Húnavaka - 01.05.2012, Side 170
H Ú N A V A K A 168
Leifsstöðum í Svartárdal, 1917-1968. Eðvarð átti tvo bræður, Hilmar Eydal
sammæðra og Hauk samfeðra, þeir eru báðir látnir.
Eðvarð kvæntist, 26. desember 1969, eftirlifandi eiginkonu sinni, Signýju
Magnús dóttur, f. 1948. Þau eignuðust fjóra drengi: Ingvi Sveinn, fæddur 1969,
hann á tvö börn, Baldur Bragi, f. 1971, kona hans er Svan hildur Fanney
Hjörvarsdóttir og eiga þau fimm börn, Hilmar Árdal, f. 1979, kona hans er
Sonja Rose Jörgensen og eiga þau tvö börn. Yngstur er Árni Halldór, f. 1984.
Á unglingsárum og æ síðan átti skjól á heimili Eðvarðs og Signýjar, Dóra
Sigurbjörnsdóttir, henn ar maður er Björn Guðlaugur Ragnarsson og eiga þau
þrjú börn.
Tveggja ára gamall fluttist Eðvarð til Skaga strandar með foreldrum sínum
og bjó þar alla tíð. Hann ólst upp í góðu og kærleiksríku umhverfi við leik og
störf. Eins og títt var í þá daga fór hann ungur að vinna. Lengst af tengdust
störf hans sjónum og sem ungur maður fór hann á vertíðir suður en á
Skagaströnd var þó heimili hans alla tíð. Um tíma gerði hann út trilluna
Guðbjörgu HU, í samstarfi við Jón Jónsson.
Hann vann lengi hjá Skipasmíðastöð
Guðmundar Lárussonar en stofnaði síðan
fyrirtæki ásamt Marko Markovic og hófu þeir að
framleiða báta úr trefjaplasti. Þrátt fyrir gott
verkvit og mikinn dugnað þá gekk það dæmi
ekki upp af ýmsum orsökum. Síðustu 18 árin
vann Eðvarð hjá Trésmiðju Helga Gunnarssonar
og undi þar hag sínum vel.
Eðvarð ólst upp við skepnur og átti sjálfur
kindur og hesta. Hann hafði mikla unun af
dýrum og var mikið náttúrubarn. Hann naut
þess að eiga góða hesta, ríða út á fangreistum
gæðingi og rækta sín eigin hross.
Eðvarð var hávaxinn og þreklega vaxinn, heilbrigður og hraustur mestan
hluta ævinnar. Hann var framkvæmdamaður sem lét verkin tala, frjór í hugs-
un, skapandi og áræðinn.
Fyrir um þremur árum fór Eðvarð að kenna sér meins sem strax var vitað að
yrði erfitt viðureignar. Hann var þó ekki á því að gefast upp og vildi standa með-
an stætt var. Það gerði hann en að lokum varð hann að láta í minni pokann.
Eðvarð lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi, var jarðsunginn frá Hóla-
neskirkju 6. júní og jarðsettur í Spákonufellskirkjugarði.
Sr. Ursula Árnadóttir.