Húnavaka - 01.05.2012, Page 149
H Ú N A V A K A 147
SVEINN TORFI ÞÓRÓLFSSON frá Skagaströnd:
Þegar læknirinn kom til
Skagastrandar
Ég las nýlega á vefsíðunni www.skagastrond.is að undirritaður hefur verið „samningur milli
Sveitarfélagsins Skagastrandar og Háskóla Íslands um þriggja ára uppbyggingu rannsókna-
og fræðaseturs á Skagaströnd”.
Hverjum hefði dottið í hug fyrir 50-60 árum að fræðasetur á háskólastigi myndi koma
til Skagastrandar?
Ég spurði mömmu einu sinni. Hvað er háskóli? Mamma átti erfitt um svör og vitnaði
helst í menntun prestsins. Svo hann sr. Pétur hefur gengið í háskóla? spurði ég. Já, þótt
enginn gæti trúað því, sagði hún þá.
Þannig var að það var að koma læknir í fyrsta sinn til Skagastrandar, þ.e. með
búsetu þar, árið 1953. Fyrsti læknirinn hét Halldór Arinbjarnar. Hann kom
beint úr háskólanum sem þótti ókostur því hann hafði litla reynslu en menn
sögðu að það væri betra en að hafa ekki neinn lækni.
Mikið var talað um komu læknisins og sýndist sitt
hverjum. Merkilegast var hve neikvæðar konurnar
voru í garð læknis. Við björgum okkur nú alveg með
Guðrúnu Teits ljósmóður og þurfum engan lækni,
sögðu sumar. Mamma var ósammála og þrættu þær
oft um þetta mál, konurnar í götunni okkar,
Bankastræti. Mamma, sem stóð nokkuð ein í þessu
máli, gaf sig ekki. Ég læt þennan lækni aldrei þukla á
mér, sagði Sigga í Steinholti og Anna í Stórholti tók í
sama streng. Æi, mér er alveg sama um þennan
lækni, sagði Gumma á Flankastöðum og þannig
héldu þær áfram.
Einu sinni þegar þær voru að hálfrífast uppi í eld-
húsi heima í Höfðaborg kom pabbi heim af sjónum
og heyrði hvað þær voru að karpa um. Pabbi var
skip stjóri á línubátnum Auðbjörgu HU6 og hafði oft komist í hann krappann.
Pabbi opnaði dyrnar og hellti sér yfir þær.
Að þið skuluð ekki skammast ykkar að tala svona, sagði hann, þetta er nú
ekki bara ykkar mál. Á sjónum gerast oft slys sem ætti að fara með til læknis
en látið vera því erfitt, jafnvel ómögulegt, að komast inn á Blönduós til að gera
Halldór Arinbjarnar.