Húnavaka - 01.05.2012, Page 183
H Ú N A V A K A 181
Guðrún María Björnsdóttir
frá Læk á Skagaströnd
Fædd 5. maí 1934 – Dáin 22. nóvember 2011
Guðrún María Björnsdóttir, eða Gunna eins og hún var kölluð, var fædd á
bænum Læk á Skagaströnd. Foreldrar hennar voru Björn Sölvason Helgason,
bóndi á Læk, 1898-1983, og Anna Björnsdóttir, húsfreyja, 1895-1948.
Eftirlifandi bróðir Gunnu er Helgi Ólafur Björnsson, offsetprentari.
Gunna bjó ásamt fjölskyldu sinni á Skagaströnd þar sem faðir hennar var
fæddur og uppalinn. Á Læk var ávallt margt um manninn því faðir hennar var
mikið góðmenni og mátti ekkert aumt sjá. Hann átti það til að skjóta skjólshúsi
yfir sveitunga sína á erfiðum tímum. Á bænum voru engin nútímaþægindi. Þar
var t.d. ekkert baðker og var bali notaður við þrifin eins og tíðkaðist oft í þá
daga. Fyrir vikið gengu börnin á bænum undir nöfnunum Gunna og Helgi á
Bala-læk.
Foreldrar Gunnu bjuggu alla tíð með börnum sínum á Skagaströnd fyrir
utan stuttan tíma þegar þau bjuggu í Kalastaðakoti
á Hvalfjarðaströnd um það leyti sem Anna
veiktist af þeim sjúkdómi sem dró hana til dauða.
Helgi og Gunna fluttust ung að árum til Reykja-
víkur en þau voru alltaf mjög tengd heima-
högunum.
Gunna var gift Hannesi Stephensen Péturssyni,
1931-2010. Þau bjuggu alla tíð í Reykjavík. Börn
þeirra voru þrjú. Anna, starfsstúlka á sjúkrahúsinu
á Blönduósi, 1954-1977. Baldur, endur skoðandi,
f. 1958, giftur Elínu Kristjáns dóttur, lyfjafræðingi,
f. 1959 og eiga þau fjögur börn. Björn Viðar,
vélvirki, f. 1965. Hann á tvö börn með fyrrver-
andi sambýliskonu, Kristínu Birnu Guð-
mundsdóttur, f. 1971 og dóttur með Ingu Margréti Guðmundsdóttur, f. 1966.
Handavinna varð snemma áhugamál Gunnu. Hún fór ung að árum í Hús-
mæðraskóla í Skagafirði. Einnig var hún við nám vetrarlangt í Héraðsskólanum
á Laugarvatni. Í Húsmæðraskólanum kviknaði áhugi hennar á handavinnu,
sérstaklega saumaskap. Börn og barnabörn nutu góðs af myndarskap hennar
því hún saumaði ekki ósjaldan á þau sparifatnað.
Gunna var ávallt hæglát í samskiptum en alltaf var stutt í brosið. Hún naut
sín best í faðmi fjölskyldunnar. Hennar bestu stundir voru með barnabörnunum
sem hún gætti mjög oft. Þau systkinin voru alltaf mjög náin og það var t.d. föst
venja hjá Helga að bjóða systur sinni vikulega í mat.
Síðasta árið voru systkinin ekki langt hvort frá öðru, bæði búsett í Mörkinni
við Suðurlandsbraut. Gunna var hins vegar á sjúkradeildinni því heilsu hennar