Húnavaka - 01.05.2012, Side 179
H Ú N A V A K A 177
hennar maður er Bolli Gunnarsson og börn þeirra eru þrjú, Vilhjálmur, f.
1973, hans kona er Maríanna Þorgrímssdóttir og eiga þau þrjú börn. Yngstur
er Jón Heiðar, f. 1974, hans kona er Kristín Birna Guðmundsdóttir, börn
þeirra eru þrjú.
Lífsstarf Jóns var starf bóndans en á árum áður fór hann þó eina vertíð á
síldarbátinn Frigg og deildi því ævintýri með börnum sínum. Hann vann
einnig við togaralöndun og önnur störf sem til
féllu samhliða bústörfunum. Hann stundaði
grenjaleit, naut mjög útiverunnar við grenjaleitina
en hafði þó alltaf samúð með dýrunum.
Hann var alla tíð náttúrubarn, hafði mikla ást
á Skagaheiðinni sem hann þekkti eins og lófann á
sér og þeirri þekkingu miðlaði hann til barnanna
sinna. Hann kenndi þeim einnig að þekkja
örnefnin á Skagaheiðinni og nöfn fugla og jurta
sem á vegi þeirra urðu. Hann kenndi þeim að lesa
náttúruna, að átta sig á veðrabrigðum og hvernig
átti að bjarga sér við erfiðar aðstæður. Jón var
mjög fróður og víðlesinn, nánast sjálfmenntaður
náttúrufræðingur.
Jón var einstakt ljúfmenni. Hann var hógvær og lítillátur og vildi aldrei að
það væri mikið fyrir sér haft. Hann var hinsvegar tilbúinn til að gera allt fyrir
aðra. Hann var mjög gestrisinn og vildi alltaf gefa gestum, sem komu heim að
Brandaskarði, kaffi og helst eitthvað að borða. Jón var alla tíð heiðarlegur,
samsviskusamur og nægjusamur. Hann hafði gott skopskyn, var einstaklega
barngóður og sýndi börnum mikla þolinmæði. Hann sýndi þeim mikinn
áhuga, vildi vita hvað þau fengust við hverju sinni, hvatti þau og studdi.
Gladdist síðan innilega þegar vel gekk hjá þeim og nýjum markmiðum var
náð.
Jón lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri og var jarðsunginn frá Hofskirkju 7.
september. Jarðsett var í heimagrafreit að Brandaskarði.
Sr. Ursula Árnadóttir.
Stefán Magnús Gunnarsson
frá Æsustöðum
Fæddur 6. desember 1933 – Dáinn 26. september 2011
Stefán var fæddur að Æsustöðum í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu.
Foreldrar hans voru Sigríður Stefánsdóttir húsfreyja frá Auðkúlu í A-Hún. og
séra Gunnar Árnason sóknarprestur frá Skútustöðum við Mývatn. Þau hjón
eignuðust fimm börn. Þau eru: Þóra sem er látin, bjó í Svíþjóð, Árni, Stefán
Magnús, Auðólfur og yngst systkinanna er Hólmfríður Kolbrún.
Stefán ólst upp á Æsustöðum og kynntist í uppvextinum hefðbundnum