Húnavaka - 01.05.2012, Side 172
H Ú N A V A K A 170
Ásgeir Axelsson,
Litla-Felli
Fæddur 7. maí 1942 – Dáinn 8. júní 2011
Ásgeir Axelsson fæddist í Höfðahólum á Skagaströnd og ólst þar upp. Foreldrar
hans voru Axel Ásgeirsson, 1906-1965 og Sveinbjörg Ósk Björnsdóttir, 1919-
2001.
Systkini Ásgeirs voru þrjú. Elstur og sammæðra er Hörður R. Ragnars,
hann er fæddur 1938, yngri bróðir hans er Óskar Páll, fæddur 1943 og yngst
systkinanna er Guðríður Ósk, fædd 1952.
Eiginkona Ásgeirs var Sigrún Guðmundsdóttir, f. 1947 á Kleif á Skaga en
ólst upp í Kambakoti á Skagaströnd. Þau eignuðust tólf börn: Elstur er Axel
Gígjar, hans kona er Bryndís Þ. Heiðarsdóttir og eiga þau þrjú börn, Hrönn,
hennar maður er Sigurjón Ragnarsson og eiga þau fjögur börn, Einar Þór,
hans kona er Monika Jónasdóttir og eiga þau tvo syni en fyrir átti Einar eina
dóttur, Ólafur Sveinn, hans kona er Elva
Þórisdóttir og eiga þau fjögur börn, Sigríður
Ólína, hennar maður er Ágúst Ómarsson og eiga
þau fjögur börn, Jóhann Ingi, hans kona er Erla
Jónsdóttir og eiga þau tvö börn, Gunnar Þröstur,
hann á eina dóttur, Anna Guðrún, hennar maður
var Jens Óli Kristjánsson en hann lést í mars
2011, þau eiga tvö börn, Ása Ósk, hennar maður
er Jóhann G. Sigurjónsson, hún á fjögur börn,
Hafdís Hrund, hennar maður er Stefán Sveinsson,
þau eiga tvö börn, Þóra Dögg, hennar maður er
Birgir Þór Ingason og eiga þau tvær dætur. Yngst
er Ásta Ýr, hennar maður er Gunnar Tryggvi
Ómars son og eiga þau tvö börn.
Ásgeir var mikið náttúrubarn sem unni sveit-
inni sinni, átthögunum og skepnunum sínum. Hann var alla tíð bóndi að Litla-
Felli en auk búskaparins stundaði hann ýmsa aðra vinnu. Í tæp 50 ár vann
hann hjá Sölufélagi Austur-Húnvetninga og einnig um árabil við landanir hjá
útgerðarfyrirtækinu Skag strendingi hf.
Ásgeir var alltaf kraftmikill og kátur, skemmtilegur og góður félagi sem
gam an var að umgangast og vinna með. Hann var félagslyndur, ræðinn og
glaðsinna, stundum hávær og hann læddist ekki með veggjum. Hann gladdist
á góðum dögum búskaparins en tók nærri sér þegar illa gekk.
Í sláturhúsinu eignaðist Geiri marga og góða vini á langri starfsævi. Imma
Karls eða Ingibjörg Karlsdóttir, tengdamóðir Óskars bróður hans, sá um að
Geiri fengi mat í hádeginu og skemmtilegan félagsskap að auki. Þegar Geiri
vann á Blönduósi var líka fastur liður að líta í heimsókn til ömmu Gunnu og