Húnavaka - 01.05.2012, Qupperneq 122
H Ú N A V A K A 120
sérlega heiðarlegur maður, hreinlyndur og orðheldinn, laus við allan fláttskap
og undirferli. Þennan vitnisburð skrifaði sýslumaður 9. nóvember 1883.
Rúmri viku síðar, 18. nóvember, dó Friðrik, daginn fyrir 23. ára afmæli sitt.
Friðrik var nýlega tekinn til starfa á Blönduósi þegar óhapp varð við
útskipun frá versluninni. Hann lýsir því sjálfur svo í bréfi til sýslumanns:
Skýrsla um bátsskaða þann er vildi til á Blönduósi þann 11. maí 1882.
Þriðja sinn í dag var stórbáturinn vel mannaður og sendur með 15 tunnur af kjöti á leið
fram í skipið Anna sem liggur hér á höfninni. Nokkur gola var á norðan. Báturinn var
aðeins kominn skammt út fyrir sandrif það, er liggur framantil við árósinn, þegar hvessti
snögglega, og golan varð að stormi. Vindurinn og árstraumurinn rak bátinn, þrátt fyrir það
að bátshöfnin reri af alefli, fram að hafísnum sem liggur umhverfis, þar fyllti hann á
svipstundu og sökk og skaut honum þvínæst upp aftur á hvolfi. Skipsmennirnir, sem sáu
ófarirnar, skunduðu til hjálpar á stærri bát skipsins og gátu með lífshættu bjargað
bátshöfninni. Bátnum, og því sem í honum var, verður ekki að svo stöddu bjargað, því alltaf
hvessir og báturinn verður fljótt umkringdur ísnum og að líkindum fer með honum eða
brotnar. Þegar lygnir er ekki ómögulegt að einhverju mætti ná af tunnunum sem sokknar
liggja, ef ísinn ekki flytur þær með sér áður.
Þetta votta Jón Jóhannsson, Sigurður Hjálmarsson, Jakob Jóhannesson og Benóní
Jóhannesson.
Skipið Anna, sem þarna var verið að lesta, hafði haldið til Skagastrandar
frá Kaupmannahöfn 1. apríl. Eftir afgreiðslu þess á Skagaströnd hélt skipið til
Blönduóss.
Ofsaveður hafði gengið yfir landið 20.-29. apríl og hafís rak að landinu í
kjölfarið. Ekki varð skipinu, sem var 135 lesta skonnorta, meint af en löngu
síðar mætti það örlögum sínum á Blönduósi.
Af strandi skonnortunnar „Anna“ 28. september 1892. (Lagt fram í sjórétti
á Blönduósi).
Mandag d. 26. Purret ud kl. 5 ½. Vinden. Stille tyk luft. Formiddag indladet en deel
lax og köd og uld og 1 baad ballast. Eftermiddag storm af n.v. og höj sö, lod b.b. anker gaa
i bund og stak 30 favne kjætting om b.b. og 60 favne om styrbord. Aften haard storm af n.n.ö
med meget höj sö, stak kjættinger paa tamp begge bs. Kl. 8 satte söevagt. Lænds ved pumpen.
Tirsdag d. 27. Morgen haard storm af nord med frygtelig höj sö. Holdt stadig sövagt
dagen over, frygtelig haard storm og ufornuftig höj sö. Aften holdt alle mand paa dækket da
stormen tiltog til orkanagtig. Söen bröd stadig over skibet.
Onsdag d. 28. Holdt stadig alle mand paa dækket. Formiddag gik skibet i drift og stadig
drev indpaa land. Kl. 2 begynte skibet at tage grundsö over og st.b. kjætting brækkede hvad
der kunde observeres, skjöndt det var næsten ikke til at komme forud paa skibet. Kl. 2 ¼ var
ved at gaa ind i landbrændingen. Stak kjætting fra os og heiste forstagsejl og stagfok og lod
skibet gaa saa höjt op som muligt for at bjærge mandskabet og saa meget som mulig af skib
og last. Kl. 4 kom alle mand i land ved hjælp fra land med et tog og en baadsmandsstol som
blev halet frem og tilbage.