Húnavaka - 01.05.2012, Page 131
H Ú N A V A K A 129
voru fólk á lónsbakkanum og milljónum ljósmynda smellt af. Til að minna á
að ekki er lífið allt leikur kom fyrir að lónið sýndi á sér verri hlið. Bílar festust
á leið sinni yfir útfallið, sumir lentu á bólakaf og stórskemmdust, aðrir urðu
fyrir minna tjóni. Allt þetta gerði svæðið að miklu ævintýralandi og þar um átti
margur maðurinn ótaldar ferðirnar.
Svo gaus, jökullinn bráðnaði að hluta, vatnsflóð steyptist ofan úr gígnum
með ógnarkrafti ofan í lónið, bar með sér aur, grjót og nýbakaðan en hrað-
kæld an hraunmulning, þeyttist niður að útfallinu, ruddi frá fornum jökul garði,
frussaðist niður Markarfljótsaura og allt til sjávar. Þegar allt sjatnaði var
ævintýralandið gjörbreytt. Lónið horfið, Gígjökull varla svipur hjá sjón og
sjálfur Eyjafjallajökull var svartur eins og kolahaugur. Og Landeyjahöfn hefur
verið illnothæf síðan.
Dag nokkurn stendur maður við jökulgarðana, litast um og hugsar sem svo:
Þetta er bara alveg eins og Lónið við Gígjökul … en samt er það ekki alveg
eins. Hvað vantar? Jú, eitt stykki lón, nokkur milljón kíló af jökli, stykki úr
jökulgörðunum, vegarhluta og göngubrú. En vertu bjartsýnn maður. Margt
annað hefur þó komið í staðinn. Munum að áður kastaði jökull af sér vatni
þarna en nú er komið fast efni í staðinn, vel meira en það sem nam yfirborði
lónsins. Lítil snotur á rennur frá jöklinum og neðarlega sprettur fram vatn
undan aurnum, líklega frá bráðnandi ísmulningi sem án efa er í bland með
möl, leir, ösku og stórgrýti.
Þar sem áður var vegur og vað yfir Lónið er núna stórt, opið svæði. Mikið
af jökulgarðinum hafði sópast í burtu. Allt er farið. Vegur inn upp að lóninu er
horfinn. Þar sem gamla bíl vaðið var yfir útfallið vantar stórt stykki í
jökulgarðinn beggja vegna. Vegurinn austan lóns liggur eins og hann átti að
Gígjökull og kletturinn stóri.