Húnavaka - 01.05.2012, Page 94
H Ú N A V A K A 92
rauðmaginn var vandamál. Hvað átti að gera við hann? Við átum eins mikið
af rauðmaga og við gátum í okkur látið en það var ekki nóg. Við létum
nágrannana hafa rauðmaga en samt varð að henda honum.
Þá datt pabba það í hug að búa til kerru úr kexkassa frá Freyju. Hann
opnaði eina hliðina á kassanum og setti hjól af barnavagni undir, tvö að aftan
og eitt að framan. Siðan fyllti hann kassann með rauðmaga og sagði okkur
Almari að fara um alla Skagaströnd og selja rauðmaga. Veður var fínt þegar
við lögðum af stað með fullan kassa af rauðmaga. Við búðina hans Sigga
Sölva hittum við Jóhönnu hans Adda bílstjóra og buðum henni rauðmaga.
Hún rak upp stór augu þegar hún sá farartækið og innihaldið. En jú, hún
keypti tvo rauðmaga, einn lítinn og einn stóran. Lítill rauðmagi kostaði 5
krónur og stór kostaði 10 krónur.
En kerran léttist nú lítið við þetta. Við héldum því inn á við í áttina að
innbænum. Í útbænum fiskuðu flestir sinn rauðmaga sjálfir. Er við nálguðumst
Karlsskála mættum við Bjössa á Læk sem spurði: Hvað í ósköpunum eruð þið
með þarna, strákar? og horfði stíft á kerruna. Við sögðumst vera að selja
rauðmaga, Bjössi lét eins og hann heyrði ekki og sagði svo: Haldiði að einhver
vilji borða þennan ljóta fisk? Svo gekk hann áfram.
Þegar við komum að tröppunum á Karlsskála sagði ég við Almar: Þú þekkir
Ensa (Ernst Berndsen) svo vel að það er best að þú talir við hann. Almar gekk
upp bröttu tröppurnar á Karlsskála og barði að dyrum. Fyrst kom enginn og
Almar barði kröftuglega á dyrnar. Loksins kom Bíbí (Helga Berndsen) til dyra
og spurði súr: Hvað vilt þú? Viltu kaupa rauðmaga? spurði Almar. Við étum
ekki rauðmaga hér, laug Bíbí. Almar rak alveg í rogastans. En ég borðaði
rauðmaga hjá ykkur í gær, hrópaði hann. Já en ég vil ekki rauðmaga, hunskastu
í burtu, sagði Bíbí afundin og lokaði dyrunum.
Nú settumst við á neðsta þrepið í tröppunum og ræddum málið. Var yfirleitt
mögulegt að selja þennan rauðmaga? Á Læk fengu þau örugglega rauðmaga
frá einhverjum og Bjössi á Efri-Læk var ekki heima. Við prófum í Lundi.
Kannski Óli norski (Ole Åmundsen) éti rauðmaga? Við fórum að Lundi og
börðum að dyrum.
Hvað viljið þið? spurði Óli norski og leit strangt á okkur.
Viltu kaupa rauðmaga? sögðum við Almar í kór.
Rauðmaga? Nú hef ég
ekki heyrt annað eins, sagði
Óli. Nei, svo leiðis fisk-
ómynd ét ég ekki.
Svo lokaði hann dyr un-
um án þessa að líta á rauð-
magann.
Þessi fiskur er ó selj an-
legur, sagði Almar. Við
próf um á Lækjar bakka og
svo hættum við þessu.
Grásleppa.