Húnavaka - 01.05.2012, Page 152
H Ú N A V A K A 150
held ég verði bara að klippa peysuna
og skyrtuna af þér.
Mér leið svo illa að mér var alveg
sama og var feginn að komast til
einhvers sem tók málið alvarlega.
Læknirinn var lengi að setja
tækin í gang og las mikið í bókum á
meðan. Svo snýr hann sér að mér
og segir mér að setja handlegginn
upp á borð. Því næst var hann lengi
að kíkja í einhver tæki og færa fram
og til baka og alltaf að segja að ég
mætti ekki hreyfa mig.
Ég tók nú eftir að læknirinn fór
að svitna og var órólegur. Hann
sagði svo allt í einu, að hann hefði
aldrei gert þetta einn áður, kynni lítið á þessi tæki og yrði því að lesa sig til. Ég
skildi þetta nú ekki en beið bara eftir að eitthvað gerðist.
Nú er þetta komið, segir hann og lítur í tækið og kveður upp að þetta sé
mikið brot sem sársaukafullt verði að laga svo ég verði bara að harka af mér.
Því næst byrjar hann að toga handlegginn í sundur og snúa svo sársaukinn
varð alveg óþolandi. Ég tárfelldi og beit saman tönnunum en læknir var bara
upptekinn við sitt verk og leit ekki á mig.
Þarna kom það, sagði hann allt í einu sigri hrósandi, allur í svitabaði. Nú er
þetta komið saman og getur byrjað að gróa.
Hann fór inn í herbergi og kom aftur með langar vefjur og hvítt duft í fötu.
Svo hellti hann vatni í fötuna og hrærði í. Þú verður að fá svuntu, sagði hann,
annars verður þú allur útmakaður í gifsi.
Hann tók nú handlegginn og vafði grisju um hann. Svo tók hann slatta af
gifsi og smurði á grisjuna. Þetta endurtók hann margoft, þangað til að hann
var ánægður með unnið verk. Gifsið var nú að harðna og handleggurinn eins
og í skrúfstykki.
Við verðum að taka mynd til að sjá hvernig þetta tókst, sagði hann svo. Ég
lagði blýþungan handlegginn aftur á borðið, læknir rýndi í tækið og kvað upp
úr að allt hefði tekist vel. Nú væri bara að bíða í sex vikur áður en hægt væri
að taka gifsið af. Hann tók síðan tvær bleyjur og bjó til úr þeim fatla og hengdi
handlegginn um hálsinn á mér.
Jæja, nú er klukkan orðin níu og tími til kominn að fá sér svolítið í svanginn.
Við förum upp og sjáum hvort konan hafi ekki eitthvað gott handa okkur eftir
erfiðan dag.
Ég held best sé að koma sér heim, sagði ég. Fólk gæti verið orðið hrætt um
mig. Ég þarf að tala svolítið við þig, sagði hann þá.
Ég fylgdi honum upp stigann upp á aðra hæð. Þar var okkur boðið til stofu.
Við fengum kaffi og með því og svolítinn matarbita sem kom sér vel því ég var
orðinn virkilega svangur.
Bíll læknisins.