Húnavaka - 01.05.2012, Page 109
H Ú N A V A K A 107
SIGURJÓN GUÐMUNDSSON frá Fossum:
Gangnastjórar í meira en öld
Á Fossum í Svartárdal í Austur Húnavatnssýslu hefur sama ættin í karllegg
búið síðan 1891. Það sama ár flytur þangað ungur bóndi, Guðmundur Sig-
urðs son. Hann var fæddur í Sellandi fremst í Blöndudal, 19. janúar 1853,
sonur Sigurðar Guðmundssonar en hann var ættaður frá Grund í Svínadal.
Þeir voru albræður, Guðmundur og Pálmi, faðir Ingvars alþingismanns þeirra
Sunnmýlinga um langt skeið.
Guðmundur Sigurðsson fer ungur að árum í vinnumennsku til Guðmundar
Gíslasonar bónda á Bollastöðum sem var frægur fyrir mörg tilsvör sín. Vel
hefur Guðmundi Bollastaðabónda líkað við nafna sinn, þá er hann var eitt
sinn spurður hvernig vinnumaðurinn reyndist, svaraði hann til: „Það eru fáir
Flosa líkar.“ Var almælt að Guðmundi Sigurðssyni væri vart betur lýst en með
þessari fornu tilvitnun.
Guðmundur Sigurðsson tekur við gangnastjórn á Eyvindarstaðaheiði af
Jónasi Jónssyni í Rugludal 1883 og stýrir þar göngum í 44 ár. Þar með hefst
óslitin gangnastjórasaga þeirra Fossafeðga, þar sem sonur tekur við af föður í
þrjá ættliði, til ársins 1992 eða í 109 ár. Hygg ég að þess séu fá dæmi að sami
ættleggur hafi gegnt þessu starfi svo lengi.
Afa mínum, Guðmundi Sigurðssyni,
er svo lýst að hann var fremur lágur vexti,
þykkur undir hönd og þrekinn. Hann
varð snemma sköllóttur en með ræktarlegt
alskegg eins og þá var siður margra.
Guðmundur reisti bú á Fossum 1891 og
er þar til dauðadags. Kvæntur var hann
Engilráð Guðmundsdóttur frá Hvammi í
Svartárdal en missti hana eftir fárra ára
sambúð. Þau eignuðust þrjú börn, tvær
dætur sem dóu báðar ungar og einn son,
Guðmund, fæddan 1893, síðar bónda á
Fossum.
Fossar eru afskekkt heiðarbýli í jaðri
Eyvindarstaðaheiðar. Guðmundur afi
tekur ungur miklu ástfóstri við heiðina og
má hiklaust segja að sá eiginleiki hafi
fylgt ættmönnum hans fram á þennan
dag. Um fimmtíu ára skeið átti hann ótal
Guðmundur Sigurðsson, Fossum.