Húnavaka - 01.05.2012, Page 161
H Ú N A V A K A 159
Leiðir hennar og Ellerts Pálmasonar, f. 1938, lágu saman fljótlega eftir það.
Þau hófu búskap á Bjarnastöðum með foreldrum Ellerts og gengu í hjónaband
24. júlí 1966. Börnin þeirra eru: Gunnar, 1965-2010, Pálmi og Oddný Rún.
Fyrir átti Vigdís Pálínu Bergey, maki Bjarni Kristinsson og eiga þau þrjár
dætur og Heklu en hún á fjögur börn. Þær systur ólust báðar upp á
Bjarnastöðum. Þar dvöldu einnig langdvölum barnabörn Vigdísar og nutu
hlýju hennar. Sigurbjörn Pálmi, næstyngsti sonur Heklu, ólst upp á
Bjarnastöðum frá sjö ára aldri.
Gestrisin var Vigdís svo af bar og oft mannmargt í heimili á Bjarnastöðum
þar sem ætíð var bæði nægjanlegt húsrúm og hjartarúm. Hún vann hjá
Sölufélagi Austur-Húnvetninga nokkur haust. Í tíu ár var hún verkstjóri á
saumastofu Pólarprjóns í Skólahúsinu í Þingi og þegar Pólarprjón hætti
rekstri, keyptu hún og Ellert reksturinn og stofnsettu saumastofuna Þing.
Vigdís var félagslynd og hún hafði ánægju af handavinnu og blómarækt.
Hún var dugleg og sívinnandi heimili sínu og fjölskyldu, að gera þeim gott og
gleðja þau á allan hátt. Hún andaðist á heimili sínu og var útför hennar gerð
frá Þingeyraklausturskirkju 29. janúar.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Svavar Pálsson,
Blönduósi
Fæddur 17. janúar 1923 – Dáinn 16. febrúar 2011
Svavar var fæddur að Sólheimum í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu.
Hann var eina barn hjónanna, Ingibjargar Þorleifsdóttur frá Stóra-Búrfelli í
Svínavatnshreppi og Páls Hjaltalíns Jónssonar, sem fæddur var á Hrísum í
Þorkelshólshreppi í Vestur-Húnavatnssýslu.
Svavar ólst upp hjá foreldrum sínum en þau bjuggu fyrst í Sólheimum,
síðan í Hamrakoti og síðast á Smyrlabergi. Þaðan fluttu foreldrar Svavars á
Blönduós og bjuggu í Baldursheimi, húsi sem staðsett var beint á móti
Sölufélagi Austur-Húnvetninga.
Svavar vann ýmsa vinnu sem ungur maður fyrir norðan en fór síðan til
Reykjavíkur og vann hjá hernum. Hann fékk fljótt áhuga á bílum og bif-
reiðaakstri, tók meirapróf, keypti trukk af hernum og vann við ýmsa flutninga
í Húna vatnssýslu.
Svavar kvæntist Hallgerði Rögnu Helgadóttur, ættaðri frá Hvarfi í Víðidal.
Svavar og Hallgerður, eða Gerða eins og hún var kölluð, eignuðust þrjú börn
sem eru; Særún Brynja, Páll og Guðmundur Helgi.
Áhugamál og atvinna Svavars voru bílar og akstur, hann keyrði flutningabíla
hjá Kaupfélagi Húnvetninga milli Reykjavíkur og Blönduóss og olíubíl
félagsins. Hann var í hópi fyrstu starfs manna Mjólkursamlagsins á Blönduósi,
þegar það tók til starfa um áramótin 1947-1948. Árið 1965 réðist hann til
Bifreiðaeftirlits ríkisins með aðsetur á Blönduósi. Þar var hann bifreiða eftirlits-