Húnavaka - 01.05.2012, Page 139
H Ú N A V A K A 137
Nú hefur gönguferð á Fimmvörðuháls fengið nýjan tilgang og þar er stóra
aðdráttaaflið sjálfar eldstöðvarnar. Ekki nóg með að þær séu áhugaverðar sem
slíkar og einstaklega fallegar. Þar er enn mikill hiti og sumir hafa einstaklega
góðan húmor fyrir því og bera með sér mat sem þeir grilla og snæða svo á
eldfjalli. Hvað getur toppað slíkt?
Þórsmörk, Goðaland og Fimmvörðuháls eru vinsælir ferðamannastaðir.
Þangað er gaman að koma, gott að reyna sig við fjöllin. Guðmundur
Einarsson, fjallamaður, listamaður og lífskúnstner frá Miðdal, sagði á sínum
tíma:
„Það fólk, sem hefur þrek til að bjóða þægindastefnu nútímans byrginn og leita stælingar
á sviðum hamfaranna, lætur eigi staðar numið við stuttar skíðaferðir og smá „göngutúra“,
held ur gengur það tindana, hamrana, skriðj öklana, lærir að klífa.“ (Fjallamenn, bls. 162)
Er það ekki einmitt þetta sem lífið snýst um, að takast á við náttúruöflin,
hreyfa sig og skoða landið sitt og heiminn? Guðmundur var forvígismaður
Fjallamanna sem stóðu að því árið 1941 að byggja Fimmvörðuskála. Skálinn
var endurbyggður árið 1991 og hefur síðan verið gott skjól fyrir ferðafólk efst
á Fimmvörðuhálsi.
Guðmundur var hreinskilinn maður og hér er gott að enda á orðum hans
og má hver og einn túlka þau eftir vild: „Ég hef séð kunningja minn hrapa til dauða
í Alpafjöllunum en það fékk mér ekki eins mikillar sorgar og að sjá fjölda fólks, sem ég þekki,
grotna niður af fitu, leti og óreglu.“ (Fjallamenn, bls. 612).
Allar ljósmyndir í greininni eru eftir höfundinn.
Magni á Fimmvörðuhálsi. Gufa stígur upp úr gígunum suðaustan við eldfellið, um sautján
mánuðum eftir að gosi lauk. Myndin er tekin eftir nokkurra daga rigningu en nú hefur birt
til. Regnvatnið sýður í heitum gígunum og gufar upp rétt eins og enn gjósi.