Húnavaka - 01.05.2012, Side 150
H Ú N A V A K A 148
að sárum og meiðslum. Svo
nefndi hann dæmi frá árinu
áður þegar hann sigldi beint af
Hofsgrunni og inn á Blönduós
með háseta sem hafði slasast og
varð að komast til læknis. Á
Blönduósi var léleg bryggja svo
erfitt var að komast þar í land.
Nei, tími væri kom inn til að
læknir kæmi á Skaga strönd,
sagði hann, sagðist ekki vilja
heyra svona lagað og urðu
döm ur nokkuð skömmustulegar.
Svo hreytti hann út úr sér að í fyrra hefði hann hætt að draga línu þegar
beiðni kom úr landi að koma veikum manni frá Skagaströnd og inn á Blönduós
því allt var teppt af snjó á landi. Pabbi var þá skipstjóri á bát sem hét Hörður
sem Jón á Hólanesi gerði út.
Mamma sagði að nú þyrfti maður ekki lengur að brjótast inn á Blönduós í
bandvitlausu veðri ef eitthvað kæmi fyrir. Minntist hún þess þegar ég hjó í
sundur á mér tunguna og það varð að fara með mig inn á Blönduós í mikilli
ófærð. Addi bílstjóri keyrði mig inn að Hallá. Svo kom jeppi sem komst inn að
Laxá en þar biðu svo Blönduósingar með sleða og drógu mig á honum inn á
spítala. Þar tók Páll Kolka á móti mér og gerði að sárinu. Hann kvað upp úr
að minnstu hefði munað að ég hefði misst málið. Tungan hékk bara á smá
taug hægra megin. Ég hef ennþá djúpt ör þvert yfir tunguna. Ég hafði misst
mikið blóð og varð að vera á sjúkrahúsinu í nokkurn tíma. Mér leið vel á
sjúkrahúsinu og vildi ekkert fara heim þegar pabbi kom að sækja mig. Ég hafði
kynnst mörgum góðum konum sem gáfu mér súkkulaði en slíkan munað
fengum við krakkarnir ekki á Skagaströnd.
Ég man, að Guðrún Teits ljósmóðir hafði viðað að sér einhverju dufti sem
hermennirnir í stríðinu notuðu við að stoppa blóð við miklum sárum. Nú kom
þetta duft að góðum notum þegar stöðva varð blóðrásina. Þetta er baneitrað,
sagði Guðrún, hann má ekki borða það og stakk fingrinum niður í kok á mér
svo mér lá við köfnun. Kolka sagði að þetta duft hennar Guðrúnar hefði bjarg-
að mér frá að blæða út og snarræði hennar að taka það með sér er kallið kom.
Þegar Kolka kvaddi okkur sagði hann að tími væri kominn til að við
fengjum lækni úti á Skagaströnd.
Ég bar alltaf vissa lotningu fyrir Guðrúnu Teits. Mér fannst hún merk kona.
Þegar ég byrjaði í skólanum fór ég og heimsótti hana í Árnes, sérstaklega ef ég
skrópaði í leikfimi, sem fór fram í samkomuhúsinu, Bretabragganum, sem kall-
að ur var Tunnan.
Líkar þér ekki í leikfimi? spurði hún. Jú, eiginlega en ég er bara upp á kant
við allan skólann, nema Elínborgu. Elínborg er góð kona enda frænka mín,
sagði Guðrún þá. Jæja, þetta vex af þér, eins og flestum óþekkum strákum,
sagði hún og stóð upp og lét mig skilja að heimsókn minni væri lokið. Hún gaf
Læknisbústaðurinn, nú Bogabraut 10.