Húnavaka - 01.05.2012, Page 83
H Ú N A V A K A 81
kar. Allan daginn var slakað niður til mín stórum
kassa með „pulsum“ en það voru stórir strigasekkir
sem voru fullir af steypu sem síðan harðnaði í sjón-
um. Þessar „pulsur“ voru um eitt tonn að þyngd.
Það var komið undir lok vinnu einn daginn. Stór
krani, sem vann við að slaka kassanum með „puls-
unni“ í, lenti á bryggjubrúninni, „pulsan“ rann af
miklum krafti niður í sjóinn, kom ofan á síma- og
loftlínuna og rann eftir þeim beint á mig. Í raun gróf
hún mig niður í sandinn, ásamt því að liggja ofan á
báðum línunum. Þarna lá ég undir farginu og gat
mig hvergi hreyft. Hjálmurinn grófst niður vinstra
megin en sem betur fer gat ég þrýst á ventilinn
hægra megin og þannig hleypt út lofti.
Slitrótt símasamband hafði verið upp í bátinn og
ekkert heyrðist í mér en Þórbjörn, sem var á símanum, áttaði sig fljótlega á því
að eitthvað væri að. Hann lét mennina, sem dældu lofti niður til mín, hægja
verulega á dælingunni. Það hjálpaði mér niðri, því þá kom ekki eins mikið loft
inn í hjálminn en ég þurfti minna á því að halda þar sem ég lá hreyfingarlaus
undir farginu. Nokkru seinna kom svo síminn inn aftur og ég gat látið vita
hvernig komið var. Enga aðstoð var að fá að ofan því enginn annar kafara-
búningur var á svæðinu. Þeir sem voru á þurru landi gátu ekkert gert en allir
gerðu sér auðvitað glögga grein fyrir alvarleika málsins.
Það varð mér til lífs að ég gat teygt mig í stóran tvíblaða hníf sem var festur
aftan til í beltið og þá gat ég byrjað að reyna að skera á strigapulsuna til að
geta farið að krafla í burtu einhverju af steypunni sem ég lá undir. Þetta gekk
mjög hægt því ég lá nánast alveg undir farginu og ekki auðvelt að teygja sig eða
gera nokkuð.
Smám saman tókst mér þó að krafla steypuna ofan af mér í burtu með
hægri hendinni, sem var laus, og jafnframt að ná að losa loftlínuna og líf- og
símalínuna undan steypunni. Eftir klukkutíma, liggjandi þarna grafinn í
sandinum, hafði mér tekist að ná svo miklu efni ofan af mér að ég gat farið að
hreyfa mig og standa upp. Líklega var ég ansi feginn þegar ég loks komst upp
í bátinn. Fyrir utan það að vera með hnífinn, sem í raun bjargaði málum, var
ég líka heppinn að hjálmurinn lét ekki undan þegar þunginn kom á hann, sem
og að loftlínan skyldi ekki fara í sundur eða klemmast saman undir farginu.
Ég hef aldrei sagt frá þessum atburði fyrr en núna. Það var alveg óþarfi að
vera að gera konu mína og börn hrædd eða óróleg yfir hættulegum vinnu-
aðstæðum oft á tíðum. Þarna var heppnin með mér en ég líka ungur og hraust-
ur, rétt liðlega þrítugur að aldri.
Ég hætti störfum sem kafari um 1970 enda er svona hjálmköfun fyrst og
fremst fyrir menn sem eru í blóma lífsins og hafa krafta og áræði til að vinna
við þær aðstæður sem ég hef lýst hér á undan.
Höfundur við kafarabúning.