Húnavaka - 01.05.2012, Síða 153
H Ú N A V A K A 151
Fyrst talaði læknirinn um daginn og veginn og spurði mig ýmissa spurninga
sem ég svaraði greiðlega. Svo fór hann að tala um meiðsli mín.
Er fólk hérna svona kærulaust um börnin? spyr hann allt í einu.
Nei, nei, segi ég.
En þú komst hérna aleinn með brotinn handlegg. Það kalla ég kæruleysi.
Ja, ég hljóp nú bara af stað til læknisins, svaraði ég.
Já og það gerðir þú alveg rétt í, sagði hann.
Nú var orðið kvöldsett og tími til að koma sér í háttinn. Ég ætlaði að kveðja
og þakka fyrir mig en þá segir læknirinn. Ég keyri þig heim. Það er langt að
fara alla leið út undir Höfða. Það er alveg óþarfi, segi ég. Það er ekki óþarfi,
segir læknir skarpt. Þú ert með handlegg í fatla og mörg kíló af gifsi. Þú átt að
læra að taka á móti tilboðum þá sjaldan þau koma. Sá sem ekki tekur á móti
tilboðum fær ekki neitt og verður útundan!
Við göngum út í bíl læknis, sem var flottur jeppi frá Ameríku. Ég þorði
næstum ekki að setjast upp í svo flottan bíl. Síðan keyrðum við niður á Hólanes
og út með Víkinni en við Siggabúð beygði hann ekki inn á Skagabrautina
heldur hélt áfram út Einbúastíginn og niður á bryggju og stoppaði á
síldarplaninu með ljósin á bílnum.
Læknir tók nú að spyrja mig um ýmislegt, til dæmis um bátana og trillurnar,
hvað þær hétu og hverjir ættu þær og hverjir væru á þeim o.s.frv. Ég gat svarað
flestu nokkuð greiðlega og læknirinn sagði að ég væri skýr strákur. Svo sagði
hann að hann hefði verið oft á togara í fríum þegar hann var að læra í
háskólanum. Í einu jóla frí inu hefði gert aftakaveður og þeir haldið að skipið
myndi fara niður.
Pabbi er oft á togurum
fyrir sunnan, aðallega á
Agli Skallagrímssyni og
hann segir að togarar séu
mjög örugg skip, segi ég.
Já, togarar eru örugg
skip en öll skip geta farist,
sagði hann þá og varð
hugsi.
Við keyrðum nú upp
að Höfðaborg og ég steig
út og kvaddi lækni. Komið
var myrkur og klukkan
orðin margt. Mamma
varð vör mannaferða og kom út og segir strax og hún sér mig. Hvað ertu nú
að hafast, Torfi, Getur þú aldrei verið eins og maður?
Drengurinn er handleggsbrotinn og ég gekk frá því en ég kem seinna og tala
við þig, sagði læknirinn. Drengurinn þarf nú hvíld og ætti ekki að fara í
skólann næstu viku. Svo keyrði hann burtu.
Mamma hrökk við að heyra lækninn tala svona skarpt til sín en segir svo.
Þú ert alltaf til trafala, Torfi.
Litla bryggjan þar sem trillurnar lágu.
Trillurnar, Norðra, Blíðfari, Kópur og Ægir.
Ljósm.: Guðmundur Guðnason.