Húnavaka - 01.05.2012, Page 171
H Ú N A V A K A 169
Svava Sigmundsdóttir
frá Björgum
Fædd 29. júní 1916 – Dáin 30. maí 2011
Svava Sigmundsdóttir fæddist á Björgum í Skagahreppi. Þar ólst hún upp hjá
foreldrum sínum, þeim Sigmundi Benediktssyni frá Bergsstöðum í Hallárdal
og Aðalheiði Ólafsdóttur frá Sæunnarstöðum í Hallárdal. Hún var einkabarn.
Að loknu barnaskólanámi stundaði Svava nám í unglingaskóla að Höskulds-
stöðum. Að honum loknum lá leið hennar í Kvennaskólann á Blönduósi þar
sem hún nam veturinn 1936-37. Þremur árum síðar, árið 1940, urðu mikil
tíma mót í lífi Svövu er hún giftist Kristjáni Sigurðssyni frá Lundi í Fljótum.
Hófu þau saman búskap að Björgum og bjuggu þar allt til ársins 1971 þegar
þau fluttu til Hofsóss. Kristján lést árið 1996.
Svava og Kristján eignuðust tvö börn. Sigurður
fæddist árið 1941, eiginkona hans er Kristín
Fjólmundsdóttir. Börn þeirra eru Kristján,
Steinunn Fjóla, Svava Kristín, Guðbjörg Heiða
og Sólveig Guðlín. Aðalheiður Sigrún fæddist
árið 1946, hún er gift Fjólmundi Fjólmundssyni.
Börn þeirra eru Íris Björg, Stein unn Svava og
Sólveig.
Eitt af því sem einkenndi Svövu var ást hennar
og yndi af handa vinnu. Hún skipaði stóran sess í
huga hennar og hjarta alla tíð enda var Svava
einstaklega listfengin og skapandi og má segja að
allt hafi leikið í höndum hennar í þeim efnum.
Hafa margir fengið að njóta þeirrar djúpu og innilegu gleði sem Svava hafði
af handavinnu því lengi vel kenndi hún hana við farskóla í Skagahreppi og
verk hennar prýða jafnframt mörg heimili víðs vegar.
Handavinnan gaf Svövu mjög mikið, ekki síst á efri árum. Það er sérstakt
þakkarefni að þrátt fyrir háan aldur hafi Svava getað sinnt list sinni uns yfir
lauk.
Svava dvaldi á dvalarheimili aldraðra á Sauð ár króki síðustu árin. Þar naut
hún umhyggju og góðr ar aðhlynningar.
Eftir lifa minningar um einstaka konu, sem var fjölskyldu sinni, börnum,
tengdabörnum, barna börnum og öllum öðrum ástvinum svo mikið; minningar
um konu sem var svo hlý og góð og hafði svo margt að gefa; konu sem var svo
mikilvægt að öllum í kringum sig liði vel; konu sem bar hagsmuni fjölskyldu
sinnar og ástvina svo fyrir brjósti að hún var ævinlega fús til að setja sjálfa sig
til hliðar í þeirra þágu.
Útför Svövu var gerð frá Hofsósskirkju þann 4. júní 2011 og jarðsett þar.
Sr. Gunnar Jóhannesson, sóknarprestur Hofsóss- og Hólaprestakalls.