Húnavaka - 01.05.2012, Page 173
H Ú N A V A K A 171
þó að annríkið væri oft mikið gaf hann sér tíma til að þiggja ,,ekstra“ góðan
kaffisopa og eiga við hana stutt spjall.
Geiri var mikill barnakarl og börn löðuðust að honum. Barnabörnin áttu
sérstakan sess hjá afa sínum, þau áttu afa sem var skemmtilegur, lifandi og
áhugasamur um líf þeirra og hagi og var glaður og kátur í hvert sinn sem
eitthvert þeirra birtist á hlaðinu á Felli.
Hann var alla tíð heimakær og sóttist ekki eftir ferðalögum, fór þó aðeins út
fyrir hliðið hin seinni ár, segja krakkarnir hans með bros á vör. En hann hafði
gaman að stússast í hestum, átti þess kost að fara nokkrar hestaferðir og átti
þar sínar bestu stundir.
Útför Ásgeirs fór fram frá Hólaneskirkju 18. júní og jarðsett var í Spákonu-
fells kirkjugarði.
Sr. Ursula Árnadóttir.
Bjarni Steingrímur Sigurðsson,
Blönduósi
Fæddur 2. júní 1937 – Dáinn 15. júní 2011
Bjarni fæddist að Barkarstöðum í Svartárdal. Foreldrar hans voru Halldóra
Bjarnadóttir frá Hallfreðarstöðum Norður-Múlasýslu og Sigurður Þorkelsson
bóndi á Barkarstöðum. Systkini Bjarna voru: Drengur sem dó nýfæddur,
Þorkell bóndi á Barkarstöðum, dó 2008 og Engilráð Margrét á Sauðárkróki.
Barkarstaðir eru góð bújörð og þar er eitt fallegasta bæjarstæði í dalnum.
Þarna ólst Bjarni upp við venjuleg sveitastörf. Hann fór í Bændaskólann að
Hólum árið 1956 og útskrifaðist þaðan sem bú fræðingur 1958. Bjarni kvæntist
árið 1960 Ísgerði Árnadóttur frá Þverárdal. Þau eignuðust þrjú börn en þau
eru: Jóhannes Ingi, f. 1961, Árni, f. 1963 og Hall-
dóra, f. 1969.
Bjarni og Ísgerður settu saman bú á Barkar-
stöðum í félagi við Þorkel bróður hans. Þá var
nýbúið að reisa þar stórt og reisulegt íbúðarhús.
Þarna bjuggu þau í nokkur ár í sambýli uns þau
flytja að Eyvindarstöðum í Blöndudal.
Bjarni fór ungur að starfa í Ungmennafélagi
Bólstaðarhlíðarhrepps. Var tæpast haldin sú
samkoma í félagsheimilinu Húnaveri að Bjarni
væri þar ekki við störf. Ungur fór hann að syngja
með Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og er hann
einn af þeim sem lengst hafa sungið með kórnum
eða um hálfa öld. Þá söng Bjarni einnig í
sameinuðum kirkjukór Bergsstaða-, Bólstaðarhlíðar- og Holtastaðasókna um
árabil.
Enn er ótalinn Samkórinn Björk og Kór eldri borgara á Blönduósi. Söng-