Húnavaka - 01.05.2012, Page 137
H Ú N A V A K A 135
ekki til eldstöðvanna heldur þarf að ganga um tvö hundruð metra til vesturs.
Þangað lá líka leiðin enda er Fimm vörðuhryggur hár og torfarið víðast af
honum. Þannig var það ekki þegar við byggðum skálann heldur var hægt að
aka á jeppum upp að honum norðan megin. Þar lá jökullinn að hryggnum en
á tuttugu árum hefur hann ekki aðeins rýrnað, hann er horfinn að mestu leyti
af há Hálsinum. Forðum daga var þar nefndur Lágjökull og tengdi hann
saman báða jöklana, Mýrdalsjökul og Eyjafjallajökul.
Á því svæði sem enginn man eftir opnaðist sprunga og hraun úr iðrum
jarðar þeyttist upp og safnaðist saman uns það tók að renna. Þarna eru
vatnaskil. Annars vegar hallar nokkuð til vesturs og hins vegar til austurs.
Tilviljunin hagaði því að sprungan gubbaði út úr sér hrauninu austan megin
og þar rann hraunið ofan í Hrunárgil.
Nokkuð mörgum árum fyrr átti ég ásamt fleirum leið þarna um að
vetrarlagi, líklega í mars 1996. Þá var harðfenni mikið, gott göngufæri án skíða
en raunar leiðindafæri á gönguskíðum, sérstaklega niður í móti. Við komum
upp úr Básum í Goðalandi, sem eru norðan við Fimmvörðuháls, gegnt
Þórsmörk. Eftir að vera komnir upp á Bröttu fannarfell, sem er í rúmlega
þúsund metra hæð, gengum við niður af fellinu sunnan megin og vorum þá
skammt frá þeim slóðum er eld sprungan opnaðist löngu síðar. Vildi þá þannig
til að einn félagi minn féll við og
missti um leið af sér annað
gönguskíðið. Hann lá eins og illa
gerður hlutur en ég stóð nokkru ofar
og saman horfðum við á skíðið
renna með vaxandi hraða austur
með Bröttufannarfelli, taka litla
beygju og hverfa svo. Slík var til-
viljunin að þegar hraun tók að flæða
upp úr sprungunni fylgdi það ná-
kvæm lega sömu leið og skíðið hafði
runnið forðum daga. Hvort tveggja,
skíðið og hraunið, féllu ofan í
Hrunárgil, þröngt en djúpt gil,
kennt við brattlent landsvæði sem
nefnt er Hruni og er það réttnefni.
Skíðið nam staðar skammt fyrir
neðan Heljarkamb eins og mig hafði
raunar grunað og kom auga á það í
kíki. Ég setti á mig ísbrodda, tvíhenti
öxina og fetaði mig svo niður í
vetrardimmt gilið og sótti skíðið,
barg því undan hraunstraumnum
sem féll tíu árum síðar. Hann lét
ekki staðar numið neðan við Heljar-
Hrútfellsgnípa ber í svartan Eyjafjallajökul.
Ein stika á gönguleiðinni yfir Hálsinn í
forgrunni.