Húnavaka - 01.05.2012, Page 174
H Ú N A V A K A 172
urinn var Bjarna mikil lífsfylling. Það var honum mikil raun nú síðustu árin að
sökum heilsubrests gat hann ekki stundað kórastarfið jafn mikið og áður.
Eftir að Bjarni og Ísgerður fluttu að Eyvindarstöðum gekk búskapur þeirra
fram með ágætum. Ráku þau kúabú sem var sérlega afurðagott og byggðu nýtt
fjós ásamt hlöðu. Nutu þau þar góðrar aðstoðar Árna, sonar þeirra. Þar á sein-
ustu árum varð Bjarni þó fyrir alvarlegu slysi er hann hrapaði af fjárhúshlaði
ofan í gilið við Blöndu. Hlaut hann alvarlegan höfuðáverka og varð aldrei heill
heilsu eftir það.
Þau hjónin slitu samvistum 1992 og fluttu eftir það til Blönduóss. Bjarni var
afar góður félagi og mikill vinur vina sinna. Síðustu árin átti hann við mikla
vanheilsu að stríða.
Útför Bjarna fór fram í kyrrþey frá Garðakirkju á Álftanesi áttunda júlí
2011. Hvílir hann þar í kirkjugarðinum við hlið fyrrverandi eiginkonu sinnar
sem látin var fyrir örfáum árum.
Sigurjón Guðmundsson.
Árni Sævar Karlsson,
Víkum
Fæddur 24. september 1950 – Dáinn 19. júlí 2011
Árni fæddist í Víkum á Skaga, sonur hjónanna, Karls Hinriks Árnasonar,
1902-1995, og Margrétar Jónsdóttur, 1910-1986. Systkini hans eru Finnur, f.
1937, Lilja, f. 1938, Valgeir, f. 1943 og Sigríður Björk, f. 1947. Maki hennar
er Yngve Botolfsen og eiga þau tvær dætur.
Árni, eða Addi eins og hann var oftast kallaður, ólst upp í Víkum og starfaði
þar við búskap og útgerð mestan hluta ævi sinnar. Hann sótti ýmis námskeið
tengd vélavinnu og viðgerðum og vann mikið við
þess háttar störf meðfram búskapnum. Hann var
í milli landa siglingum eitt ár og á síðari árum
gerði hann út bátinn Sæfara með nágrönnum
sínum á Hrauni og í Höfnum og var vélamaður
bátsins. Hann var ókvæntur og barnlaus.
Addi var mikill listamaður í höndum og jafn-
vígur á tré og járn eða hvaða efni sem var. Þessi
lagni og vandvirkni Víknafólksins er víðfræg og
ósjaldan var lausnarorð nágrannanna að skreppa í
Víkur væri eitthvað úr lagi gengið. Auk lagvirkn-
innar var hann einstaklega útsjónasamur við allt
sem hann tók sér fyrir hendur. Hann samþykkti
aldrei að verkefni væri óleys an legt, það þyrfti bara
að finna út hvernig ætti að leysa það. Hann var greiðvikinn og vildi hvers manns
vanda leysa, hvort sem það var að tengja hátalara rétt eða finna bilun í gamalli
hrærivél. Ekkert tæki var svo illa farið að hann kæmist ekki til ráðs við það enda