Húnavaka - 01.05.2012, Page 169
H Ú N A V A K A 167
Sigurbjörn, fæddur 1952, kona hans er Kristín Sigurðardóttir og á hún einn
son. Guðrún Ásdís, fædd 1954, maður hennar er Ingimundur Bernharðsson
og eiga þau tvö börn.
Lárus og Sigurlaug bjuggu allan sinn búskap á
Skagaströnd, fyrst á Kárastöðum, síðan tvö ár í
Laufási, en 1955 byggðu þau sér húsið í Ási og
þar bjuggu þau nánast allan sinn búskap eða þar
til þau flytja á Sæborg árið 2008. Í Ási bjuggu þau
með kindur, kýr, hesta og hænur, eins og algengt
var á þessum tíma. Skepnurnar voru trygging
fyrir því að alltaf var til matur enda skorti hann
aldrei í Ási. Lárus sá fyrir því að fjölskylda hans
hefði alltaf nóg að bíta og brenna. Lárus hafði
líka gaman af skepnum, var bóndi í eðli sínu og
naut búskaparins. Hann var lengi gangnaforingi á
Skagaheiðinni og réttarstjóri enda fáir til þessara
ábyrgðarstarfa betur fallnir en hann.
Starfsævi sína vann Lárus lengst af hjá
Síldarverksmiðju ríkisins á Skagaströnd. Hann var góður og traustur
starfsmaður sem gat leyst úr flestum vanda. Hann var einkar handlaginn,
það má segja að hann hafi verið völundur sem gat gert við nánast allt sem
þurfti að laga og bæta. Margir leituðu til hans enda var hann einstaklega
bóngóður. Þegar Lárus hætti störfum hjá Síldar verksmiðjunni sagðist hann
ætla að fá sér léttari vinnu og fór þá að vinna við togaralöndun og gaf yngri
mönnum ekkert eftir enda var hann íþrótta mannslega vaxinn og líkamlega
sterkur og stæltur. Síðast starfaði Lárus við golfvöll Skagstrendinga að
Háagerði. En þó launavinnu væri lokið hafði hann ýmislegt að sýsla og var
aldrei verklaus.
Lárus unni sveitinni sinni, fæðingarstað sínum að Víkum og jörðinni sinni í
Mánavík. Þar var hans paradís á jörð og gott að koma og dvelja en hans heima
var í Ási. Þar vildi hann helst alltaf vera og hann var lítið fyrir ferðalög en fór
þau ef erindið var brýnt.
Síðustu árin dvaldi Lárus á Dvalarheimilinu Sæborg og lést eftir stutta legu
á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Hann var jarðsunginn frá Hólaneskirkju
30. maí og jarðsettur í Spákonufellskirkjugarði.
Sr. Ursula Árnadóttir.
Eðvarð Árdal Ingvason,
Skagaströnd
Fæddur 28. ágúst 1948 – Dáinn 29. maí 2011
Eðvarð fæddist í Finnstungu í Blöndudal. Foreldrar hans voru Ingvi Sveinn
Guðnason, ættaður af Laxárdal, 1914-1991 og Soffía Sigurðardóttir, ættuð frá