Húnavaka - 01.05.2012, Qupperneq 178
H Ú N A V A K A 176
líf og yndi. Hún var mikil hannyrðakona og allt lék í höndum hennar, hvort
sem um var að ræða útsaum, prjón, vinnslu á keramik, málun á tré eða lín,
leðurvinna eða tréútskurður, svo lengi mætti telja.
Eftir sextugt tók hún virkan þátt í félagsstarfi eldri borgara á Skagaströnd.
Þar átti hún margar góðar stundir með vinum sínum, við föndur og spil og
naut þess félagsskaps meðan að henni entist heilsa til.
Gestkvæmt var í Ási. Þar voru heimsmálin rædd, oft glatt á hjalla og
ósjaldan tekið í spil. Lauga var mikil keppnismanneskja þegar kom að
spilamennskunni og kunni því alltaf betur að vera í vinningsliðinu.
Hjá Laugu og Lárusi komu til dvalar í mislangan tíma, þau Sigurbjörg,
Rúnar og Hávarður, henni þótti mjög vænt um þau og var þakklát fyrir að
hafa fengið að njóta þeirra um stund og gefa af móðurlegum kærleika sínum
og umhyggju.
Sigurlaug lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri, útför hennar fór fram frá Hólanes-
kirkju á Skagaströnd 25. ágúst og jarðsett var í Spákonufellskirkjugarði.
Sr. Ursula Árnadóttir.
Jón Margeir Vilhjálmsson,
Brandaskarði
Fæddur 19. mars 1931 – Dáinn 31. ágúst 2011
Jón Margeir Vilhjálmsson fæddist á Brandaskarði í Skagahreppi, nú Skaga-
byggð. Foreldrar hans voru hjónin Vilhjálmur Benediktsson, 1894-1955 og
Jensína Sigríður Hallgrímsdóttir, 1892-1963. Börn þeirra voru: Sigríður Hjalt-
berg, 1921-2012, Jón Margeir, 1931-2011, Brynhildur Ingibjörg, 1933-2011,
Valdimar Benedikt, f. 1935 og Páll Ísleifur, 1936-1968.
Á Brandaskarði ólust systkinin upp við hefðbundin störf. Jón kynntist strax
í bernsku sveitastörfunum og starfi bóndans. Árið 1955 lést Vilhjálmur faðir
Jóns og tók Jón þá við búinu og rak það upp frá því, fyrst í samvinnu við
móður sína en þau voru mjög náin og samvinna þeirra góð en síðan með Jens
syni sínum.
Árið 1964 verða þáttaskil í lífi Jóns þegar til hans kemur ung ráðskona frá
Ólafsfirði með dreng ina sína tvo. Áður en langt um líður er ráðskonan orðin
húsfreyja á Brandaskarði, hún heitir Lísebet Gestdóttir, fædd á Ólafsfirði árið
1938, dóttir Gests Árnasonar frá Ólafsfirði og Kristjönu Einarsdóttur. Næstu
árin fæðast þeim börnin eitt af öðru en drengirnir sem Lísebet átti áður voru:
Haukur, f. 1955, kona hans er Jónína Kristjánsdóttir, þau eiga þrjú börn og
Gestur, f. 1962, hans kona er Vigdís Álfheiður Stefánsdóttir og eiga þau alls
átta börn.
Börn Jóns og Lísebetar eru sex: Jens, f. 1965, hans kona er Monika
Tischleder og eiga þau einn son, Páll Ísleifur, f. 1968, hans kona er Borghildur
Guðmundsdóttir, þau eiga þrjú börn, Kristjana Jóhanna, f. 1969, hennar
maður er Magnús Gíslason og eiga þau þrjú börn, Rakel Jakobína, f. 1971,