Húnavaka - 01.05.2012, Page 167
H Ú N A V A K A 165
haustið 1943 að Brands stöðum í sömu sveit og síðan til Blönduóss vorið 1949.
Þau eignuðust fjögur börn sem eru í aldursröð; Þórunn, Kristján Rúnar,
Pétur Arnar og Guðrún Soffía.
Bergþóra og Pétur byggðu sér hús á Blönduósi að Húnabraut 7. Þar bjó
Bergþóra fjölskyldu sinni fallegt heimili og
umhverfi. Heimili hennar var gest kvæmt og
komu margir að hitta Pétur, mann Bergþóru, sem
var mikill félags hyggjumaður og formaður
Verkalýðsfélags Austur-Húnvetninga um árabil.
Pétur féll frá árið 1979. Eftir fráfall hans hélt
Bergþóra heimili með syni sínum, Kristjáni, að
Húnabraut 7.
Bergþóra vann utan heimilis við verslunarstörf,
lengst af hjá Kaupfélagi Húnvetninga og í
versluninni Húnakjör en einnig hjá Mjólkursamlagi
Húnvetninga. Bergþóra starfaði í Kvenfélaginu
Vöku um langt árabil, var þar ritari og síðar gerð
að heiðursfélaga.
Bergþóra fylgdist vel með börnum sínum og afkomendum. Hún las mikið á
meðan hún hafði sjónina í lagi en eftir það fylgdist hún með fréttum og við-
burðum í útvarpi.
Hún andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi og var útför hennar
gerð frá Blönduósskirkju þann 21. maí. Jarðsett var í Blönduóskirkjugarði.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Stefán Kristinsson,
Skagaströnd
Fæddur 18. júlí 1955 – Dáinn 19. maí 2011
Stefán fæddist heima á Sólarvegi 16 á Skagaströnd. Foreldrar hans voru Krist-
inn Guðmundsson, 1903-1986, og Þórunn Stefánsdóttir, f. 1926. Systkini
Stefáns eru Sigurður, Guðmundur Reynir og Lilja. Hann var ókvæntur og
barnlaus og bjó alla tíð á Sólarveginum.
Stefán ólst upp á Skagaströnd og gekk í barna- og unglingaskóla en hélt ekki
til frekara náms enda var áhugi hans strax mikill á sjónum og öllu því sem að
honum sneri. Það varð hans ævistarf að vinna hin ýmsu störf sem tengjast
útgerð og sjómennsku meðan að heilsan leyfði.
Stefán var verkhagur og hafði gott lag á að vinna verkin þannig að þau
virtust renna áreynslulaust áfram. Hann var margar vertíðir fyrir sunnan á
ýmsum bátum, aðallega við að beita línu. Hann var einnig nokkrar vertíðir á
Ólafi Magnússyni HU 54 með frænda sínum, Stefáni Jósefssyni, sem átti
útgerðina. Á góðri stundu minntist hann oft á þá tíma og lét þá gjarnan
nokkrar vísur fylgja með. Stefán var hagmæltur og þótt hann hefði það ekki í