi með Farfuglum. Haraldur gekk í Lionsklúbbinn Baldur árið 1975 og var
formaður klúbbsins 1985-1986. Haraldur var kjörinn heiðursfélagi í Félagi
bifreiðasmiða árið 1974 fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins.