Húnavaka - 01.05.2012, Page 165
H Ú N A V A K A 163
á Skagaströnd. Það sama ár flutti fjölskyldan þangað, þar varð síðan hans
starfsvettvangur, í félagi með bræðrum sínum, Guðmanni og Guð mundi.
Páll og bræður hans lögðu stund á sauð fjárbúskap á Vindhæli en fyrstu árin
voru þeir einnig með kýr og seldu mjólk til íbúa í Höfðakaupstað þar til þeir
hættu mjólkursölu upp úr 1970 og fjölguðu þá sauðfénu en höfðu kýr aðeins
til heima nota.
Árið 1997 keypti Magnús, sonur Guðmanns, Vindhæli og hóf þar sinn bú-
skap, þar var heimili Páls allt til þess að hann flutti á dvalardeild Heilbrigðis-
stofnunarinnar á Blönduósi.
Páll var alla tíð ókvæntur og barnlaus en í miklu uppáhaldi hjá honum voru
börn þeirra Guðmanns og Maríu Ólafsdóttur og síðan barnabörnin sem flest
voru langdvölum á Vindhæli og nutu mikils ástríkis af hans hálfu.
Páll var vel ern fram á síðasta dag og fylgdist með þjóðmálum og fréttum.
Hann andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Útför hans var gerð frá
Hólaneskirkju 21. mars og hlaut hann legstað í Höskuldsstaðakirkjugarði.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Guðný Einarsína Hjartardóttir,
Skagaströnd
Fædd 28. júní 1918 – Dáin 14. mars 2011
Foreldrar Guðnýjar voru Hjörtur Jónas Klemenzson, formaður í Vík á Skaga-
strönd, 1887-1965 og Ásta Þórunn Sveinsdóttir húsmóðir, fædd á Kráku -
stöðum í Skagafirði, 1891-1960. Þau eignuðust 16 börn og komust 13 þeirra
á legg. Börn þeirra voru í aldursröð: Hólmfríður, Bæring Júní, Ólína Guðlaug,
Sigurður, Viktoría Margrét, Sigurbjörg Kristín
Guðmunda, Guðný Einarsína, Þórarinn
Þorvaldur, Sveinn Guðvarður, Georg Rafn,
Hjörtur Ástfinnur, svein barn, Kristján Arinbjörn,
Sigurður, sveinbarn. Yngstur er Hallbjörn
Jóhann. Á lífi eru Sigurður yngri og Hallbjörn.
Guðný fór ung að vinna og létta undir með
fjölskyldu sinni, eins og títt var á árum áður. Um
tvítugsaldurinn fór hún í vist að Skinnastöðum til
hjónanna, Þorvarðar Júlíussonar og Sigrúnar
Kristínar Jónsdóttur. Sú vist varð afdrifarík því
hún tengdist þeim hjónum og fjölskyldu þeirra
miklum vináttuböndum. Þegar þau flytja að
Söndum í Miðfirði þá fer Guðný með þeim. Eftir
það á hún þar sitt annað heimili.
Árið 1949 giftist Guðný eiginmanni sínum, Ágústi Jakobssyni. Hann var
fæddur 1902 á Blálandi í Hallárdal og lést 1989. Guðný og Ágúst eignuðust 5
börn: Þórir, 1948-2000, Sigríður, hennar maður er Guðmundur Þ.