Húnavaka - 01.05.2012, Page 164
H Ú N A V A K A 162
maki Friðrik V. Stein grímsson og eignuðust þau þrjár dætur en misstu eina af
slysförum. Sigurlaug, maki Eiríkur I. Garð ars son og eiga þau þrjá syni.
Guðrún og Baldur hófu sinn búskap á Neðstabæ í Norðurárdal en fluttu á
Blönduós árið 1957 og bjuggu þar alla sína tíð. Guðrún vann hin ýmsu störf
ásamt því að sinna stóru heimili og börnum. Síðustu árin, sem hún starfaði
utan heimilis, vann hún á Héraðshælinu á Blönduósi. Síðasta árið dvaldi hún
á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík.
Guðrún var náttúrubarn. Hún hélt hesta í nokk ur ár og færðu þeir henni
mikla gleði. Um 75 ára aldur fór hún ríðandi yfir Kjöl ásamt hópi af hressu
fólki og endaði túrinn á útihátíð í Galtalæk ásamt nokkrum barna sinna.
Guðrún var félagslynd og útivistarkona. Áhugi hennar á steinum var mikill og
bar heimili hennar þess merki.
Guðrún hafði alla tíð mikinn áhuga á fötum og lagði mikið upp úr því að
vera vel til höfð og þá urðu skórnir að vera í stíl.
Þegar hún hætti að vinna, sjötug að aldri og þrælhress, með nógan áhuga
og styrk, þá var hún mjög dugleg að heimsækja börnin og fjölskyldur þeirra.
Hún kom alltaf til dyranna eins og hún var klædd. Og hún var alltaf vel
klædd. Hún fór sínu fram, hvað sem hver sagði. Hreinskilin, opin og einlæg.
Eftir henni var tekið, hún gerði sér ekki sérstakt far um að hverfa í fjöldann.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Mörk, var jarðsungin frá Blönduóskirkju 18.
mars og jarðsett í Höskuldsstaðakirkjugarði.
Sr. Hjálmar Jónsson.
Páll Valdimar Magnússon,
Vindhæli
Fæddur 4. desember 1921 – Dáinn 12. mars 2011
Páll var fæddur að Bergsstöðum í Hallárdal. Foreldrar hans voru Guðrún
Einarsdóttir frá Hafursstaðarkoti í Vindhælishreppi og Magnús Steingrímsson
frá Njálsstöðum í Vindhælishreppi.
Börn Guðrúnar og Magnúsar voru í þessari
aldursröð; Stein grímur elstur, þá María Karolína,
Sigurður Bergmann, síðan Guðmann Ein ar, þá
Guðmundur Bergmann og yngstur var Páll
Valdimar. Öll eru þau systkini nú látin.
Bernsku- og uppvaxtarár sín átti Páll með for-
eldrum og systkinum. Í Vindhælishreppi bjuggu
þau á nokkrum bæjum en lengst af bjuggu þau á
Bergsstöðum, þá Þverá og Sæunnar stöðum í
Hallárdal.
Á Sæunnarstöðum hóf Páll búskap með for-
eldrum sínum og bræðrum og bjuggu þau þar til
ársins 1944. Þá festu þau kaup á jörðinni Vindhæli