Húnavaka - 01.05.2012, Blaðsíða 177
H Ú N A V A K A 175
Árið 1996 fór Pétur í hjartaaðgerð en hann náði allgóðu vinnuþreki eftir
það og má það þakka hans góða líkamlega atgervi. Fyrir fimm árum greindist
hann svo með krabbamein og í þeim veikindum sýndi hann einstakt æðruleysi.
Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi og var jarðsunginn frá Foss-
vogskapellu 30. ágúst.
Sr. Hjálmar Jónsson.
Sigurlaug Jónsdóttir,
Skagaströnd
Fædd 25. janúar 1927 – Dáin 15. ágúst 2011
Sigurlaug Jónsdóttir fæddist á Álfhóli í Skagabyggð. Foreldrar hennar voru
Eðvarðsína Kristjánsdóttir, fædd í Ásbúðum á Skaga, 1909-1944 og Jón
Ólafsson, 1907-1993. Sigurlaug átti þrjá bræður sammæðra: Kristján, f. 1935,
Guðmundur, f. 1936 og Eðvarð Karl, f. 1937.
Fimm ára gömul flytur Sigurlaug til Skagastrandar ásamt fjölskyldu sinni.
Eftir það elst hún upp hjá móðurömmu sinni, Sigurbjörgu Sigurbjörnsdóttur
og móðurbræðrum sínum, þeim Sigurbirni og Kára en þeir héldu heimili með
móður sinni að Kárastöðum.
Skólaganga Laugu var hefðbundin skólaganga þess tíma en hún var svo
lánsöm að veturinn 1946-47 var hún í Kvennaskólanum á Blönduósi sem var
eftirsótt menntun á þeim tíma og þótti góð og nytsöm fyrir ungar stúlkur.
Um 1950 kynnist Sigurlaug eiginmanni sínum
Lárusi Árnasyni, 1922 - 2011. Lárus var fæddur í
Víkum á Skaga, foreldrar voru Árni Antoníus
Guðmundsson og Anna Lilja Tómasdóttir. Á
Kárastöðum fæddust Lárusi og Sigurlaugu börnin
þeirra tvö: Kári Sigurbjörn, fæddur 1952, kona
hans er Kristín Sigurðardóttir og á hún einn son.
Guðrún Ásdís, fædd 1954, maður hennar er
Ingimundur Bernharðsson og eiga þau tvö börn.
Lárus og Sigurlaug bjuggu allan sinn búskap á
Skagaströnd, fyrst á Kárastöðum, síðan tvö ár í
Laufási, en 1955 byggðu þau sér húsið í Ási og
þar bjuggu þau nánast allan sinn búskap eða þar
til þau flytja á Sæborg árið 2008. Í Ási bjuggu þau
með kindur, kýr, hesta og hænur, eins og algengt var á þessum tíma. Lauga
hafði unun af að umgangast dýrin. Hún var mikill dýravinur og lét sér mjög
annt um líðan þeirra og velferð.
Sigurlaug var ung að árum þegar hún fór að finna fyrir liðagigt en hún bar
líðan sína ekki á torg og reyndi allt hvað hún gat að framkvæma það sem
hugurinn bauð henni hverju sinni. Hún naut útiverunnar, veiðitúra, að fara til
fjalla eða vera úti í vornóttinni, með fjölskyldu og vinum, allt þetta var hennar