Húnavaka - 01.05.2012, Page 78
H Ú N A V A K A 76
prýði manna, - góður granni,
glæstu verkin sýna merkin.
Efldi happ með karlmanns kappi
kjarkinn treindi er mest á reyndi.
Ráðagóður, - fræðafróður,
festa í lund og þrek í mundum.
Svipur bjartur, hlýja í hjarta,
hugsun djörf og leikni í störfum,
trúleik sýndi, - tápið brýndi,
traust sér vann hjá hverjum manni.
Skjöld með hreinan, - hann því seinast
héðan gengur sannur drengur.
Nær mín sál af sorgarbáli
svekktust var, ég fór til Ara.
Hann með speki hlýddi á rökin,
hönd mér rétti, - dáðum metta.
Smyrsli báru í svöðusárin
samúð mild og orðin snilldar.
Enginn bróðir, barn né móðir
betur hjúkrar vini sjúkum.
Ari féll, - en fegri gulli
fjölmörg standa verkin handar,
vitna um manninn, segja sanninn,
sjá hvað var hann, - upp hvað skar hann.
Sveitin grætur manninn mæta,
Móberg tjaldar svörtum faldi.
Blanda syngur sorgum þrungin
saknaðsóð þeim horfna bróður.
Hvíldu í friði, leystur, liðinn,
ljúfi vinur, sterki hlynur.
Veki aftur alheimskraftur
andann djarfa að fegra starfi.
Drottinn veki von og þrekið,
vinum launi þungar raunir.
Gefi annan Ara sannan
okkar sveit, þó breytt sé heiti.